Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SKRIFSTOFUSKÓLI NTV OG MÍMIS HEFST 8. NÓVEMBER ALMENNT SKRIFSTOFU- OG TÖLVUNÁM MEÐ ÁHERSLU Á AÐ STYRKJA EINSTAKLING- INN OG GERA HANN HÆFARI TIL AÐ TAKAST Á VIÐ KREFJANDI STÖRF. NÁMIÐ ER NIÐURGREITT OG UNNIÐ Í SAMVINNU VIÐ MÍMI- SÍMENNTUN, KOSTAR 49.000 KR OG SNIÐIÐ AÐ FÓLKI SEM HEFUR STUTTA SKÓLAGÖNGU AÐ BAKI. Það er nú bara við hæfi að vitna í Michelle Obama þegar hún sagði: „When they go low, we go high.“ Það þykir mér Arna Ýr hafa gert í þessu máli,“ segir Linda Péturs­ dóttir, athafnakona og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, spurð út í fréttir síðustu daga af Örnu Ýri Jónsdóttur, fegurðardrottningu Íslands, sem hætti við að taka þátt í keppninni Miss Grand Inter­ national í Las Vegas eftir að hafa verið skipað að grenna sig. Forsaga málsins er sú að Arna Ýr var komin til Las Vegas til að taka þátt í  Miss Grand Inter­ national 2016 þegar hún greindi frá því á samfélagsmiðlum á föstudag að starfsfólk hefði fært henni þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún þyrfti að grenna sig. Eftir fund með eigandanum daginn eftir sagði fegurðardrottningin að um mis­ skilning hefði verið að ræða, en dró þá útskýringu til baka á sunnudag og sagði sér sannarlega hafa verið sagt að hún væri of feit. Jafnframt sagðist Arna Ýr þá dauðsjá eftir því að hafa látið undan þeim beiðnum aðstandenda keppninnar að leið­ rétta „misskilninginn“ svokallaða og dró sig um leið út úr keppninni. Linda Pétursdóttir, sem keppti sjálf í alþjóðlegum fegurðarsam­ keppnum á sínum tíma og hefur meðal annars starfað sem dómari í slíkum keppnum undanfarin ár, segist aldrei hafa heyrt um keppn­ ina Miss Grand International áður en hún frétti af raunum Örnu Ýrar um helgina. „Ég get fullyrt það að engin virðingarverð alþjóðleg keppni myndi láta það líðast að svona væri komið fram við kepp­ endur. Ég hef aldrei heyrt um svona framkomu áður, og hvað þá að keppanda sé skipað að borða bara eina salatmáltíð á dag, sem er beinlínis óheilbrigt. Þetta eru afskaplega gamaldags viðhorf,“ segir Linda og bætir við að huga mætti betur að því hvaða erlendu keppnum er keppt í. „Stóru keppn­ irnar tvær, Miss World og Miss Uni­ verse, eiga sér mjög langa sögu en það er fullt af keppnum sem ég myndi aldrei senda stelpur í og það segir sína sögu að eigandinn láti hafa svona hluti eftir sér. Hann hefur augljóslega enga reynslu. En Arna Ýr er stórglæsileg stelpa í alla staði og mjög töff hvernig hún tók á þessu. Við látum ekki tala svona við okkur og þessi eigandi er bara ein­ hver ruglaður kall sem ætti að snúa sér að öðru,“ segir Linda, harðorð í garð eiganda Miss Grand Interna­ tional, taílensku sjónvarpsstjörn­ unnar Nawat Its ara grisil. Fanney Ingvarsdóttir, sem var kosin Ungfrú Ísland árið 2010 og gegnir nú meðal annars stöðu fram­ kvæmdastjóra keppninnar, tekur í sama streng og segist aldrei hafa þurft að upplifa nokkuð slíkt sjálf þrátt fyrir að hafa margsinnis tekið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hún tekur fram að Arna Ýr hafi ekki verið send í Miss Grand Internat­ ional á vegum Ungfrú Ísland­ keppninnar heldur sé það Svíi að nafni Peter Hadward, eigandi Miss Queen of Scandinavia­keppninnar, sem hafi verið iðinn við að senda íslenska keppendur í ýmsar keppnir um allan heim síðustu árin. „Peter er góður maður sem ber að treysta, en ég veit ekki hvort hann hefur áður sent stelpur í þessa keppni. Mér brá mjög mikið og þótti erfitt að heyra Örnu Ýri segja frá því sem hún gekk í gegn um úti í Las Vegas, en ég gæti ekki verið stoltari af henni. Hún er hetja með bein í nefinu. Það á eng­ inn að þurfa að sætta sig við svona framkomu,“ segir Fanney. „Ég upplifði ekki neinar svona óraunhæfar útlitslegar kröfur til mín þegar ég var að keppa,“ segir Hugrún Harðardóttir, sem var kosin Ungfrú Ísland árið 2004 og keppti í kjölfarið meðal annars í Miss World og Miss Scandinavia. Hún segir þó að fréttirnar af Örnu Ýri í Las Vegas hafi ekki endilega komið henni mikið á óvart. „Þessi heimur geng­ ur voðalega mikið út á svona hluti og ef manni er ekki sama um það hvað aðrir segja um útlit manns ætti maður líklega ekki að vera þátttakandi í þessum heimi,“ segir Hugrún. kjartang@frettabladid.is Við látum ekki tala svona við okkur Fegurðardrottningar Íslands segjast aldrei hafa þurft að þola viðlíka framkomu og Arna Ýr Jónsdóttir í Miss Grand International. Hún er hetja með bein í nefinu, segir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland. Fanney Ingvarsdóttir Ungfrú Ísland 2010 Hugrún HarðardóttirLinda Pétursdóttir Ungfrú Ísland 1988 Ungfrú Ísland 2004 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r30 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 C -D 9 3 C 1 B 0 C -D 8 0 0 1 B 0 C -D 6 C 4 1 B 0 C -D 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.