Fréttablaðið - 11.10.2016, Síða 19
MAX1 selur finnsku gæðadekk-
in frá Nokian sem eru sérhönnuð
fyrir notkun á norðlægum slóðum.
MAX1 leggur áherslu á að veita
viðskiptavinum ráðgjöf við val á
dekkjum því dekk eru flókin vara
og mismunandi hvað hentar hverj-
um og einum.
Ökutæki á lélegum dekkjum
líklegri til umferðaróhappa
„Vanmat ökumanna á ástandi
dekkja getur verið stórvarasamt.
Fólk kemur gjarnan með dekkin á
haustin til þess að skipta fyrir vet-
urinn og þá kemur í ljós að munst-
ur dekkjanna er komið undir slit-
mörk til þess að flokkast sem
gagnleg vetrardekk. Dekkin líta
ágætlega út en svo þegar mynstur-
dýptin er mæld kemur annað í ljós.
Öll dekk frá Nokian eru með merk-
ingu á miðju dekksins sem segir til
um slit þess. Þegar 4mm eru eftir
af mynstri dekksins hverfur snjó-
táknið sem þýðir að dekkið er ekki
lengur öruggt í snjó. Eftir því sem
mynstur verður minna minnkar
grip í bleytu og snjó. Til viðbótar
er mikilvægt að fólk fylgist með
dekkjaþrýstingnum og kanni hann
reglulega til þess að hámarka nýt-
ingu dekkja. Það er auk þess gott
að skipta dekkjunum á milli fram
og aftur til þess að jafna slit dekkj-
anna“, segir Sigurjón Árni Ólafs-
son, framkvæmdarstjóri MAX1.
MAX1 hraðþjónusta
MAX1 Bílavaktin er hraðþjón-
usta fyrir alla bíla. „Við seljum
og skiptum um dekk, við skiptum
um smurolíu, olíusíur, rafgeyma,
bremsur, dempara, rúðuþurrkur
og perur og leggjum áherslu á að
veita viðskiptavinum okkar fyrsta
flokks þjónustu. Við erum á fjór-
um stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu; Bíldshöfða 5a, Dalshrauni 5
í Hafnarfirði, Jafnaseli 6 í Breið-
holti og með smurstöð í Knarr-
arvogi 2 svo við erum með góða
dreifingu á stöðvum fyrir Stór-
Reykjavíkursvæðið,“ segir Sigur-
jón.
Mika Häkkinen og Nokian tyres
Fyrr á þessu ári var haldin sölu-
keppni NOKIAN APPROVED
DEALER á Íslandi þar sem sú stöð
sem skilaði mestri söluaukningu á
tilteknu tímabili vann. Það var til
mikils að vinna því tveir starfs-
menn sigurstöðvarinnar fengu í
verðlaun ökuferð með Mika Häkk-
inen. Það voru þeir Bjarni Jóhann-
es Mark Henrysson og Jón Þór
Einarsson sem fóru út til Brat-
islava fyrir hönd MAX1 nú nýlega.
Samstarf Mika Häkkinen
og Nokian Tyres
Nokian Tyres hafa samið við Mika
Häkkinen, tvöfaldan heimsmeist-
ara í Formúlu 1, um að vera tals-
maður Nokian dekkja næstu árin.
Häkkinen mun taka þátt í ýmsum
verkefnum svo sem verkefnum
tengdum öruggum akstri.
Þú getur treyst Nokian gæða-
dekkjunum
„Það er mikilvægt að halda áfram
að læra og þróa nýja hluti til þess
að halda áfram að vera á toppn-
um. Þetta á sérlega vel við Nok-
ian dekkjaframleiðandann þar
sem hugvit og þróunarvinna hefur
tryggt að þeir halda sífellt áfram
að vera fremstir á sínu sviði þegar
kemur að öryggi dekkja. Það er
mikilvægt fyrir mig að geta treyst
dekkjunum og eiginleikum þeirra í
krefjandi aðstæðum. Nokian dekk-
in eru sérframleidd fyrir norðlæg-
ar slóðir og ég veit að ég get treyst
þeim í hvaða aðstæðum sem er.
Nokian er hágæða framleiðandi
og ég hlakka mikið til samstarfs-
ins“, segir Mika Häkkinen.
Akstur í ýmsum aðstæðum
Jón og Bjarni fóru hvor tvo
hringi með Formúlu 1 heims-
meistaranum fyrrverandi og
gerði hann sér lítið fyrir og
steig bílinn í yfir 250 km hraða
á hröðustu köflunum. Á meðan
spjallaði hann hinn rólegasti
við farþegana og minnti þá á að
brosa í myndavélarnar sem stað-
settar voru umhverfis brautina.
Strákarnir voru sammála um að
Mika Häkkinen væri afskaplega
almennilegur og algjörlega niðri
á jörðinni þrátt fyrir allt sem
hann hefur afrekað.
Til viðbótar við ökuferðina
með heimsmeistaranum fóru
Jón og Bjarni í akstur í bleytu
þar sem farið var yfir mikilvægi
þess að vera á góðum dekkjum
og hvernig skuli bregðast við í
slíkum aðstæðum. Keyrt var á
Nokian sumardekkjum og var
hemlunarlengd og viðbrögð
dekkjanna könnuð á blautu mal-
bikinu.
Nokian dekkin eru sérframleidd fyrir norð-
lægar slóðir og ég veit að ég get treyst þeim í
hvaða aðstæðum sem er.
Mika Häkkinen
Vetrardekk
11. október 2016
KyNNiNgarblað MAX1 | N1 | Arctic Trucks| Vaka
MaX1 hefur nýlega endurnýjað vélabúnað til þess að tryggja áfram gæðaþjón-
ustu. Nýjar umfelgunar- og jafnvægisstillingarvélar af bestu gerð eru nú á öllum
stöðvum MaX1. Hér sést Jón Þór Einarsson að störfum.
MaX1 leggur áherslu á að veita viðskiptavinum ráðgjöf við val á dekkjum því dekk
eru flókin vara og mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Hluti ágóða af sölu
Nokian dekkja rennur til Krabbameinsfélagsins í október og nóvember.
Starfsmenn Max1 með Mika Häkkinen.
Nokian eru meðal bestu vetrar-
og nagladekkja ár eftir ár
Finnsku Nokian gæðadekkin fást í miklu úrvali hjá MAX1 Bílavaktinni. MAX1 rekur fjórar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nokian Tyres
hafa samið við Mika Häkkinen, tvöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, um að vera talsmaður Nokian dekkja næstu árin.
1
1
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
D
F
-9
2
7
4
1
A
D
F
-9
1
3
8
1
A
D
F
-8
F
F
C
1
A
D
F
-8
E
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K