Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 22
Þýsk-kínverski bílaframleið- andinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamark- aðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belg- inn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borg- ward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einn- ig stokkið á vagninn til Borgw- ard frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inn á evrópskan bílamarkað. Í apríl síðastliðnum kynnti Borgward BX7-jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra for- þjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintök- um í Kína að sögn Borgward og bíða 10.000 pantanir í bíl- inn afgreiðslu. Borgward hefur hins vegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bíla með tengil tvinnaflrás eða með hrein- ræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5-jeppling seinna á þessu ári. Borgward krækir í yfirmenn Benz og Kia  Borgward BX7 jeppinn hefur selst í fjögur þúsund eintökum í Kína og 10.000 pantanir bíða afgreiðslu. Meðal lúxusbíla hefur Audi A6 Allroad átt sviðið hingað til hvað torfæruhæfa langbaka áhrærir, ásamt reyndar Volvo XC70 Cross Country. Nú hefur Mercedes Benz teflt fram útspili í þessum flokki bíla með nýjum E-Class All Terrain. Þar fer upphækkaður E-Class Estate með brettaköntum og hlífðarplötum að framan og aftan. Hann fæst að sjálfsögðu aðeins fjórhjóladrifinn og val er um 19 og 20 tommu felgur. Til að aðgreina All Terrain-bílinn frá hefðbundnum E-Class eru ál- og koltrefjafletir áberandi að innan og hann með því gerður grófari í útliti og hæfari í hvers kyns jask. Annars er mikið lagt í innrétt- ingu bílsins og fær hann sömu meðferð og Avantgarde-útgáfa E-Class. Til að byrja með mun Mercedes Benz kynna þennan bíl með 194 hestafla dísilvélina sem einnig má finna í nýrri kyn- slóð hefðbundins E-Class og með henni er All Terrain-bíllinn um 8 sekúndur í 100 km hraða og með 232 km hámarkshraða. E-Class All Terrain er svar við Audi A6 Allroad Mercedes Benz E-Class All Terrain er upphækkuð útfærsla af hefðbundnum E-Class bíl. S tjarna dagsins sló í gegn enda um glæsi- legan og vel útbú- inn jeppa að ræða sem beðið hefur verið eftir í ofvæni. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengil tvinnbíll heims sem stát- ar af V6 TDI dísilvél, rafmótor og quattro fjórhjóladrifi. „Reynsl- an af Audi Q7 er frábær og vin- sældir hans hafa án efa haft áhrif á það hversu mikil spenna skap- aðist fyrir Q7 e-tron quattro áður en hann kom í sölu. Á þriðja tug seldir óséðir „Við byrjuðum að taka pantan- ir í mars og seldum hátt í þrjátíu bíla óséða. Nú þegar hafa fyrstu eintökin af Q7 e-tron quattro verið afhent ánægðum eigendum. Það leggst sérstaklega vel í fólk hversu vistvænn bíllinn er en Q7 e-tron quattro fer allt að 56 kíló- metra á rafmagninu en þá tekur sparneytin dísilvélin við. Toll- arnir eru afar hagstæðir á um- hverfisvænum bílum um þessar mundir og því er Audi Q7 e-tron quattro á góðu verði sem hugn- ast viðskiptavinum vel. Það var mjög gaman að sjá hversu mikla lukku bíllinn vakti meðal gesta. Fjölmargir fengu að reynsluaka honum og það var mikil stemning í Audi-salnum,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi. Með 700 Nm tog og 373 hestöfl Audi Q7 e-tron quattro er vist- vænn en kraftmikill. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að komast í hundrað- ið og hann nær 230 km hámarks- hraða. Hann er virkilega vel út- búinn og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaup- enda hvað varðar aksturseigin- leika, sparneytni og framúrskar- andi hleðslutækni. Audi Q7 e-tron quattro kostar frá kr. 11.390.000 og er með fimm ára ábyrgð. Týndi sonurinn frumsýndur Audi Q7 e-tron quattro var frumsýndur síðastliðinn laugardag í Audi-sal Heklu. Á þriðja tug Audi Q7 e-tron seldust óséðir. Ný kynslóð Toyota Proage er væntanleg til landsins á allra næstu vikum, en þessi sendi- og fjölnotabíll var kynntur fyrir blaðamönnum í Póllandi fyrir stuttu. Vinnuþjarkurinn Proage er mörgum Íslendingnum kunn- ur og hefur hann verið í þjón- ustu ófárra íslenskra fyrirtækja í gegnum tíðina. Nýr Proage verð- ur fáanlegur í þremur lengd- um og mörgum útfærslum. Hann kemur bæði sem tiltölu- lega hrár flutningabíll sem og mjög vel búinn fólksflutningabíll með sæti fyrir allt að 9 manns. Báðar aftari sætaraðir bíls- ins eru á brautum. Í lengstu út- gáfu Proage má koma fyrir far- angri sem er allt að 3,5 metra langur og 3 Euro-pallettum, enda lengsta gerð Proage orðin 40 cm lengri en fyrr. Lengsta gerðin ber allt að 1,4 tonna farm, 200 kg meira en fyrri kynslóð Proage. Vélar í nýjum Proage eru knún- ar dísilolíu og eru 95 til 177 hest- öfl. Proage er einkar lipur bíll og ljúfur í akstri þrátt fyrir stærð sína og sannaðist það í reynslu- akstri hans í Póllandi, en hér mun bráðlega birtast reynsluaksturs- grein um bílinn frá þeim akstri. Nýr Toyota Proace á leiðinni Proace kemur nú í fjölmörgum útfærslum. Gæðavottaðar álfelgur AXARHÖFÐA 16 5673322 Felgur.is LED Perur Flott ljós Bílar Fréttablaðið 4 4. október 2016 ÞRIÐJUDAGUR 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 4 -F 9 D 8 1 A F 4 -F 8 9 C 1 A F 4 -F 7 6 0 1 A F 4 -F 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.