Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt
að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á
Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar
á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært
vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysa-
sleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða
lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem lög-
gjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í
gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eigna-
spjöllum.
Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta
að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi
byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykja-
vík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það mögl-
unarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til
netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraums-
fjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér
umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar millj-
arða króna í nágrannalöndum.
Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þús-
und tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega
200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar
fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró.
Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að
hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn
og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150
þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu.
Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir
fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa
á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega
lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður
slátrað annars staðar.
Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og
skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn
á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í
dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér
í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10
þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera
á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði
til Berufjarðar?
Hvers á fólkið að gjalda?
Gunnlaugur
Stefánsson
Heydölum
Heimafólkið
fær engu um
það ráðið,
heldur verður
að hlýða
skipulags-
valdinu í
Reykjavík.
Umbera
grútinn og
mengunina,
sem sam-
svarar skolp-
frárennsli frá
150 þúsund
manna borg,
og horfa á
eldið rústa
lífríkinu.
Þegar rykið sest að loknu hádramatísku flokksþingi Framsóknarflokksins er eðli-legt að velta fyrir sér möguleikum flokks-ins með breyttri ásýnd.Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr for-maður flokksins, þykir réttsýnn maður
og mannasættir og það fer gott orð af honum þvert á
stjórnmálaflokka. Hann er hins vegar að miklu leyti
óskrifað blað sem forystumaður í stjórnmálum enda
verið stutt í embætti forsætisráðherra og án þess að
það hafi reynt mikið á hann. Framsóknarmenn geta
þakkað fyrir að einn af ljósgeislunum í myrkrinu í
flokknum, Lilja Alfreðsdóttir, hafi áhuga á að starfa á
vettvangi hans. Sem varaformaður mun hún án nokk-
urs vafa tryggja atkvæði á höfuðborgarsvæðinu sem
ella myndu falla öðrum stjórnmálaflokkum í skaut.
Besti leikur Sigmundar Davíðs í stöðunni núna
eftir ósigur í formannskjöri er að styðja Sigurð Inga
til góðra verka, setja undir sig hausinn og berjast
fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Sigmundur þarf líka að hlúa að sjálfum sér og í
ósigrinum geta falist tækifæri. Stórir persónuleikar
sem sigla inn í djúpan öldudal eflast við mótlætið og
koma tvíefldir til baka. Er Sigmundur slíkur maður?
Það er ekki gott að segja. Ósigurinn í formannskjör-
inu verður ágætur prófsteinn á karakter hans.
Óháð persónum og leikendum snúa miklu mikil-
vægari spurningar að málefnastöðu flokksins. Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nýja
búvörusamninga skuldlaust. Það þarf því ekki að
koma á óvart að samningunum sé fagnað í ályktun
flokksþings Framsóknar um helgina. „Flokksþingið
fagnar nýsamþykktum búvörusamningum. Með
þeim er fyrirsjáanleiki tryggður til næstu 10 ára og
greinin getur fjárfest í samræmi við þau markmið
sem stjórnvöld setja,“ segir þar í drögum. Neytendur
sem vilja valfrelsi og fjölbreytni þegar kemur að
matarinnkaupum þurfa aðeins velta þessu fyrir sér
enda er sú skoðun mjög útbreidd í samfélaginu að
nýir búvörusamningar séu vondir. Vilji Framsókn
halda þessari stefnu til streitu er samstarf við Við-
reisn útilokað að loknum kosningum en Viðreisn
gæti reynst límið sem heldur ríkisstjórninni saman.
Aðrar ályktanir eru mótsagnakenndar. Fram-
sóknarflokkurinn fagnar uppbyggingu fiskeldis með
þeim störfum sem það skapar. Síðan segir: „Fiskeldi
getur hins vegar ógnað náttúrulegu lífríki laxfiska
og er ljóst að náttúran verður að njóta vafans.“ Hér
er ekki gott að glöggva sig á hvað Framsóknarmenn
vilja gera. Þá vilja þeir gjaldtöku til að hlúa að ferða-
mannastöðum en í drögum að ályktunum flokks-
þings kom hvergi fram hvar þessi gjaldtaka ætti að
eiga sér stað. Vilja Framsóknarmenn komugjöld á
farseðla, sem er einfaldasta og praktískasta leiðin,
eða vilja þeir hlið við náttúruperlurnar?
Hvað sem líður vangaveltum um málefnastöðu er
ljóst að Framsóknarflokkurinn með breyttri ásýnd
er til alls líklegur í kosningunum 29. október. Staða
flokksins á miðjunni gerir það að verkum að hann
getur sem fyrr myndað stjórn með hverjum sem er.
Breytt ásýnd
Besti leikur
Sigmundar
Davíðs í
stöðunni
núna eftir
ósigur í
formanns-
kjöri er að
styðja Sigurð
Inga til góðra
verka, setja
undir sig
hausinn og
berjast fyrir
Framsóknar-
flokkinn í
Norðaustur-
kjördæmi.
30. OKTÓBER Í HÖRPU
GRAMMY
AWARDS
2XBRIT
AWARDS
MIÐASALA Á HARPA.IS
Þjófstart á þingi
Alþingi heldur áfram störfum
þrátt fyrir að einungis 25 dagar
séu í þingkosningar. Ástæða
langrar þingsetu er öll þau stóru,
og stundum umdeildu, mál sem
ríkisstjórnin hugsar sér að klára
áður en gengið verður til kosn-
inga. Í gær bar hins vegar svo við
að Bjarni Benediktsson formaður
og Ólöf Nordal, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, voru bæði
á ferðalagi um landið í eiginlegri
kosningabaráttu. Stjórnarand-
staðan kvartaði sáran undan fjar-
veru þeirra í þingsal í gær. Það má
eiginlega segja að stjórnarmeiri-
hlutinn hafi þjófstartað kosninga-
baráttunni með því að framlengja
þingstörf en vera sjálfur þotinn af
stað til að kynna áherslumál sín.
Á meðan situr stjórnarandstaðan
eftir við Austurvöll forviða í start-
blokkunum.
Litla gula hænan
Vigdís Hauksdóttir þingmaður
sagði í eftirtektarverðri færslu um
tap Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar í formannskjöri
Framsóknarflokksins: „Litla gula
hænan lifir góðu lífi – því miður.“
Vigdís á líklega við að allir vilji
njóta vinnu Sigmundar án þess að
leggja nokkuð á sig. Nú er spurning
hvernig Sigmundur svarar kalli
fylgismanna sinna um framhald í
pólitík. Annaðhvort heldur hann
keikur áfram einn og óstuddur eins
og Litla gula hænan eða verður
snúðugur eins og letingjarnir í
kringum hana og segir: „Ekki ég.“
snaeros@frettabladid.is
4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
7
-1
0
-2
0
1
6
0
9
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
4
-D
C
3
8
1
A
F
4
-D
A
F
C
1
A
F
4
-D
9
C
0
1
A
F
4
-D
8
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K