Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 26
Breski bílaframleiðandinn MG er í eigu kínverska fyrirtækis- ins SAIC Motor og þar á bæ hefur verið ákveðið að flytja fram- leiðslu þess eina bíls sem MG framleiðir í Bretlandi, MG3, til Kína. MG3 hefur hingað til verið framleiddur í Longbridge á Mið- Englandi og munu a.m.k. 25 starfsmenn MG þar missa vinnu sína vegna þessarar ákvörðun- ar. Framleiðslunni á MG3 verð- ur hætt í Longbridge í lok þessa árs. Ástæða flutningsins er lægri framleiðslukostnaður í Kína og með honum er hægt að selja bíl- inn á lægra og samkeppnishæf- ara verði. SAIC Motor keypti MG árið 2007 af Nanjing Automobile, sem hafði keypt MG Rover árið 2005. Bretar búnir að missa flest sín bílamerki Framleiðsla MG bíla, sem hafði legið niðri í nokkurn tíma, var aftur hafin árið 2011 með fram- leiðslu millistærðarbílsins MG6, en framleiðsla á MG3 hófst svo árið 2014. Framleiðsla MG3-bíls- ins í Longbridge var þó eingöngu fólgin í því að setja vélar og skiptingar í bílana, sem og fjöðr- unarbúnað og aðalljós. Að öðru leyti var bíllinn settur saman annars staðar. MG3 er frem- ur smár bíll með 106 hestafla og 1,5 lítra vél og hann kostar að- eins frá 8.214 pundum í Bretlandi og telst því með ódýrustu bílum. Hann á helst í samkeppni við bíla eins og Ford Fiesta og Kia Rio í Bretlandi. Það á ekki af bresk- um bílaiðnaði að ganga, en fæst fornfræg merki þessa kunna bíla- framleiðslulands eru í eigu Breta. Til dæmis er Jaguar Land Rover í eigu hins indverska Tata, Bentley í eigu Volkswagen og Rolls Royce í eigu BMW. Framleiðsla MG flutt frá Bretlandi til Kína  MG 3 er eini bíll MG sem framleiddur hefur verið í Bretlandi. Ferðaþjónustufyrirtækið Ser- vio hefur fengið tvær stórglæsi- legar Mercedes-Benz bifreið- ar afhentar sem eru sérhannað- ar fyrir lúxusakstursþjónustu. Um er að ræða mjög vel útbún- ar V-Class bifreiðar með mikl- um þægindum og lúxus. ,,Við erum afar ánægðir að fá þessa tvo Mercedes-Benz bíla til við- bótar í þjónustuna okkar. Við höfum verið með V-Class bifreið- ar í þjónustu okkar síðan í árs- byrjun 2015 og þeir hafa reynst okkur frábærlega. Bílarnir eru hlaðnir öllum helstu þægindum og lúxus eins og Mercedes-Benz er þekkt fyrir. Mikil eftirspurn eftir lúxusbílaþjónustu Það er mikil eftirspurn eftir lúxusbílum frá viðskiptavinum okkar sem vilja sérlega þægi- legan ferðamáta á ferðum sínum um Ísland. Við erum að bjóða upp á sérhæfða akstursþjón- ustu fyrir kröfuharða viðskipta- vini og því mikilvægt að bílarnir og öll okkar þjónusta sé í hæsta gæðaflokki,“ segir Haukur Bent Sigmarsson, framkvæmdastjóri Servio. Mercedes-Benz V-Class bílarnir eru búnir öllum helsta lúxusbúnaði. Boðið er m.a. upp á wi-fi, þráðlaust net, um borð í bílunum. Bílaumboðið Askja, sem er umboðsaðili Mercedes- Benz á Íslandi, flytur bílana til landsins. ,,Við státum af því að vera með stærsta Mercedes- Benz lúxusbílaflota landsins. Það er allt frá E-Class, S-Class, V-Class og til sérútbúinna stórra Sprinter bíla.“ Nýir Mercedes-BeNz V-class lúxusBílar í þjóNustu serVio „Það er mikil eftirspurn eftir lúxusbílum frá viðskiptavinum okkar sem vilja sérlega þægilegan ferðamáta á ferðum sínum um Ísland. Við svörum því með þessum bílum.“ Ekki dónalegt innanrými í Mercedes-Benz V-Class bílunum. Komdu í hópinn og fáðu að kynnast frábærri þjónustu. Auðveld innleiðing og fastur rekstrarkostnaður. Aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Við gerum þetta með þér. Haltu forskotinu með Flota. Er bílafloti í þínu fyrirtæki? Floti.is Trackwell • Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • 5100 600 Bílar Fréttablaðið 8 4. október 2016 ÞRIÐJUDAGUR 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 4 -E B 0 8 1 A F 4 -E 9 C C 1 A F 4 -E 8 9 0 1 A F 4 -E 7 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.