Ljóðormur - 01.05.1986, Qupperneq 14

Ljóðormur - 01.05.1986, Qupperneq 14
EUGENIO DE ANDRADE (1923 -): Ljóölist Andrade er í senn Ijós og skuggi. Auðveldara er aö skynja Ijóö hans en skilja þau. Samt gefa þau sig aldrei alger- lega á vald skynjun okkar eða skilningi. Við lestur er eins og Ijóðið varðveiti kjarna sinn handa sjálfu sér, um leið og það veitir lesandanum þá ánægju að hann hefur ekki getað haft það algerlega á valdi sínu. Stíllinn er strangur og Ijóðin eru órímuð. Form hvers Ijóðs er hugsanagangur skáldsins um leið og það skrifar eða yrkir. Og æði oft er Ijóðið einvörðungu kenning og að öðru leyti innihaldslaust. Við þetta könnumst við þegar dróttkvæði eru lesin. Margt af kveðskap Andrade er málið eitt og sjálfstætt að mestu. Kveðskapurinn er höggmynd hvers orðs, lágmynd setninganna. Orð er fellt við orð og orðin ofin i orðavef eða reist sem orðabygging: maurabú orðanna. Skáldið stígur samt aldrei lokaskrefið að því að yrkja hrein orðaljóð sem hafa ekki aðra merkingu en þá sem er fólgin í niðurröðun stafanna og í skipan þess hljóms sem er í bók- stöfunum. Andrade notar aldrei það Ijóðstafamál sem alþekkt er í tilraunaskáldskap hinnar hreinu Ijóðlistar. Ljóðin sem berast af munni Andrade eru oft umfjöllun í Ijóði um vandamál Ijóðmálsins. Hann grípur samt ekki til þess ráðs að koma fram með kennisetningar eða fræðilegar vangaveltur: Ijóð hans fá að vera áfram í dulvitund orða og innihalds. Hinn ósáni akur er hvarvetna virtur, óræktin. Vegna þess að heim- urinn og hugurinn allur hafa ekki enn verið gerðir að sáðlandi sem ber ákverðinn ávöxt, þann sem sáð er til og við vitum hver er. Hvert Ijóð er Ijóðheimili skáldsins sem fjallar gjarna um heim- ilisbraginn. Þótt það berji að dyrum Ijóðsins er ríki þess í þögn- inni. Vegna þagnarinnar verður lesandinn að túlka Ijóðið sjálfur eða aðeins horfa á það. Með því móti verður hann hluti af Ijóð- inu. Sá sem les Ijóð verður að Ijóði um leið og hann les. 12

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.