Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 22

Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 22
boði í bænum. Þetta er öðruvísi samvera, hún er sjaldnar en hún er meiri. Og svei mér þá ef hún verður ekki bara betri“. Fótboltinn gaF mikið Á árunum 2009 til 2013 bjó Greta í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún var í háskólanámi en hún fékk fullan styrk til námsins í gegnum fótboltann. „Óðinn bjó þar með mér síðustu tvö árin. Mér finnst það dýrmæt reynsla að hafa búið úti og kann betur að meta Ísland vegna þess. Mér finnst það svip- að með búsetuna úti á landi, til að geta tekið upplýstar ákvarðan- ir um hvar maður vill búa verður maður að prófa sem flest.“ Greta þurfti að hætta í fótboltan- um fyrr en hún hefði viljað en hún lenti í erfiðum meiðslum. „Ég sleit krossband og reif liðþófa þrisvar í framhaldinu, fór í fjórar aðgerðir á hné og var komin upp í fimm heila- hristinga þegar ég ákvað að hætta. Þá var ég búin að fá fyrirmæli frá sérfræðingi um að ég mætti ekki fá annað högg og þurfti að spyrja mig hvort þetta væri þess virði. Ég tók því ákvörðun um að hætta á þeim tímapunkti þar sem ég gat enn farið út að leika við börnin mín í framtíðinni, farið í fjallgöngur og jafnvel stundað einhverja líkams- rækt frekar en að klára mig alveg. Við urðum bikarmeistarar haustið sem ég hætti og ég var valin aftur í landsliðið þannig að ég var á góðum stað þegar ég hætti. Ég var óhepp- in en samt heppin því fótboltinn gaf mér svo ofsalega margt, vini fyrir lífstíð, ógleymanleg ferðalög um allan heim og kost á því að geta menntað mig.“ lét drauma rætast Það er þó líf eftir fótboltann því Greta hefur haft í nógu að snúast síðan hún hætti. „Þegar ég hætti spurðu margir hvort ég væri ólétt eða væri að reyna að verða það. Ég svaraði þá að það væri nú margt annað sem 26 ára gömul kona gæti gert annað en að verða ólétt. Og það var enn margt sem mig langaði að gera áður en það tæki við. Til dæmis að taka þátt í undankeppni Eurovision sem ég gerði fljótlega eftir að ég hætti í boltanum. Svo fórum við Óðinn í bakpokaferða- lag um Mið-Ameríku. Okkur hafði alltaf langað að gera það áður en við eignuðumst börn. Síðan eign- uðumst við barn og lífið hélt líka áfram eftir það. Það virðist vera algengur misskilningur að fólki finnist það þurfa að gera allt áður en það eignast barn, eins og lífið endi þá. Það er ekki alveg þannig, það breytist en endar ekki.“ Máli sínu til stuðnings segir Greta þau hjónaleysin vera komin í hljómsveit á Djúpavogi. „Þetta er svolítið þannig hér á Djúpavogi, tækifærin eru óteljandi. Við flutt- um og komum okkur inn í störfin okkar, svo var ég allt í einu komin með þrektíma fyrir fullorðna, Óðinn í slökkvilið og við saman í hljómsveit. Hér er svo margt hægt að gera, mörg tækifæri og mér finnst svo dýrmætt að geta gripið þau,“ segir Greta ánægð. tónlistin Fer ekkert Fyrir utan að vera komin í lands- byggðarhljómsveit segir Greta ekki mikið vera í gangi í tónlist- inni hjá henni þessa stundina. „Við í SamSam gáfum út plötu og héldum útgáfutónleika þegar ég var komin þrjátíu vikur á leið. Það var svolítill hápunktur að ná plötunni og jafnvel fallegur endir, fjórir meðlimir hljómsveitarinn- ar eignuðust til dæmis börn síð- asta árið og nóg að gera í öðrum verkefnum. En tónlistin hættir ekkert, ég hef haldið mér við þó ég hafi ekki gefið neitt út síðan ég kom hing- að á Djúpavog. Þetta er svolítið breytt núna, ég er meira í því að syngja vögguvísur á kvöldin. Svo syng ég í einstaka brúðkaupum, mér finnst það með því skemmti- legra því þar er svo mikil gleði.“ óákveðin Framtíð Greta segir aðspurð um framtíð- ina að hún sé ekki mikið plönuð. „Við tókum ákvörðun um að flytja hingað og gefa okkur allavega ár. Að sama skapi hefðum við ekki tekið svona stóra ákvörðun og flutt svona langt nema til þess að vera hér í svolítinn tíma. Það er í raun bara ekkert plan hjá okkur. Við erum almennt ekki á neinni hraðferð í lífinu. Núna er ég bara hér og líður vel og hér vil ég vera áfram á meðan mér líður þann- ig,“ segir hún og brosir sínu bjarta brosi. liljabjork@365.is Þó ekki sé mikið að gerast í tónlistinni núna eru Greta og Óðinn, kærastinn hennar, komin í hljómsveit á Djúpavogi. MYND/ANTON BJARNI ALFREÐSSON Óðinn og Greta fluttu ásamt dóttur sinni Regínu á Djúpavog síðastliðið haust. Þar líður þeim vel og bæjarbúar hafa boðið þau velkomin. Greta þurfti að hætta í fótbolta vegna meiðsla en Breiðablik varð bikarmeistari haustið sem hún hætti og Greta var valin aftur í landsliðið þannig að hún var á góðum stað þegar hún þurfti að kveðja boltann. Stolt við útskriftina úr háskóla með foreldrum sínum, Ástu B. Gunnlaugsdóttur og Samúel Erni Erlingssyni. Gretu, er sextán mánaða og segir Greta aðspurð um móðurhlut- verkið að klisjan um það sé sönn. „Þetta er bæði það besta og erf- iðasta sem ég hef gert. Þetta er dásamlegt og ég hefði aldrei getað trúað því að maður gæti verið með einstakling svona hrikalega mikið á heilanum. Ég er alveg orðin mamman sem stoppar samtalið og segir: Sjáðu hvað hún er fyndin, hún er með tunguna úti! Og sendir öllum það svo á Snapchat,“ segir hún og hlær dátt. Greta bætti ekki aðeins við sig móðurtitlinum í fyrra heldur skreytti hún sig líka með móð- ursysturtitlinum þegar systir hennar, Hólmfríður, eignaðist sitt fyrsta barn í lok desember. „Já, við náðum að verða mömm- ur á sama árinu og mamma og pabbi urðu tvöföld amma og afi á einu ári. Það hefði verið gott að vera nær í lok meðgöngu systur minnar og fyrstu mánuði dóttur hennar. Mér finnst það kannski það erfiðasta við að vera svona langt í burtu að mér finnst ég stund- um missa af hinu og þessu í fjöl- skyldunni. Þá minni ég mig á að þegar ég bjó í Boston þá missti ég af matarboðum, afmælum og fleiru en á sama tíma fékk maður betri stundir og meiri tíma þegar fjölskyldan kom í heimsókn eða ég heimsótti. Við fáum fjölskyld- ur og vini til okkar hingað á Djúpavog, allir gista, eru saman, borða morgunmat, hádegismat og kvöldmat saman í stað þess að hittast í klukkutíma matar- Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.isÍ samstafi við kínverskan íþrótta háskóla Komdu í Kung Fu og kínversku Þú finnur okkur á Facebook Sumar- námskeið fyrir börn og unglinga 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 4 -4 7 3 8 1 9 C 4 -4 5 F C 1 9 C 4 -4 4 C 0 1 9 C 4 -4 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.