Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 36
Rapparinn, söngvarinn og hjarta knúsarinn Drake til­kynnti það í útvarpsþætt­ inum sínum OVO Sound á sunnu­ dagskvöldið að hann hygðist gefa út nýja tónlist í desember. Ekki er á hreinu hvort um er að ræða eiginlega plötu eða í hvaða formi þessi nýja útgáfa verður en hann talaði um að þetta yrði „a play­ list“ eða „lagalisti“. Hvað sem þetta nú er mun það vera titlað More Life. „Ég vil gefa ykkur samansafn af lögum sem geta orðið hljóðrás lífs ykkar, þannig að þetta mun verða More Life: lagalistinn. Allt saman ný tónlist frá mér,“ sagði Drake meðal annars í þættinum. Rapparinn kan­ adíski spilaði þrjú ný lög sem vænt­ anlega munu verða hluti af þessari nýju útgáfu sem hann sendir frá sér í desember, Two Birds One Stone, Fake Love og Sneakin‘, það síðast­ nefnda ásamt hinum unga rappara 21 Savage sem hefur verið að gera það gott upp á síðkastið. Annars var Drake nokkuð dular­ fullur og gaf ekki mikið upp um eðli þessarar útgáfu en hann gaf samt í skyn að það yrði eitthvað um sam­ vinnuverkefni eins og í Sneakin‘. Drake gaf síðast út plötuna Views í apríl og hefur henni meðal annars verið streymt ótal oft og slegið öll fyrri met yfir streymisfjölda. Hann hefur einnig verið mjög upptekinn í allt sumar en hann lagði land undir fót og spilaði á slatta af tónleikum. Hann tilkynnti einnig fyrir um tveimur vikum að Evrópuferðalag hans myndi hefjast í janúar og því má búast við að hann mæti með nýtt og ferskt efni til Evrópu. – sþh Drake tilkynnir að hann ætli að gefa út nýtt efni í desember Það er alltaf blússandi fjör hjá rapparanum kanadíska en hann er í miklu stuði þessa dagana og fullt af tónlist á leiðinni. Leikritið er byggt lauslega á samnefndri kvikmynd frá árinu 1984, eftir John Hughes. Það fjallar um hóp unglinga sem þekkj­ast lítið sem ekkert en neyðast til að verja heilum laugar­ degi saman á bókasafni, undir eftirliti kennara sem hefur innleitt eftirsetu að hætti bandarískra menntaskóla, í Verzlunarskóla Íslands,“ segir Dom­ inique Gyða Sigrúnardóttir, leikstjóri sýningarinnar The Breakfast Club, sem Verzlunarskóli Íslands mun frumsýna 4. nóvember næstkomandi í bláa sal Verzlunarskólans. Um er að ræða afmælissýningu skólans, en mikil tilviljun er að sama sýning var sett upp í Verzlunar­ skólanum fyrir 30 árum, árið sem hið nýja húsnæði skólans var tekið í notkun. „Þetta er algjör tilviljun. Verkið var svo sett upp aftur 1996, þá var það Jakob Ingimundarson sem leikstýrði og Jóhannes Ásbjörns­ son, betur þekktur sem Jói í „Simmi og Jói“, fór með eitt af aðalhlutverk­ unum í verkinu,“ segir Dominique. Óhætt að segja að nóg sé um að vera í uppsetningarferli verksins í dag, þar sem tæpar tvær vikur eru Verslunarskóli Íslands setur upp leiksýninguna The Breakfast Club 4. nóvember. FréTTaBlaðið/Ernir. Dominique Gyða Sig- rúnardóttir leikstýrir sýningunni. þar til hópurinn frumsýnir leikritið. „Við erum byrjuð að renna, hljóð og ljós eru að detta inn. Það er spennandi staður að vera á í svona ferli þegar verkið fer að taka á sig mynd,“ segir hún. Leikritið er byggt lauslega á kvikmyndinni, en töluverðar breytingar hafa orðið á þýðingu hand­ ritsins. „Ég hafði oft séð myndina en það var margt sem rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að þýða verkið og skrifa leikgerðina. Það kom mér á óvart að það er töluvert um ofbeldi í kvikmyndahandritinu. Kennarinn hótar að berja nemanda fyrir að hafa gert grín að honum og einn af nem­ endunum spyr annan mjög persónu­ legra og kynferðislegra spurninga sem myndi flokkast sem kynferðis­ leg áreitni í dag,“ segir Dominique, og bætir við að hópurinn hafi rætt þetta vel og verið mjög gagnrýninn á handritið. Fjöldi fólks kemur að sýningunni í ár, aðstoðarleikstjóri er Máni Hug­ insson, nemandi á öðru ári, og tón­ listarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, betur þekktur sem Mixophrygian, sér um tónlistina.„Við höfum mikla trú á að tónlistin muni koma áhorfendum skemmtilega á óvart,“ segir Dominique. Með aðalhlutverk í sýning­ unni fara þau Höskuldur Þór Jónsson, Karítas Bjarkardóttir, Mikael Emil Kaaber, Selma Kristín Gísladóttir, Viktor Pétur Finnsson og Þórdís Jak­ obsdóttir en þau þykja öll efnilegir leikarar. „Krakkarnir hafa unnið hörðum höndum við að gera karakterana að sínum án þess að glata megin­ einkennum upprunalegu fyrir­ myndanna. Þau hafa vikulega gefið út svokölluð karaktermyndbönd á heimasíðu leikritsins á Facebook, leiksýning Verzlunarskóla Íslands 2016. Myndböndin hafa fengið frá­ bær viðbrögð og skapað smá eftir­ væntingu,“ segir Dominique. gudrunjona@frettabladid.is Ég vil gefa ykkur samansafn af lögum sem geta orðið hljóðrás lífs ykkar. setja aftur upp fyrstu sýningu skólans Verzlunarskóli Íslands frumsýnir leikverkið The Breakfast Club 4. nóvember næstkom- andi. Þrjátíu ár eru frá því að sama sýning var sett upp í skólanum. Dominique Gyða Sigrúnardóttir leikstjóri segir leikhópinn hafa verið gagnrýninn á handrit sýningarinnar. 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r28 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð Lífið 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 C -E C F C 1 B 0 C -E B C 0 1 B 0 C -E A 8 4 1 B 0 C -E 9 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.