Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 16
Snorri Steinn í tölum 1 Snorri Steinn er markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi en hann skoraði 317 mörkum meira en Geir Hallsteinsson og 359 mörkum meira en Sigurður Gunnarsson. 848Snorri Steinn er fimmti markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefáns- syni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. 14 Snorri Steinn tók þátt í fjórtán stórmótum með íslenska landsliðinu allt frá HM í Portúgal 2003 til EM í Póllandi 2016. 319 Snorri Steinn skoraði 3,8 mörk að meðaltali í leik í 85 leikjum sínum á stórmótum með íslenska landsliðinu. Hann var með 4,3 mörk í leik á sex Evrópumótum, 3,5 mörk í leik í fimm heimsmeistara- keppnum og 3,2 mörk í leik á þrennum Ólympíu- leikum. 48 Snorri Steinn skoraði flest mörk íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008 eða 48 mörk í 8 leikjum. Íslenska liðið vann silfur á leikunum og Snorri var kosinn í lið mótsins en aðeins Spánverjinn Juanín García skoraði fleiri mörk á ÓL 2008. Í dag 18.40 Liverpool - Tottenh. Sport 2 Bikarkeppni karla í handbolta: 19.30 Þróttur - Afture. Laugardalsh. 19.30 Valur 2 - Stjarnan TM-höllin björgvin páll í hauka landsliðsmarkvörðurinn björgvin páll gústavsson greindi óvænt frá því í gærmorgun að hann hafi ákveðið að snúa aftur til íslands í sumar og leika með haukum. gerði hann tveggja ára samning við félagið sem tekur gildi fyrir næsta tímabil. geir Sveinsson, landsliðsþjálfari íslands, gladdist fyrir hönd björg- vins páls í samtali við Fréttablaðið. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir hauka, hann sjálfan og íslenskan handbolta. Mestu máli skiptir að hann er afar sáttur við þetta,“ sagði geir sem segir að það dragi ekki úr líkum björgvins páls á lands- liðssæti að spila á íslandi fremur en í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. „alls ekki. Það skiptir engu máli,“ sagði geir einfaldlega. vignir og róbErt Ekki valdir í landSliðið línumennirnir vignir Svavarsson og róbert gunnarsson voru ekki valdir í íslenska landsliðið sem mætir tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 í byrjun næsta mánaðar. geir Sveinsson landsliðsþjálfari ákvað frekar að velja kára kristján kristjánsson og arnar Frey arnarsson en sá síðar- nefndi hefur verið að spila vel með kristianstad í Svíþjóð. geir sagði vignir og róbert koma áfram til greina í íslenska landsliðið en að hann hefði viljað gefa arnari Frey tæki- færið nú. „Ég hringdi í þá og greindi frá þess- ari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um fram- tíðina sem lægi fyrir.“ sagði geir. Íslenski landsliðshópurinn Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson Bergischer Grétar Ari Guðjónsson Selfoss Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson Kristianstad Arnór Atlason Aalborg Arnór Þór Gunnarsson Bergischer Aron Pálmarsson Veszprém Ásgeir Örn Hallgrímsson Nimes Bjarki Már Elísson Fuchse Berlin Bjarki Már Gunnarsson EHV Aue Geir Guðmundsson Cesson Rennes Guðjón Valur Sigurðsson RN Löwen Guðmundur H. Helgason Cesson R. Gunnar St. Jónsson Kristianstad Janus Daði Smárason Haukar Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ólafur Guðmundsson Kristianstad Ómar Ingi Magnússon Aarhus Rúnar Kárason Hannover-Burgdorf Stefán Rafn Sigurmannsson Aalborg Theodór Sigurbjörnsson ÍBV 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð hAnDboLtI „Þegar maður hefur verið í þessu svona lengi, þá er þetta ekki bara fluga sem maður fær í höfuðið og slær til. Þetta er búið að gerjast í mér í þó nokkurn tíma,“ segir Snorri Steinn guð- jónsson, en hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Snorri er annar silfurdrengjanna frá peking sem leggur landsliðs- skóna á hilluna á skömmum tíma en alexander petersson tók einnig ákvörðun um að hætta með lands- liðinu á dögunum. Snorri spilaði sinn fyrsta lands- leik gegn noregi þann 2. nóvem- ber árið 2001. landsliðsferill hans spannar því nærri 15 ár og eina 257 landsleiki. á ferlinum fór Snorri á 14 stórmót með landsliðinu og vann til tvennra verðlauna; á ól árið 2008 og á EM í austurríki árið 2010. „auðvitað var þetta gríðarlega erfið ákvörðun og líklega með erf- iðari ákvörðunum sem ég hef tekið sem handboltamaður. Það er engin ein ástæða fyrir því að ég hætti núna. Það er hitt og þetta. Ein- hvern tímann kemur tími á þetta hjá öllum og mér fannst þetta vera fínn tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. tilfinningin og hjartað sagði mér að gera þetta og það er oft gott að fylgja því,“ segir Snorri Steinn og getur ekki neitað því að verða svolítið meyr er hann hugsar til þess að eiga aldrei aftur eftir að spila fyrir landsliðið. „Það er óhætt að segja það og ég er ekkert feiminn við það. Það er að ljúka risakafla hjá mér og það er ekkert leyndarmál að landsliðið hefur gefið mér mínar skemmtileg- ustu og erfiðustu stundir ferilsins. áður fyrr þoldi maður ekki ein- hverja hluti í landsliðinu en þegar þetta er búið þá þykir manni vænt um allan tímann í heild sinni. Mér þykir alveg jafn vænt um verstu stundirnar og þær bestu. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda og ég Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. Hann spilaði 257 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Takk og bless. Snorri Steinn yfirgefur nú landsliðið eftir afar gifturíkan landsliðsferil sem spannaði heil fimmtán ár. fréTTABLAðið/eVA held að það sé óeðlilegt að sakna þeirra ekki. Ég vona að ég eigi eftir að sakna þeirra. að ég hafi ekki eytt fimmtán árum í eitthvað sem ég mun ekki sakna.“ Snorri viðurkennir að tilhugs- unin um að horfa á landsliðið á næstunni og geta ekkert gert uppi í sófa heima hjá sér sé óneitanlega sérstök. „Það verður erfitt. Ég held að það sé enginn tímapunktur auð- veldur til að hætta. Ég held að fyrstu leikirnir og stórmótin sem ég missi af verði skrítinn tími. Ég á örugg- lega eftir að horfa á þetta meira sem leikmaður og það eru örugglega einhver mót í að ég fari að horfa á landsliðið sem handboltaunnandi í sófanum með bjór,“ segir Snorri Steinn léttur, en hvað stendur upp úr á landsliðs- ferlinum? „Það eru auðvitað þessir tveir verðlaunapeningar sem munu standa upp úr. Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr og fer að þykja vænt um alls konar hluti. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með robba hafi verið gulls ígildi,“ segir Snorri Steinn kíminn en þar á hann við línu- manninn róbert gunnarsson sem hefur verið herbergisfélagi hans í landsliðinu um árabil. leikstjórnandinn magnaði er orðinn 35 ára gamall og mun ekki leggja handboltaskóna á hilluna alveg strax. hann er  leikmaður hjá  nimes í Frakklandi þar sem hann hefur spilað ótrúlega vel. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum við félagið og við fjölskyldan erum farin að horfa heim. Þetta er búinn að vera langur tími ytra og verða 15 ár ef ég klára samninginn hérna,“ segir Snorri Steinn sem hefur þegar tekið ákvörðun um framhaldið er hann kemur heim. „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla mér út í þjálfun. Mér finnst það spennandi tilhugs- un. Svo verður að koma í ljós hvað verður úr því. kannski verð ég ömurlegur þjálfari. Ef ég spila einhvern leik eftir að ég kem heim þá verður það með val. Ef ég þjálfa eitthvert annað lið þá mun ég ekki spila fyrir það. bara þjálfa það. Ég þori alveg að segja það og stend vonandi við það. Þetta eru bara vangaveltur sem ég er samt ekki að spá mikið í núna. Það var nógu erfitt að hætta með landsliðinu.“ henry@frettabladid.is Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með Robba hafi verið gulls ígildi. Snorri Steinn Guðjónsson spoRt 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -F B C C 1 B 0 C -F A 9 0 1 B 0 C -F 9 5 4 1 B 0 C -F 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.