Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 10
Suðurkjördæmi í hnotskurn 201 6 Ellefu framboð bjóða fram lista í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2016. Hér fyrir neðan má sjá efstu menn á hverjum lista. Fjöldi á kjörskrá í kosningunum 2013 33.619 Stærð kjördæmis 31.802 km2 Sveitarfélög í kjördæminu Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hruna- mannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar. 2 formenn stjórnmálaflokka á Alþingi bjóða fram í Suðurkjördæmi, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir. Fjöldi á kjörskrá 35.458 Karlar 18.223 Konur 17.235 4,5% Úrslit síðustu kosninga 5,9% 10,2% Aðrir 11,9% 28,3% 34,5% 4,7% Þingmenn Þingmenn sem hætta Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Haraldur Einarsson þingmaður Fram- sóknarflokksins Páll Jóhann Pálsson þingmaður Fram- sóknarflokksins Guðmundur Karl Þorleifsson Íslensku þjóð- fylkingunni Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki Ari Trausti Guðmundsson Vinstri grænum Sturla Hólm Jónsson Dögun Smári McCarthy Pírötum Páll Valur Björnsson Bjartri framtíð Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni Halldór Gunnarsson Flokki fólksins Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki Suðurkjördæmi nær frá sveitar-félaginu Hornafirði til sveitar-félagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknar- flokkurinn vann þar stórsigur í síð- ustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Sam- fylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferða- þjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga. Sólheimar í Grímsnesi er klár- lega ein af perlum Suðurlands. Guð- mundur Ármann Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuð- borgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrir- munað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr. Hann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suður- landið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnes- sýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í upp- sveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, frá- veitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferða- mennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfis- mála,“ segir Olga Lísa. Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands segir samgöngumál eitt mesta hagsmunamál Sunnlendinga. Veg- irnir illa unnir og mjög þreyttir. Framkvæmdastjóri Sólheima segir velferðarmál og samgöngumál brenna helst á sér. Segir skrítið að unnt hafi verið að reka öfluga heilsugæslu um land allt áður fyrr en ekki núna. Hvað segja kjósendur? HvER ERu bRýnuSTu koSninGAmÁlin? Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. FRéTTAblAðið/PJETuR Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Kosningar 2016 Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuð- borgarsvæðið Guðmundur Ár- mann Pétursson Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn Guðmundur Sighvatsson Alþýðufylkingunni Ég óska þess að útkoma kosning- anna verði til þess að íbúar Reykjanessins fái notið jafnræðis gagnvart stjórn- völdum varðandi úthlutun styrkja og fjárveitinga í ýmis brýn verkefni. Sigurbjörn Jónsson, bílstjóri Reykjanesbæ Búandi í Vest- mannaeyjum finnst mér brýnast að koma samgöngum milli lands og Eyja og heilbrigðismálum á hreint. Salóme Ýr Rúnarsdóttir, starfsmaður í Efna- lauginni Straumi - þvottahúsi Að mínu mati skiptir mestu máli að efla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, bæta samgöngur og stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnu- tækifæra í kjördæminu. Ingólfur Örn Jónsson, rafvirki í Grímsnes- og Grafningshreppi 2 5 . o K t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -D 9 3 C 1 B 0 C -D 8 0 0 1 B 0 C -D 6 C 4 1 B 0 C -D 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.