Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 10

Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 10
Auglýst eftir umsóknum í Vinnustaðanámssjóð. Rannís auglýsir eftir styrkjum í Vinnustaðanámssjóð fyrir vinnustaðanám sem á sér stað á almanaksárinu 2016. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. nóvember 2016. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Hægt er að sækja um allt að 24 vikur í vinnustaðanámi fyrir hvern nema á hvorum árshelmingi fyrir sig, eða alls 48 vikur á árinu. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís. Nánari upplýsingar gefur Jón Svanur Jóhannsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, sími 515 5820, jon.svanur.johannsson@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 15. nóvember H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Leigjendur eru ánægðir hjá okkur almennaleigufelagid.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun Almenna leigufélagsins* sýna að 87% viðskiptavina eru ánægð með að leigja hjá félaginu. Við erum stolt af niðurstöðunni og munum halda áfram að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á leigumarkaði húsnæðisöryggi, sveigjanleika og enn betri þjónustu. Ánægð/ur – 87,1 % Hvorki né – 8,4 % Óánægð/ur – 4,5 % *Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir Almenna leigufélagið dagana 16. - 29. júní 2016. 8,4 % 4,5 % 87,1 % Tyrkland Árið 2030 er talið að eftir- spurn eftir orku nái hámarki hér á jörð, þegar deilt er niður á mann- fjölda. Þetta er spádómur Alþjóða- orkumálaráðsins, sem þessa dagana heldur ársfund sinn í Istanbúl. „Það er alveg ljóst að við erum að upplifa miklar breytingar sem munu hafa í för með sér að heimur- inn verði allt annar en hann hefur verið fyrir orkuiðnaðinn,“ sagði Ged Davis, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaorkumálaráðinu, þegar skýrslan var kynnt. „Til þessa hafa menn talað um olíumagnshámark en nú er þetta að breytast og helstu orkusérfræðingar eru farnir að velta fyrir sér afleiðingunum af hámarks- eftirspurn.“ Á ráðstefnunni, sem hófst í gær og stendur fram eftir vikunni, komu saman leiðtogar Rússlands, Tyrk- lands og fleiri ríkja ásamt framá- mönnum í orkuiðnaðinum. Þeir Vladimír Pútín Rússlands- forseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefna á víðtækt samstarf ríkjanna tveggja í orku- málum. Meðal annars verði nú lagt allt kapp á að leggja gasleiðslu frá Rússlandi undir Svartahafið og til Tyrklands, en þaðan verði hægt að flytja rússneskt gas til Evrópu. Þá skýrði Sádi-Arabía frá því að í næsta mánuði sé stefnt að því að fá olíuframleiðsluríki til þess að draga úr framleiðslunni. Í skýrslu ráðsins segir að enginn hægðarleikur verði að ná fram því markmiði að hitastig jarðar hækki aðeins um tvær gráður. Til þess þurfi ríki heims að leggja mun meira af mörkum en þau hafa skuldbundið sig til nú þegar. Orkuþörf mannkyns hefur ára- tugum saman vaxið jafnt og þétt. Síðan 1970 hefur hún tvöfaldast. Þetta er samt að breytast verulega, samkvæmt sérfræðingum ráðsins. Þannig má búast við því að eftir- spurn eftir raforku muni tvöfaldast til ársins 2060, en þá muni sólar- og vindorkuframleiðsla sjá mann- kyninu fyrir 20 til 39 prósentum af orkuþörfinni, í staðinn fyrir aðeins fjórum prósentum eins og nú er. Í skýrslunni eru dregnar upp þrenns konar myndir af framtíð orkumála, og er þá horft til ársins 2060. Fyrsta sviðsmyndin er nefnd Nútímadjass, þar sem markaðsöflin ráða ferðinni, nýsköpun er áberandi en allt er frekar óútreiknanlegt. Önnur sviðsmynd nefnist í skýrsl- unni Ófullgerð sinfónía og þar er átt við að skynsamleg og sjálfbær hag- vaxtarlíkön nái yfirhöndinni þann- ig að smám saman dragi úr kolefnis- notkun. Sú þriðja nefnist svo Hart rokk þar sem skoðaðar eru afleiðingar þess að skammtímasjónarmið ráði áfram ferðinni með ósjálfbærum hagvexti. gudsteinn@frettabladid.is Spá því að orkuþörf nái brátt hámarki Orkuframleiðendur telja að árið 2030 nái eftispurn eftir orku hámarki. Þá telja þeir að árið 2060 sjái sólar- og vindorka mannkyninu fyrir 20 til 39 prósentum af orkuþörfinni. Þetta er spá Alþjóðaorkumálaráðsins sem fundar í Istanbúl. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, meðal annarra leiðtoga á ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins í Tyrklandi í gær. NoRdicPhoTos/AFP Samfélag Andrúmsloftið á Strönd- um er öðruvísi þessa dagana enda hefjast tökur á tveimur atriðum á Hollywood-stórmyndinni Justice League í dag. Rúmlega 200 manna lið er komið til Djúpuvíkur þar sem tökur fara fram. Svartir Range Rover-ar og aðrir lúxusbílar keyra nú um vegina og þyrlur ferja fólk til og frá. Undirbúningur fyrir þessi tvö atriði hefur gengið vel sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins og eru Hollywood-starfsmenn sagðir ánægðir með samstarfið við íslenska kollega sína. Fjölskyldur sem sóttu í friðinn og einveruna vestur á fjörðum fengu lítinn frið um helgina. Hávaði frá þyrlum og aukin umferð lúxusbíla rufu þann frið. Þeir Íslendingar sem vinna að myndinni eru látnir skrifa undir þagnareið og mega því ekki tjá sig um framvindu mála. Kvikmyndastjörnurnar Jason Momoa og William Dafoe eru komnar norður en ekki er vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Bat- man, kemur til landsins en hann tók þátt í að leiklesa handrit Good Will Hunting um helgina í New York. Öryggisgæsla er töluverð á Djúpuvík en þó fékk kvikmynda- gerðarmaðurinn William Short, sem staddur er hér á landi til að gera litla heimildarmynd um lokabardaga Grettis Ásmundarsonar, að sitja í mat með þeim sem eru að taka upp myndina. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en maturinn er eldaður af Múlakaffi. Jason Momoa, sem leikur Aqua- man, birti myndir á Instagram- reikningi sínum af Djúpuvík og dásamaði þar haustfegurðina. Momoa er þekktastur fyrir hlut- verk sitt í Baywatch og Game of Thrones þar sem hann lék Khal Drogo. William Dafoe var gómaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir utan Kalda bar en Dafoe leikur vin Aquaman, sem kallaður er Nuidis Vulko. Dafoe er gamalreyndur leikari og var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Platoon árið 1986. Stefnt er að því að Justice League verði jólamyndin árið 2017, leik- stjóri er Zack Snyder. – bbh Ofurhetjurnar komnar Ben Affleck leikur Batman í kvikmynd- inni Justice League. Samfélag „Ég vona auðvitað að þarna sé alveg fullt af peningum en held að innistæðan sé nú bara nokkrar krónur,“ segir Berglind Íris Hansdóttir en nafn hennar kemur fyrir í gleymdum bankareikningum Danmerkur. Þarlend skattayfirvöld auglýstu nýverið eftir fólki sem hugsanlega ætti inni fé á sparnaðar- reikningum í dönskum bönkum. Reikningarnir hafa ekki verið hreyfðir í yfir tvö ár. Samkvæmt upplýsingum sem dönsk skattayfir- völd hafa fengið eru upphæðirnar inni á sumum reikningum veru- legar. Þannig er hæsta innistæðan hátt í hundrað milljónir íslenskra króna. „Ég hafði ekki hugmynd um þennan reikning og veit ekkert hvað þetta er mikið. Í raun veit ég ekkert meira en það sem stendur á vísi.is,“ segir Berglind. – bbh Vonandi fullt af peningum Berglind Íris hansdóttir handboltakona Það er alveg ljóst að við erum að upplifa miklar breytingar sem munu hafa í för með sér að heimur- inn verður allt annar en hann hefur verið fyrir orkuiðnaðinn. Ged Davis, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaorkumálaráðinu 1 1 . o k T ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d a g U r10 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -6 F E 4 1 A D F -6 E A 8 1 A D F -6 D 6 C 1 A D F -6 C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.