Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 28

Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 28
Druslubílaferðir eru skemmtilegir viðburðir hjá hópi fólks sem inni- heldur að stærstum hluta starfs- menn Arctic Trucks, vini þeirra og kunningja. Um er að ræða árlegar jeppaferðir sem yfirleitt eru skipu- lagðar í byrjun mars en jepparn- ir sem fá að fljóta með eru mikið breyttir, gamlir og í sumum tilfell- um frekar lélegir að sögn þeirra Kristins Magnússonar og Baldurs Gunnarssonar, tveggja meðlima hópsins. „Það þykir betra að það sé líklegt að bílarnir verði með vesen en þeir verða að drífa vel. Mottóið er: „Þeir sem bila verða dregnir, þeir sem drífa ekki verða skildir eftir“. Þeir sem koma í þessa ferð eru oftast þeir sömu og smíðuðu bílana svo þeir eru vanir að gera við og að sjálfsögðu fá menn aðstoð ef þess þarf,“ segir Kristinn. Baldur nefnir dæmi um jeppa sem farið hafa með undanfarin ár. „Þar má nefna 1947 árgerð af blæju Willys með 400 hestafla V-áttu, gamla súkku á 38 tommu dekkj- um með V6 suzuki vél, Hilux sem búið var að setja ofan á grind og vélbúnað úr LC120 V6. Einnig hafa komið með stór Bronco á 44 tommu dekkjum með 460 big block, gam- all Chevy hertrukkur á 49 tommum og svo mikið smíðaðir nýrri Hilux- ar, Tacomur og Cruiserar.“ Ferðirn- ar eru miklar ævintýraferðir sem enginn veit hvernig þróast, utan þess að á laugardagskvöldinu er alltaf slegið upp veislu með grill- uðum lambalærum og heimagerðri bearnaise-sósu. Ýmis ævintýri Þeir félagar rifja upp síðustu ferð sem farin var í Veiðivötn í mars síðastliðnum. „Flestir lögðu af stað á föstudeginum, færið var gott og engin teljandi vandamál á leiðinni utan nokkurra smábilana sem var reddað fljótlega. Á laug- ardeginum var stefnan sett á Jök- ulheima en þar sem það er örstutt frá Veiðivötnum átti að fara bak- dyraleiðina. Við fórum að Tröll- inu og þar yfir Tungnaá. Það var smá bras á leiðinni þar sem einn bíllinn fór á hlið ofan í sprungu í Veiðivatnahrauninu. Bíllinn skemmdist lítillega og var dreg- inn upp. Annar lenti á grjóti og beygði felgu en hún var barin í horfið og haldið áfram. Okkur gekk nokkuð vel yfir Tungnaá og komumst yfir án teljandi vand- ræða.“ Þegar ein súkkan hætti að ganga gafst færi á að grilla há- degisborgara. En þegar komið var að Faxasundi byrjuðu vand- ræðin. „Þar var of mikið vatn og snjór svo það var ekki fært í gegn. Einhverjir festust og aðrir voru tæpir á að velta en það fór allt vel að lokum. Við reyndum nokkur önnur gil, en hugmyndin var að komast upp á Breiðbak og þaðan í Jökulheima. Þegar leið á daginn varð ljóst að það myndi ekki haf- ast. Þá var snúið við og hefðbund- in leið farin í Jökulheima. Þar gátum við keyrt greitt og þetta endaði í góðum kappakstri.“ Í Jökulheimum voru grilluð nokkur læri og hrært í tíu lítra af bearna- ise-sósu þar sem notuð var sérút- búin borvél með góðum árangri. Færið þyngist Daginn eftir fór stór hluti hópsins norður í Heljargjá í frekari æv- intýri. „Það gekk ekkert sérstak- lega vel, enda færið þungt og lítið skyggni. Þar gaf sig öxull í gam- alli Wagoneer hásingu í Wrangler en honum líkaði sennilega ekki aflið frá sex lítra 8 gata mótorn- um. En eigandinn er séður og var búinn að kaupa nýja öxla og hafði þá með. Þá gafst líka þetta fína tækifæri til að grilla á meðan á viðgerðum stóð. Á leiðinni gaf framdrif í súkku einnig upp önd- ina en henni var að sjálfsögðu hjálpað niður. Gírkassi í Willys fékk líka nóg og hætti að vilja fara aftur á bak en þá var bara farið hraðar áfram. Við komumst niður um kvöld- matarleytið og héldum þaðan heim eftir góða helgi með tiltölulega lítið af bilunum og ónotaða suðu- pinna sem er ekki mjög algengt í þessum ferðum.“ Þetta er skemmtilegur hópur að þeirra sögn, fjölbreytt bíla- flóra og mórallinn er góður. „Það er gaman að sjá alla jeppana koma saman og fara sömu leið. Við erum strax búin að ákveða næstu dag- setningu og matseðilinn en að öðru leyti er ekki búið að plana mikið. Aðal atriðið er að bóka skála og ákveða nokkurn veginn hvaða leið við ætlum að fara.“ Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ís brotnaði undan 54 tommu Ram. Farið yfir stöðu mála í einni pásunni. Tíu lítrar af bearnaise-sósu matreiddir í Jökulheimum með sérútbúinni borvél. Betra að bílarnir séu með vesen Hópur starfsmanna hjá Arctic Trucks fer árlega í druslubílaferð. Jepparnir í ferðinni eru mikið breyttir, gamlir og í sumum tilfellum frekar lélegir. Sjaldan er vitað hvernig ferðin þróast hverju sinni en alltaf er slegið upp grillveislu á laugardeginum með heimalagaðri bearnaise-sósu. EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 DICK CEPEK dekkin eru amerísk gæðavara og þekkt fyrir frábæra endingu, auk þess að vera afar hljóðlát. DICK CEPEK dekkin fást í þremur mismunandi útfærslum og í stærðum frá 29 til 44 tommu, og passa því undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. NOKIAN er einn virtasti framleiðandi í heimi á vetrardekkjum. Arctic Trucks hefur átt gott samstarf við Nokian sem skilað hefur frábærum árangri enda koma hér saman tveir sérfræðingar í vetrarakstri. AT315 35 tommu dekkið er afrakstur þessa samstarfs og í byrjun árs er væntanlegt á markað nýtt 44 tommu dekk sem sérstaklega er hannað til aksturs við afar erfiðar aðstæður að vetri til . veTRARdekk kynningarblað 11. október 201610 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D F -7 E B 4 1 A D F -7 D 7 8 1 A D F -7 C 3 C 1 A D F -7 B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.