Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 2
Veður
Ákveðin sunnanátt á landinu, en dregur
heldur úr vindi þegar líður á daginn. Víða
skúrir sunnan og vestan til á landinu, en
léttir til um landið norðaustanvert. Milt í
veðri, hiti 7 til 16 stig. sjá síðu 18
Lýðræðisflokkurinn (s.u.s.m)
Stjórnmálahreyfing um siðvæddan markaðsbúskap.
Stofnfundur Lýðræðisflokksins
Verður haldinn í Haukahúsinu Ásvöllum 1
fimmtudaginn 6. október kl. 20.
Stefnum á að bjóða fram í öllum kjördæmum.
Helstu baráttumál:
Lýðræði í stað olnbogastjórnmála og hrossakaupa.
Fjármálalífið á Íslandi og siðlausir lánasamningar
svo sem verðtryggingin.
Eignarhald á bankastofnunum og framtíðar skipan fjármálakerfisins.
Auðlindir þjóðarinnar varðir.
Erum ekki Evrópuflokkur.
Verja stjórnarskrána fyrir minnihlutaöflum.
Ná sátt um heilbrigðiskerfið.
Fast tekið á aflandsfélögum og peningaþvottavélum.
Kynntu þér stofnskjal flokksins.
Áhugasamir sendi vefpóst á lydraedisflokkurinn@simnet.is
sAMFÉLAG Adam Williams, 25 ára
breskur lögregluþjónn og stuðn-
ingsmaður íslenska landsliðsins í
fótbolta, sem stunginn var eftir leik
Íslands og Frakklands á Evrópu-
mótinu í fótbolta í sumar, er kom-
inn hingað til lands ásamt unnustu
sinni. Hann hyggst sjá leiki Íslands
gegn Finnlandi og Tyrklandi í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins á
Laugardalsvelli.
Adam komst í fréttirnar eftir að
ókunnugur maður réðst á hann
eftir leik Íslands og Frakklands. Bati
hans hefur verið snöggur og hann er
snúinn aftur til fyrri starfa. „Ég hef
verið að sinna skrifstofuvinnu hjá
lögreglu að undanförnu en býst við
að snúa aftur út á götuna þegar ég
kem heim frá Íslandi.“
Eftir að fréttir bárust af árásinni
settu íslenskir stuðningsmenn sig
í samband við aðila hér heima
með það að marki að bjóða par-
inu hingað til lands og á leik með
landsliðinu. Hannes Freyr Sigurðs-
son, gallharður stuðningsmaður
Íslands, fór fyrir því verkefni. Einn-
ig hófst söfnun til styrktar Adam
en hann hefur í hyggju að afhenda
Barnaspítala Hringsins og Lands-
björg hluta upphæðarinnar sem
safnaðist.
„Það sem gerðist eftir árásina,
hvernig Íslendingar brugðust við,
við trúðum því ekki. Vinir okkar
heima trúðu því ekki heldur. Þetta
er í raun lygilegt. Hlutir sem þessir
fá þig til að öðlast trú á mannkyn-
inu,“ segir Adam. Hann vill endur-
gjalda þá góðmennsku með því að
gefa til baka hluta peninganna sem
söfnuðust. „Ísland og Íslendingar
studdu mig í gegnum þá erfiðleika
sem ég gekk í gegnum. Ef ég get
Trúa vart góðvildinni
sem þau mæta á Íslandi
Breskur stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem varð fyrir
hnífsstunguárás á Evrópumótinu í Frakklandi, hlakkar mikið til að sjá lands-
liðið leika hér á landi. Hann kom hingað til lands í boði Íslendinga.
ReykjAvík Nýtt deiliskipulag fyrir
lóðirnar að Framnesvegi 40, 42
og 44 hefur verið auglýst. Í skipu-
laginu er gert ráð fyrir niðurrifi
húsanna sem fyrir eru á lóðunum
og að byggð verði ný hús í staðinn
með níu íbúðum.
Á vef Reykjavíkurborgar segir að
nýbyggingarnar eigi að vera í sam-
ræmi við byggð á Framnesvegi.
Húsin tvö sem verða byggð á lóð-
unum eiga hvort um sig hafa sjálf-
stætt útlit, til dæmis hvað varðar
gluggasetningu og litaval. Ásýnd og
efnisval skal vera máluð steinsteypa
í samræmi við aðliggjandi byggð.
Tekið er fram í skilmálum að ekki
verði veitt leyfi fyrir gistihúsastarf-
semi eða skammtímaleigu í nýju
húsunum. – jhh
Byggt upp á
Framnesvegi
Hlaupið í haustvindi
Undanfarna daga hefur fólk streymt inn á líkamsræktarstöðvar til þess að koma sér form fyrir veturinn. Svo eru aðrir sem vilja ekki sjá líkamsrækt-
arstöðvarnar og hlaupa frekar úti í náttúrunni, sama hvernig viðrar. Það á við um þessar vinkonur sem hlupu í Heiðmörk í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
adam og Catherine eiga erfitt með að lýsa þakklætinu sem þau finna fyrir í garð
Íslendinga. Fréttablaðið/anton brink
orðið Íslendingum að liði með þessu
móti þá geri ég það með bros á vör.“
„Ísland er afar fallegt og við erum
mjög spennt yfir því að verja næstu
átta dögum hérna,“ segir Adam en
hann og Catherine Janes, unnusta
hans, lentu hér í gær. Hann hlakkar
mjög til leikjanna tveggja en bíður
þess einnig með eftirvæntingu að
komast í ýmsar dagsferðir meðan á
fríi þeirra stendur.
„Við Catherine viljum koma á fram-
færi einlægum þökkum til Íslendinga
og allra þeirra sem aðstoðuðu okkur.
Við trúum þessu varla ennþá,“ segir
Adam að lokum.
johannoli@frettabladid.is
ALþinGi Samkeppniseftirlitið óttast
að ný lög um kjararáð geti veikt stofn-
unina í aðhaldi sínu gagnvart stjórn-
völdum. Frumvarp Bjarna Benedikts-
sonar um kjararáð gerir ráð fyrir að
laun forstjóra Samkeppniseftirlitsins
verði tekin úr kjararáði og ákvörðun
um laun falin fjármálaráðuneytinu.
Samkeppniseftirlitið hefur bent á í
umsögn sinni um frumvarpið að þetta
geti veikt stofnunina sem þurfi að vera
sjálfstæð. Samkeppniseftirlitið hefur
það að hlutverki að rannsaka opin-
bera aðila og því mikilvægt að það sé
engum háð.
„Samkeppniseftirlitið vill af þessu
tilefni vekja athygli á því að við sam-
þykkt samkeppnislaga var tekin upp
sú skipan að þriggja manna stjórn
færi með yfirstjórn eftirlitsins, réði
stofnuninni forstjóra og tæki ákvörð-
un um starfskjör hans. Þessari skipan
var ekki síst komið á til þess að tryggja
sjálfstæði stofnunarinnar,“ segir í
umsögn eftirlitsins. – sa
Lög um kjararáð
valda áhyggjum
ReykjAvíkuRboRG Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins og flugvallar-
vina, segir að hún hafi ekki þegið
nein boð um ferðir á vegum borgar-
innar og gagnrýnir upphæðina sem
borgin þurfti að reiða fram fyrir
náms- og kynnisferð skóla- og frí-
stundaráðs til Alberta í Kanada í
fyrra.
Sveinbjörg var ekki á ferðalanga-
lista borgarfulltrúa sem birtur var í
Fréttablaðinu í síðustu viku þar sem
heildarferðakostnaður Reykjavíkur-
borgar var birtur fyrir árið 2015.
„Ég hef skilning á að borgarstjóri
hafi embættisskyldur erlendis en
það er fullt sem þarf að vinna í borg-
inni. Ég hef lýst því yfir að verk mín
eiga að vera í Reykjavík. Að vera að
senda heilu deildirnar í vikuferð til
Kanada á kostnað annarra, það er
ekki minn tebolli,“ segir hún. – bbh
Ferðast ekki á
kostnað borgara
Það sem gerðist eftir
árásina, hvernig
Íslendingar brugðust við, við
trúðum því ekki. Vinir
okkar heima trúðu því ekki
heldur.
Adam Williams lögregluþjónn
Tekið er fram í skil-
málum að ekki verði veitt
leyfi fyrir gistihúsastarfsemi
eða skammtímaleigu.
4 . o k t ó b e R 2 0 1 6 þ R i ð j u D A G u R2 F R É t t i R ∙ F R É t t A b L A ð i ð
1
7
-1
0
-2
0
1
6
0
9
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
4
-E
1
2
8
1
A
F
4
-D
F
E
C
1
A
F
4
-D
E
B
0
1
A
F
4
-D
D
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K