Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 2 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag ÍÞróttir Snorri Steinn Guðjóns­ son handknattleiksmaður leggur landsliðsskóna á hilluna eftir farsælan feril. 16 lÍfið Leikfélag Verzlunarskóla Íslands setur upp sýninguna Breakfast Club. Frumsýning verður 4. nóvember. 28 plús sérblað l fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 heilbrigðisMál Eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi er í dag mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykja­ lundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Magnús Ólason, framkvæmda­ stjóri lækninga á Reykjalundi, segir að nú berist 60­70% fleiri beiðnir um meðferð á Reykjalundi en þjónustu­ samningur Reykjalundar leyfir, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 1.050 sjúklingum á ári. Um mitt ár 2016 höfðu borist um þúsund beiðnir um endurhæfingu og stefnir þannig í um 2.000 innlagnarbeiðnir á árinu. Þjónustusamningur var gerður við ríkisvaldið um starfsemi Reykja­ lundar árið 2001. Þá voru starfandi á Reykjalundi vel yfir 200 manns í um 195 stöðugildum faglærðra sem ófaglærðra. Frá hruni hefur fjár­ magn til starfseminnar verið skert um 25 til 30 prósent og með óum­ flýjanlegri fækkun starfsmanna hefur orðið æ erfiðara að endur­ hæfa þá 1.050 sjúklinga á ári sem þjónustusamningur Reykjalundar gerir ráð fyrir, að sögn Magnúsar, en stöðugildin nú eru 159; alls 34 færri en þau voru þegar best lét. „Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlist­ arnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Þannig að það er ekki spurning um að það sé ekki eftirspurn eftir þjón­ ustunni,“ segir Magnús og bætir við að ákveðnir sjúklingahópar fái ekki viðunandi endurhæfingu eins og staðan er í dag. Stór rannsókn í verkjateymi Reykjalundar á árunum 2004­2011 sýndi að aðeins 33% voru vinnu­ fær fyrir endurhæfingu, en þremur árum eftir útskrift voru um 60% í vinnu. Heilsuhagfræðileg úttekt á árangrinum sýndi að sex vikna meðferð sem kostaði tólf hundruð þúsund fyrir hvern einstakling skilaði að meðaltali 9,7 milljónum til baka til samfélagsins. Þetta þýðir að hver króna sem sett er í endur­ hæfingu skilar sér áttfalt til baka, segir Magnús meðal annars í grein sem var birt nýlega í blaði SÍBS. – shá Bíða í allt að heilt ár Óskir fólks um endurhæfingu á Reykjalundi verða á þessu ári nálægt helmingi fleiri en unnt er að sinna. Hver króna skilar sér áttfalt til baka, sýna rannsóknir. Það er góðra gjalda vert að byggja undir bráðaþjónustuna, en biðlist- arnir okkar eru að nálgast það að vera tvöfalt lengri en afkastagetan. Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga hluti af þú þarft nesti á MORGNANNA Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Kvennafrí Kvennafrídagurinn var í gær og söfnuðust þúsundir kvenna saman í miðborg Reykjavíkur, sem og víðar um land, til að mótmæla kyn- bundnum launamun, eftir að hafa lagt niður störf klukkan 14.38. Boðað var til samstöðufundar á Austurvelli sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýrðu. Baráttufundir voru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu og í Neskaupstað. Fréttablaðið/SteFán feg u r ð Fegurðardrottningar Íslands segjast aldrei hafa þurft að þola viðlíka framkomu og Arna Ýr Jónsdóttir í Miss Grand Inter­ national. Hún er hetja með bein í nefinu, segir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland. „When they go low, we go high. Það þykir mér Arna Ýr hafa gert í þessu máli,“ segir Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottn­ ing. – kg / sjá síðu 30 Fordæmalaus framkoma saMfélag  Ólga er innan lögregl­ unnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Starfsandinn er í molum og sam­ skipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættan leg segir í bréfi sem undir­ menn sendu yfirstjórn. Hafa starfandi lögreglumenn brugðið á það ráð að senda lögreglu­ stjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað.  – sa / sjá síðu 4 Ólga í röðum lögreglunnar 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 C -C 5 7 C 1 B 0 C -C 4 4 0 1 B 0 C -C 3 0 4 1 B 0 C -C 1 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.