Fréttablaðið - 17.06.2016, Síða 4
www.apotekarinn.is
- lægra verð
KAREN HAUKSDÓTTIR: „Raspberry og Trim-It hafa gert kraftaverk fyrir mig.
Ég hef misst 19 kíló, borða minna og hollara og sleppi sælgæti algjörlega.“
Raspberry
dregur úr
sykurlöngun
og snarlþörf
minnkar.
Fitubrennsla
eykst.
Trim-It
örvar
meltinguna
og hjálpar
til við
hreinsun
líkamans.
umhverfismál Eigendur jarðar-
innar Halldórsstaða II í Laxárdal
hafa rift samkomulagi við SSB-orku
um lagningu jarðstrengs um land
þeirra. Ástæðan er sú að rask vegna
framkvæmdarinnar er mun meira
en landeigendur töldu að yrði, sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem þeir
fengu upphaflega.
Jarðstrengslögnin er vegna
áformaðrar Svartárvirkjunar í
Svartá í Bárðardal. Til stóð að leggja
um 46 kílómetra langan jarðstreng
frá stöðvarhúsi við Svartá, yfir
Fljóts- og Laxárdalsheiði niður
í Laxárdal. Gert var ráð fyrir að
strengurinn myndi koma niður
í Laxárdal á móts við Halldórs-
staði, liggja þaðan niður dalinn og
tengjast virki Landsnets við Laxár-
virkjun. Með ákvörðun landeig-
enda Halldórsstaða er hins vegar
ljóst að þessi áform eru úr sögunni.
Halldór Valdimarsson, annar eig-
enda jarðarinnar, segir að ákvörð-
un þeirra bræðra tengist ekki
Svartárvirkjun beint – þeir hafi sett
fyrirvara í samninginn að lágmarks
jarðrask yrði við framkvæmdina.
Hins vegar sé ljóst af gögnum sem
birt hafa verið síðan samningurinn
var gerður, að umfang verksins, og
tækjabúnaðurinn sem þarf til, sé
mun meiri en þær upplýsingar sem
lágu fyrir í upphafi gáfu til kynna.
„Þess vegna settum við fyrirvar-
ann – svo við gætum kynnt okkur
betur forsendurnar sem þeir gæfu
sér. Það er svo annað mál að ég vil
ekki sjá þessa virkjun. Ég er mót-
fallinn því að hrófla við þessari
miklu hálendisperlu sem við eigum
Íslendingar – sem okkur ber skylda
til að varðveita. Enginn jarðstreng-
ur fer um okkar land,“ segir hann.
Halldór segir að jarðstrengurinn
hefði legið í gegnum land þeirra
bræðra á nokkur hundruð metra
kafla, og ljóst að ný lagnaleið þarf
að koma til í framhaldinu.
Hann veit ekki hug annarra land-
eigenda í Laxárdal, en gerir ráð fyrir
að ræða við aðra til að skoða málið.
„Ég veit ekki hvort aðrir settu
fyrirvara eins og við gerðum. En
ég er feginn að við gerðum það.
En mér fannst ekkert vit í öðru,
enda vorum við ekki nægilega vel
upplýstir um hvað þarna stóð til
þegar sóst var eftir því að við sam-
þykktum þessa lagnaleið. Nú veit
ég hvers konar vitleysa þetta er og
er feginn því að geta rift þessum
samningi,“ segir Halldór.
Frá því að áform SSB-orku voru
gerð kunn hafa risið upp hávær
mótmæli náttúruverndarsinna,
og ekki síst veiðimanna sem eru
elskir að Svartá. Fyrir skemmstu
var stofnað félag um vernd Svartár
– Verndarfélag Svartár og Suðurár
– sem hefur það markmið eitt „að
standa vörð um náttúru og lífríki
Svartár og Suðurár í Bárðardal og
koma í veg fyrir að þessari náttúru-
perlu í jaðri hálendisins verði spillt
með orkuframkvæmdum“, eins og
segir samþykkt félagsins.
svavar@frettabladid.is
Enginn jarðstrengur fer um okkar land
Landeigendur Halldórsstaða í Laxárdal riftu samningi við SSB-orku um jarðstreng vegna Svartárvirkjunar þegar þeim varð umfang
framkvæmdarinnar ljóst. Leggja átti 46 kílómetra langan jarðstreng frá Svartá yfir Fljóts- og Laxárdalsheiði niður í Laxárdal.
Svartá streymir milli hólma í landi Svartárkots. Frá því greint var frá áformum um virkjun hafa risið upp mótmæli náttúruverndarsinna og veiðimanna. Mynd/JAÞ, SK, BS
Átti að liggja í landi 16 jarða
l SSB Orka áformar að reisa virkjun í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit.
Uppsett rafafl virkjunar verður 9,8 MW.
l Leggja á jarðstreng um 46 kílómetra leið frá stöðvarhúsi, yfir Mývatns-
og Laxárdalsheiði að tengivirki Landsnets í Laxárdal.
l Mannvirki virkjunarinnar verða í landi fjögurra jarða við neðri hluta
Svartár í Þingeyjarsveit en jarðstrengurinn mun liggja í landi um 16 jarða
sem bæði eru í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
l Helstu mannvirki virkjunar eru stöðvarhús, aðrennslispípa, jöfnunarþró
og stífla, auk frárennslisskurðar, inntakslóns og aðkomuvega.
Heimild: Verndarfélag Svartár og Suðurár
Veiðin í norðurá er rúmlega þreföld miðað við sama tíma í fyrra. FréttABlAðið/GVA
veiði Landssamband veiðifélaga
birti í gær fyrstu tölur sumarsins
úr laxveiðinni, og á þeim tíu árum
sem LV hefur safnað saman vikuleg-
um tölum úr þeim 25 ám sem fylgt
er eftir allt sumarið hafa aðrar eins
tölur vart, eða alls ekki, sést.
Blanda hafði gefið 302 laxa á mið-
vikudagskvöldið, sem er margfalt
meiri veiði sé miðað við svipaðan
tíma í fyrra en þá var búið að veiða
59 laxa. Veiði hefur einnig farið vel
af stað í Norðurá en á hádegi mið-
vikudags var búið að veiða 213 laxa.
Veiðin í Norðurá var 65 laxar á svip-
uðum tíma í fyrra. Veiðin í Þverá og
Kjarará byrjar jafnframt mjög vel
og er veiðin 162 laxar samanborið
við 62 laxa á svipuðum tíma í fyrra,
segir í frétt LV.
Veiði hófst í Miðfjarðará í gær og
gekk vel en 31 lax veiddist. Fnjóská
opnaði á þriðjudag og komu sex
laxar á opnunardag, sem er mjög
lofandi um framhaldið. Segir að
veiðimenn séu á einu máli um að
laxar koma mjög vel haldnir úr hafi
og beri með sér að nóg hafi verið að
bíta og brenna fyrir laxinn.
Á næstu dögum og vikum opna
fleiri ár og verður áhugavert að
fylgjast með. Það er fullsnemmt að
spá fyrir um þróun mála enda fjöl-
margt sem getur haft áhrif á veiði.
En vonandi gefur þessi veiði í upp-
hafi veiðitímabils góð fyrirheit um
það sem koma skal en bæði heimtur
úr hafi og ástand laxa gefa tilefni til
bjartsýni. – shá
Blanda yfir 300 laxa og frábært í Norðurá
efnahagsmál Gjaldeyrisútboð
Seðlabankans í gær er lykilskref í
afnámi fjármagnshafta að mati fjár-
málaráðherra. Það kemur í ljós síðar
í mánuðinum hversu góð þátttaka
var í útboðinu.
Ú t b o ð i ð e r þ a ð s í ð a s t a
fyrir losun fjármagnshafta.
Þetta er lokaútboð þar sem eigend-
ur aflandskrónueigna geta keypt
erlendan gjaldeyri áður en stjórn-
völd hefja losun fjármagnshafta á
innlenda aðila, svo sem lífeyrissjóði
og einstaklinga.
Niðurstöður útboðsins verða
gerðar opinberar í síðasta lagi þann
22. júní næstkomandi. Öll sam-
þykkt tilboð verða samþykkt á sama
verði. Aflandskrónueigendum gefst
þá kostur á að kaupa evrur fyrir
íslenskar krónur á genginu 195 til
210 krónur á hverja evru en gengi
evrunnar í dag er um 140 krónur.
Bjarni Benediktsson, fjármála
og efnahagsráðherra, segir að
hér sé um stórt skref að ræða
í afnámi fjármagnshafta.
„Útboðið sem slíkt er tíma-
mótaskref. Við höfum verið
með heildstæða afnáms-
áætlun í gangi sem snýr að
slitabúum. Núna ætlum við
að taka á aflandskrónunum
og svo snúum við okkur að
íslenska raunhagkerfinu. Við
erum sannfærð um að þetta
er það skref sem þurfti að taka til
að skapa skilyrði fyrir afnám hafta
fyrir Íslendinga,“ segir Bjarni. „Við
væntum þess að umtalsverðar upp-
hæðir komi til þátttöku í útboðinu
en það verður að hafa það í huga
að í heild eru aflandskrónurnar rétt
rúmlega 300 milljarðar króna.“ – srs
Vonast eftir góðri þátttöku í útboðinu
Útboðið sem slíkt er
tímamótaskref. Við
höfum verið með heildstæða
afnámsáætlun í gangi sem
snýr að slitabúum. Núna
ætlum við að taka á aflands
krónunum og svo snúum við
okkur að íslenska raunhag
kerfinu.
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 f Ö s T u D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-1
5
D
8
1
9
C
4
-1
4
9
C
1
9
C
4
-1
3
6
0
1
9
C
4
-1
2
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K