Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 12
Harpa
13:00 - 16:00
Fjöldinn
allur af
tónleikum
og öðrum
uppá
komum.
Hljómskálagarðurinn
13:00 - 17:00
Barna og fjölskyldudag
skrá á sviði, leiktæki
og fleira frá skátunum
í Reykjavík. Einnig
verða fjölbreytt dans
og tónlistaratriði á
tveimur sviðum.
13:30 - 17:00
Sirkus Íslands með götuleik
hús og sirkusskóla á vestur
bakka garðsins.
austurvöllur
11:10 Hátíðardagskrá á
vegum Alþingis og
forsætisráðuneytis
ins, kórsöngur,
ávarp fjallkon
unnar og fleira.
11:50 Skrúðganga
frá Austurvelli í
kirkjugarðinn við
Suðurgötu.
14:00 Kraftakeppni.
Hlemmur
13:00 Skrúð
ganga frá
Helmmi
niður
Laugaveg
og í Hljóm
skálagarðinn.
tjörnin
13:00 - 17:00 Ýmsar uppá
komur, pílukast, sólskoðun,
kraftakeppni og fleira.
iðnó og fríkirkjan
13:30 - 16:30
Listhóp
ar Hins
hússins
sýna
listir
sínar.
✿ Dagskrá 17. júní
Fr
ík
irk
ju
ve
gu
r
Læ
kja
rga
ta
Hverfisgata
Laugavegur
Sæbraut
ráðHúsið
13:30 Tónleikar.
16:00 Harmóníkuball.
Atvinnumál Guðmundur Jón Frið-
riksson sagði í viðtali við Frétta-
blaðið á þriðjudag að hann væri
útilokaður frá störfum við flugum-
ferðarstjórn því Isavia svaraði ekki
umsóknum hans. Honum var sagt
upp fyrir fimm árum eftir að hann
kvartaði undan einelti yfirmanns
síns. Héraðsdómur dæmdi upp-
sögnina ólöglega og Guðmundur
hefur ítrekað sótt um starf hjá fyrir-
tækinu síðan án árangurs.
Í bréfi Björns Óla Haukssonar,
forstjóra Isavia, sem hann sendi
til starfsmanna fyrirtækisins í gær
segir að einungis upplifun Guð-
mundar sé lýst í fjölmiðlum en jafn-
framt að fyrirtækið kjósi að tjá sig
ekki um málið. Að auki segir: „[Í]
þessu máli var búið að leita allra
leiða, meðal annars með aðkomu
utanaðkomandi sérfræðinga til að
ná farsælli niðurstöðu í málið. Við
teljum að óhjákvæmilegt hafi verið
að slíta ráðningarsambandinu.
Fyrir uppsögninni var ærin ástæða
að mati stjórnenda sem að því
komu og ég var sammála því mati.“
Yfirmaðurinn var vandinn
Guðmundur segir að Björn Óli hafi
aldrei veitt honum viðtal jafnvel
þótt hann hafi ítrekað sóst eftir
því. Jafnframt segir hann að sér-
fræðingurinn sem hafi verið kall-
aður til hafi átt að vinna með sam-
skiptavanda í deildinni sem kom til
vegna nýs yfirmanns.
„Það átti að vinna með vinnu-
móralinn almennt,“ segir Guð-
mundur. „Allir starfsmenn fóru á
sérfund og maður átti að láta allt
flakka í trúnaði. Sem ég gerði enda
hafði yfirmaðurinn reynt að fá mig
rekinn í tvö ár og samskiptin eftir
því. Það var skýrt að 90 prósent
starfsmanna töldu þennan yfir-
mann vera undirrót vandans.“
Guðmundur segir Björn Óla fara
með rangt mál enda þekki hann
alls ekki báðar hliðar málsins.
„Það talaði aldrei neinn við mig um
stöðu mála fyrir uppsögn né ræddi
leiðir til að leysa vandamál – mér
var reyndar aldrei tjáð að það væru
vandamál.“
Þarf að skapa sátt
Sigurjón Jónasson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra, segir
ljóst að að það þurfi að ríkja sátt um
starfsumhverfi flugumferðarstjóra.
Hann vill ekki tjá sig um starfs-
mannastefnu Isavia. „Nú er ég ekki
að fullyrða að það sé pottur brotinn
í starfsmannamálum Isavia, en ef
svo er hver væri þá rétti aðilinn til
að rannsaka það? Væri það forstjór-
inn sem er aðili að málinu og hefur
þar af leiðandi hagsmuna að gæta í
því?“ spyr hann.
Sigurjón bendir á manneklu í
flugumferðarstjórn á Íslandi og
þörf fyrir þjálfun. „Því væri eðlilegt
að skoða þetta mál nánar. Þarna er
um að ræða mann sem hefur mikla
reynslu af stjórn flugumferðar sem
og þjálfun flugumferðarstjóra og
starfskraftar hans myndu nýtast
vel í þau verkefni sem fram undan
eru.“
isavia ekki staðið undir ábyrgð
Á Íslandi er ekki lagaleg skylda
fyrirtækja að ráða starfsmenn
aftur jafnvel þótt uppsögn sé dæmd
ólögmæt. Slíkt er háð samkomu-
lagi. Elín Björg Jónsdóttir, formað-
ur BSRB, segir að máli Guðmundar
hefði mátt ljúka farsællega með því
að viðhafa rétt vinnubrögð innan
Isavia um leið og málið kom upp.
„Við höfum talið að fyrirtækið
eigi að endurskoða ákvörðun sína,
sérstaklega í ljósi þess að upp-
sögnin var dæmd ólögleg. Það
hvílir eðlilega mikil ábyrgð á fyrir-
tæki eins og Isavia, sem er að fullu
í ríkiseigu,“ segir Elín og bendir
á að Isavia sé eini vinnuveitandi
flugumferðarstjóra á Íslandi. „Það
er augljóst að stjórnendur Isavia
hafa ekki staðið undir sinni miklu
ábyrgð í þessu máli.“
erlabjorg@frettabladid.is
Saga ólögmætra uppsagna hjá Isavia
Forstjóri Isavia hefur sent bréf á starfsmenn þar sem hann segist hafa leitað sátta í máli flugumferðarstjóra sem segist útilokaður frá
störfum. Talaði aldrei við mig, segir flugumferðarstjórinn. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir mikla ábyrgð hvíla á Isavia.
mAnnlíf Fjölbreytt þjóðhátíðar-
dagskrá hefst klukkan tíu með sam-
hljómi kirkjuklukkna í Reykjavík. Að
honum loknum hefst guðsþjónusta í
Dómkirkjunni. Viðburðir verða víðs-
vegar um miðborgina og ættu bæði
ungir sem aldnir að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Hefðbundnir dagskrárliðir eru til
staðar, til að mynda ávarp forsætis-
ráðherra og ávarp fjallkonunnar.
Skrúðgöngur verða farnar frá Austur-
velli, Hlemmi og Hagatorgi. Forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
leggur blómsveig frá Íslendingum að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar og
Sóley Tómasdóttir, forseti borgar-
stjórnar, leggur blómsveig frá borgar-
búum að leiði hans og konu hans.
Aðalhátíðarsvæðið í ár er nágrenni
Tjarnarinnar, einnig verða fjöl-
skylduskemmtanir, tónleikar, götu-
leikhús, sirkus, fornbílasýning og
fleira í görðum og götum í grennd
við Reykjavíkurtjörn. Á stóra sviðinu
í Hljómskálagarði verða meðal ann-
ars atriði frá Latabæ, SalsaIceland og
Snorra Helgasyni.
Götulokanir í miðbænum á
þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga
verða minni en undanfarin ár og ein-
skorðast við nágrenni Austurvallar
fyrir hádegi en nágrenni Tjarnar-
innar síðdegis.
Það stefnir í ágætisveður á landinu
á morgun og verður hægur vindur
um allt land. Þá verða einhverjir
skúrir, þá sérstaklega norðanlands
en sunnan- og vestanlands verður
úrkomulítið þó að nokkrir dropar
gætu fallið.
„Ekki er að búast við úrhelli sem
flæmir fólk inn í hús eða eitthvað
slíkt og ætti veðrið ekki að vera til
trafala,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir,
veðurfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands. Hitinn á landinu verður níu
til fimmtán stig yfir daginn.
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn
hátíðlegur í flestum bæjarfélögum
landsins. Í Kópavogi hefst dagskráin
Húllumhæ um allan bæ í dag
Þjóðhátíðardagur Íslands er haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjölbreytt dagskrá er í höfuðborginni og verður aðalhátíðarsvæðið
í ár nágrenni Tjarnarinnar. Búist er við ágætisveðri og hitinn gæti farið í fimmtán stig. Líklega er þó ráðlegt að hafa regnhlíf í farteskinu.
með skrúðgöngu frá Menntaskól-
anum í Kópavogi klukkan 13:30 og
lýkur á Rútstúni þar sem við tekur
hátíðardagskrá. Þá verða stórtón-
leikar á túninu frá 19:30 til 22:00.
Hátíðardagskrár á Akureyri og Ísa-
firði hefjast klukkan 13:00 og á Egils-
stöðum klukkan 10:00.
Líkt og áður mun forseti Íslands
sæma nokkra Íslendinga Hinni
íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessa-
stöðum. thordis@frettabladid.is
Saga rigningar á 17. júní
Veðrið 17. júní er vinsælt umræðuefni
en svo virðist sem flestir minnist þess
að oftast rigni á þjóðhátíðardaginn.
Vísindavefur Háskóla Íslands hefur
svarað þeirri spurningu hversu oft
hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í
Reykjavík frá stofnun lýðveldisins
Íslands á Þingvöllum þann 17. júní
1944.
Samkvæmt mælingum á úrkomu
í Reykjavík á 17. júní frá árinu 1944
til ársins 2015 hefur rignt í um 85
prósentum tilvika. Mismikil rigning
hefur þó verið á þessum árum en
frægasta rigning Íslandssögunnar
var á stofnunardeginum sjálfum
árið 1944.
Heimild: Vísindavefurinn
Það var skýrt að 90
prósent starfs-
manna töldu þennan yfir-
mann vera
undirrót
vandans.
Guðmundur
Jón Friðriksson,
flugumferðarstjóri
Það er augljóst að
stjórnendur Isavia
hafa ekki staðið undir sinni
miklu ábyrgð í
þessu máli.
Elín Björg Jóns
dóttir, formaður
BSRB
Fleiri umdeildar
uppsagnir
Dómurinn í máli Guðmundar
um ólögmæta uppsögn er ekki
einsdæmi í stuttri sögu Isavia.
Skömmu áður dæmdi Hæsti
réttur Isavia til að greiða öðrum
starfsmanni miskabætur vegna
þess hvernig staðið var að upp
sögn. Einnig var Isavia dæmt í
Hæstarétti í desember árið 2011
til greiðslu bóta vegna ólöglegrar
uppsagnar félagsmanns SFR –
stéttarfélags í almannaþjónustu.
Ægir Gíslason sem starfaði
sem öryggisvörður í flughöfninni
hafði samband við Fréttablaðið
og sagðist hafa verið sagt upp
en voru greiddar bætur til að
hann færi ekki í dómsmál. Hann
var beðinn um að þegja um
bæturnar. „Ástæða uppsagnar var
líka látin heita samskiptaörðug
leikar en ég var orðinn 64 ára og
sagt upp þegar atvinnuástandið
var slæmt. Enda hef ég ekki unnið
síðan,“ segir Ægir. „Það er eitthvað
mikið að starfsmannastefnunni í
fyrirtækinu.“
Aðalhátíðarsvæðið í ár er
nágrenni Tjarnarinnar.
Einnig verða fjölskyldu-
skemmtanir, tónleikar,
götuleikhús, sirkus, fornbíla-
sýning og fleira í görðum og
götum í grennd við Reykja-
víkurtjörn.
Það er eitthvað
mikið að starfs-
mannastefnunni
í fyrirtækinu.
Ægir Gíslason,
fyrrverandi starfs
maður Isavia
Nú er ég ekki að full-
yrða að það sé
pottur brotinn í starfs-
mannamálum Isavia, en ef
svo er hver væri þá rétti
aðilinn til að
rannsaka það?
Sigurjón Jónasson,
formaður FÍF
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 f Ö S t u D A G u R12 f R é t t i R ∙ f R é t t A B l A ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-2
4
A
8
1
9
C
4
-2
3
6
C
1
9
C
4
-2
2
3
0
1
9
C
4
-2
0
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K