Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA Það vill oft verða svo, þegar maður er ungur og vitlaus, að maður telur sig vita og kunna allt best. Að þeir sem arf- leiða okkur að jörðinni hafi nú ekki kunnað til verka. Ég er engin undantekning þar á. Í gegnum líf mitt hafa foreldrar mínir veitt mér fjölda heilræða. Þar sem ég er annálaður sjálfum- glaður hrokagikkur fóru flest inn um annað eyrað og út um hitt. Að auki hef ég lagt mig sérstaklega fram við að hunsa þau sem þó sátu eftir. Gott dæmi um það er ráð sem faðir minn gaf mér og átti að nýtast þegar að því kæmi að hefja sambúð með tilvonandi maka. Þá skyldi ég kanna þrennt, hvar smjörið væri geymt, hvernig kló- settpappírinn sneri á hankanum og hvort tannkremstúban væri snyrtileg eður ei. Væri fólk ósam- mála um þessa hluti væri sam- bandið dauðadæmt frá upphafi. Þetta heilræði uppskar hlátur og var ekki fylgt. Þegar ég hóf sambúð reyndi ég að sætta mig við útklístraða tannkremstúbu, glerhart smjörstykki geymt inni í ísskáp og klósettpappír sem iðulega sneri að veggnum ekki frá honum. Hrokagikkurinn lét sem hann heyrði ekki í viðvörunar- bjöllunum sem hringdu á fullu strax frá fyrsta degi. Til að gera langa sögu stutta þá varð sam- bandið ekki langlíft. Í huga mér heyrði ég rödd föður míns segja „ég sagði þér það“ í hæðnistón. Ekki samt segja honum að hann hafi haft rétt fyrir sér. Síðar meir komst ég að því að til er lærð rannsókn um litla hluti sem eru líklegri til að verða kveikjan að sambandsslitum og í kjölfarið hef ég reynt að rifja upp fleiri heilræði sem ég gæti hafa misst af. Ennþá er árangurinn fremur smár. Sjálfumglaður hrokagikkur Jóhanns Óla Eiðssonar Bakþankar 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 4 -D C 3 8 1 A F 4 -D A F C 1 A F 4 -D 9 C 0 1 A F 4 -D 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.