Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Megintilgangur með stjórnarskrá er að mæla fyrir um skipulag og verksvið æðstu stofnana ríkisins og marka valdi þeirra ramma eða umgjörð en hún er líka brjóstvörn borgarans gegn átroðningi ríkisvaldsins eða annarra borgara því hún geymir ákveðin grundvallarréttindi. Réttarheimspekingar á Vesturlöndum hafa dregið fram stöðugleika og varðveislu stöðugleika í stjórnkerfinu meðal mikilvægustu eiginleikanna sem stjórnarskrá þarf að búa yfir í réttarríki. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Í sjötíu og tvö ár hefur hún þannig veðrast og verið skýrð og túlkuð með mikilvægum dómafordæmum Hæstaréttar Íslands. Þannig hefur þessi æðsti dómstóll þjóðarinnar og eiginlegur stjórnlagadómstóll landsins fyllt og skýrt æðstu réttarheimildina með túlkunum þegar upp hefur komið ágreiningur um grundvallarréttindi. Stjórnarskráin hefur þannig öðlast rótfestu með fyllingu tímans. Rótfesta af þessu tagi er mjög mikilvægur eiginleiki sem stjórnarskrár í réttarríkjum þurfa að búa yfir. Dómstólar gegna mikilvægu hlutverki við að ákvarða inntak stjórnarskrárákvæða líkt og að framan greinir. Þannig er mikið af réttindum í stjórnarskránni sem koma ekki beinlínis fram í texta hennar. Eitt skýrasta og nær- tækasta dæmið um þetta er frægur dómur Hæstaréttar, Öryrkjadómur hinn fyrri. Í þeim dómi beitti Hæstiréttur svokallaðri samræmisskýringu á jafnræðisreglu stjórnar- skrár og ákvæði hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúklinga og komst að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka gengju í berhögg við þessi ákvæði þegar þau væru skýrð saman. Þannig var stjórnarskráin útvörður hagsmuna- gæslu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu þegar löggjafinn ætlaði að meiða þennan tiltekna þjóðfélagshóp með skerðingu bóta. Gildandi stjórnarskrá er ekki fullkomið skjal. Við þurfum að endurskoða kaflann um forsetann og setja ákvæði um auðlindir, framsal valds til alþjóðlegra stofnana og þröskuld atkvæðisbærra manna til að krefjast þjóðar atkvæðagreiðslu um tiltekin lög samþykkt á Alþingi. Af ástæðum sem ekki verða raktar til tímaskorts heldur miklu fremur til aðgerða- og afstöðuleysis fyrr- verandi forsætisráðherra tókst Alþingi ekki að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni á síðastliðnu kjörtímabili. Það er afar mikilvægt að nýtt þing ljúki þeirri vinnu á sömu forsendum og lagt var upp með. Ef stefna Pírata og vinstriflokkanna sem vilja kollvarpa stjórnarskránni verður ofan á og gildandi stjórnar- skrá verður eyðilögð þá er hætt við því að margra ára flækjustig fyrir íslenskum dómstólum taki við. Í þessum dómsmálum verða átök um túlkun og fara þarf í flóknar samanburðar- og samræmisskýringar á textum gildandi stjórnarskrár og þeirrar nýju. Mikilvæg dómafordæmi Hæstaréttar Íslands munu útvatnast og við þurfum að byrja á hálfgerðum núllpunkti. Við verðum að afstýra því stórslysi sem er í vændum með því að standa vörð um æðstu réttarheimild íslensks réttar en ljúka þeim leið- angri sem er hafinn. Að uppfæra hana með breytingum sem almenn sátt er um í íslensku samfélagi. Eyðilegging Ef stefna Pír­ ata og vinstri­ flokkanna sem vilja kollvarpa stjórnar­ skránni verður ofan á og gildandi stjórnarskrá verður eyði­ lögð þá er hætt við því að margra ára flækju­ stig fyrir íslenskum dómstólum taki við. Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við kom-andi þingkosningar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnu- greinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjald- eyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrir- tækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórn- málamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fisk- veiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiði- leyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokka- lega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítal- ískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð mála- miðlun sé viljinn fyrir hendi. Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson málmenntafræð- ingur og kennari Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiði­ leyfagjöld­ unum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki.H E I L S U R Ú MAR G H !!! 2 51 01 6 DAGAR REKKJUNNAR 20–40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM AMERÍSKUM HEILSURÚMUM FRÁ KING KOIL. KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÚRVALIÐ. Hugulsemin Fjölmargir skelltu sér á kröfufund bæði á Austurvelli og á Ráðhús- torgi til þess að krefjast bættra kjara. Logi Einarsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, var þó ekki einn þeirra. Hann mætti á dvalarheimilið Hlíð og leysti starfskonur þar af á meðan þær skelltu sér á fundinn. Birti síðan mynd af sér á Facebook, svo örugglega yrði eftir þessu tekið. Þetta virðist auðvitað vera hugul- samt af Loga. En svo má velta fyrir sér hvort hann endurtaki ekki örugglega leikinn næst þegar kröfufundur verður haldinn í til- efni af 24. október. Eða hvort viss kosningaskjálfti hafi rekið hann til verksins í þetta eina skipti. Unnið til vinstri Þeir flokkar sem hafa verið á hvað mestri siglingu í skoðanakönn- unum upp á síðkastið eru Vinstri græn og Björt framtíð. Fylgisaukn- ingu VG má líklegast skýra með þeim trúverðugleika sem formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, skilar þeim. Fylgis aukning Bjartrar framtíðar er hins vegar til komin vegna þeirrar sérstöðu sem flokk- urinn skapaði sér með afstöðu til búvörusamninga. Flokkurinn væri ekki bara einn þeirra sem spretta upp af vinstri rótum. Forvitnilegt verður að sjá hvaða áhrif það hefur á fylgis þróun nú á lokasprettinum, þegar flokkurinn er byrjaður að leggja drög að samstarfi við vinstri öflin eftir kosningar. jonhakon@frettabladid.is 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -D 4 4 C 1 B 0 C -D 3 1 0 1 B 0 C -D 1 D 4 1 B 0 C -D 0 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.