Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 2
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Veður Gengur í austan hvassviðri, fyrst suð­ vestan lands með rigningu og hlýnar í veðri. Snýst í ákveðna sunnanátt síð­ degis með skúrum og léttir til norð­ austanlands um kvöldið. sjá síðu 20 siglufjörður Skemmdir hafa verið unnar fimm sinnum í sumar og haust á nýjum golfvelli á Siglufirði. Ökutækjum hefur ítrekað verið ekið yfir nýsáð svæði sem hafa við það stórskemmst. Egill Rögnvalds- son, vallarstjóri á golfvellinum, segir mælinn fullan. „Við höfum reynt að hafa hendur í hári þessara skemmdarvarga. Við vitum ekki nægilega mikið um öll þessi skipti en við höfum séð til ein- staklings í einu tilfelli,“ segir Egill. „Vegna þessa hefur kæra verið lögð inn á borð lögreglunnar. Við erum að byggja upp fyrir á annað hundrað milljóna króna og því leiðinlegt að alltaf sé verið að skemma.“ Mikil uppbygging tengd ferða- þjónustu hefur átt sér stað á Siglu- firði síðustu ár og er uppbygging golfvallar og skíðasvæðis í firðinum einn liður í þeirri uppbyggingu. – sa Golfvöllur skemmdur ítrekað Snjór í Esjunni Esjan er komin með hvíta hettu þótt enn bóli ekkert á snjókomu hjá því fólki sem virti fjallið fyrir sér við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar í Reykja- vík í gær. Engin snjókoma er í kortunum fyrir höfuðborgarbúa en Veðurstofa spáir snjókomu meðal annars við Skagafjörð, Eyjafjörð, Húsavík og á Austfjörðum á næstu dögum. Fréttablaðið/GVa stjórnmál Fulltrúar stjórnar- andstöðuflokkanna í Þingvalla- nefnd  eru undrandi á orðum Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- ráðherra og formanns nefndarinnar, um að endanleg ákvörðun um nýtingu forkaupsréttar Þingvalla- nefndar á eign á Valhallarstíg nyrðri 7 við Þingvallavatn verði tekin í dag. Ríkisútvarpið hafði ummælin eftir Sigrúnu á sunnudag. Á lóðinni er grunnur að 159 fer- metra sumarhúsi í eigu Boga Páls- sonar sem kenndur er við Toyota. Þar áður hafa meðal annars athafna- konan Sonja Zorilla og forsetinn fyrrverandi, Vigdís Finnbogadóttir, átt Valhallarstíg nyrðri 7. Eignin er metin á um 85 milljónir króna. „Ég hafði fengið þau skilaboð frá formanni og varaformanni nefnd- arinnar að það væri búið að taka þessa ákvörðun. Í gær [á sunnudag] sagði hún að hún ætlaði hins vegar ekki að tjá sig um þetta mál fyrr en endanleg afgreiðsla þess lægi fyrir sem væri á fundi nefndarinnar á morgun [í dag],“ segir Róbert Mars- hall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í nefndinni. Hann sagði að miðað við þau ummæli væri ekki búið að taka endanlega ákvörðun og fagnar hann því. Róbert segir að það hafi mátt skilja á fundi nefndarinnar að meiri- hluti hafi ákveðið að falla frá for- kaupsrétti. „Það fór fram atkvæða- greiðsla um það,“ segir Róbert en hann var ekki viðstaddur fundinn. Eftir að hafa séð svar Sigrúnar seg- ist Róbert fagna því að hún líti svo á að málið sé ekki fullafgreitt. Þá sé hægt að taka það upp á ný og beita forkaupsréttinum sem Róbert telur rétt að gera. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í nefndinni, tekur í sama streng. „Það var gengið frá þessu á síðasta fundi. Þetta finnst mér mjög skrítið. Þau hljóta bara að ætla að taka málið upp aftur,“ segir Oddný. „Ef fjármála- og forsætisráðu- neytin segja að það séu ekki til fjár- munir til að kaupa þessa lóð, sem væri kjörinn staður fyrir almenn- ing til að komast að Þingvallavatni, finnst mér að þjóðin ætti að safna fyrir henni,“ segir Róbert. Oddný er sammála því að nýta eigi forkaupsréttinn. „Það  er svo augljóst að það smellpassar við stefnu þjóðgarðsins að nýta for- kaupsréttinn á þessari lóð. Þetta er frábær staður og almenningur á að fá að njóta hans.“ thorgnyr@frettabladid.is Talsverð óvissa með nýtingu forkaupsréttar Fulltrúar stjórnarandstöðu í Þingvallanefnd undrast orð formannsins um að ákvörðun um nýtingu forkaupsréttar hafi ekki verið tekin. Þeir segjast hafa skilið það svo að ekki stæði til að kaupa grunn að sumarhúsi við Valhallarstíg nyrðri. Eignin sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar vilja að nefndin nýti forkaupsrétt á stendur við Þingvallavatn. Fréttablaðið/pjEtur KínA Meira en milljón Kínverjar tóku í gær próf í von um að fá starf hjá hinu opinbera. Alls voru 19.000 störf í boði en hið allra vinsælasta reyndist vera skrifstofustaða hjá valdalausum stjórnmálaflokki. Opinberum störfum í Kína hefur í gegnum tíðina verið lýst sem „gylltri grjónaskál“ en þau þykja vinsæl sökum veglegs fríðindapakka sem þeim fylgja. Launin eru stöðug og þá geta þau að lokum leitt til inn- göngu í Kommúnistaflokkinn. Á móti er einkageirinn óskipulagðari og óvissa varðandi laun og starfs- frama meiri. Vinsælasta starfið reyndist vera ritarastaða hjá Lýðræðisbandalagi Kína en það er einn átta stjórnmála- flokka, utan Kommúnistaflokksins, sem leyfður er í landinu. Flokkurinn er af mörgum talinn vera til í þeim eina tilgangi að kínversk stjórnvöld geti sýnt fram á að fleiri flokkar en Kommúnistaflokkurinn séu starf- ræktir í landinu. Umrætt starf er í Peking og þurfa umsækjendur aðeins að hafa lokið grunnnámi í háskóla. Þá er gerð krafa um tveggja ára reynslu af vinnumarkaði. Ríflega 1,5 milljón manna skráði sig í prófið en um 400 þúsund, ríf- lega íbúafjöldi Íslands, mætti ekki í prófið. Kínverjar hvaðanæva að úr heiminum sneru aftur til ættlands- ins í von um að hreppa hnossið. - jóe Átta þúsund sóttu um ritarastarf Gífurleg ásókn er í prófið enda fríð- indin sem fylgja opinberum störfum mikil. NOrDiC pHOtOS/GEttY Ég hafði fengið þau skilaboð frá for- manni og varaformanni nefndarinnar að það væri búið að taka þessa ákvörð- un. Róbert Marshall, Bjartri framtíð Það var gengið frá þessu á síðasta fundi. Þetta finnst mér mjög skrítið. Oddný Harðardóttir, formaður Sam­ fylkingar 2 5 . o K t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -C A 6 C 1 B 0 C -C 9 3 0 1 B 0 C -C 7 F 4 1 B 0 C -C 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.