Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 4
26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Hera Björk • La Angell • Krtinn Sigmundsson • Greta Salóme • Friðrik Dór Karlakór Kjaln‡inga og sönghópurinn Harmonia ‹amt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar Mið”ala á miði.— fornleifar Nauðsynlegt er að ráð- ast í skráningu fornleifa í Skaftár- tungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minja- vörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað bein- anna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsa- skyttur fram á mannabein á laugar- dag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsa- veiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri forn- leifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eld- vatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunar- áætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðs­ áætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. Fornleifafræðingar skoða ummerki hlaupsins frá í fyrra ásamt Gísla Halldóri Magnússyni, bónda á Ytri-Ásum. MYnd/UGGi kirkjugarðinum sem er á árbakk- anum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæð- inu svo aldursgreining sé ekkert til- tökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botn- inn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofn- unar Íslands að safna saman upp- lýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. svavar@frettabladid.is Dómsmál Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrr- verandi fjármálastjóri Kaupþings, neituðu bæði sök þegar mál héraðs- saksóknara gegn þeim var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. Í ákærunni kemur fram að Hreiðar hafi, í krafti stöðu sinnar innan bank- ans, látið Kaupþing veita einkahluta- félagi sínu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., tæplega 575 milljóna króna ein- greiðslulán án þess að fyrir lægi sam- þykki stjórnar eða fullnægjandi trygg- ing. Þann 6. ágúst 2008 nýtti Hreiðar kauprétt sinn og keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 246 milljónir króna. Seinna sama dag seldi hann einka- hlutafélagi sínu sömu bréf fyrir 572 milljónir króna, sem hann fjár- magnaði með láninu. Hreiðar færði mismuninn, 324 milljónir, tveimur vikum seinna inn á eigin banka- reikning. Félag Hreiðars var tekið til gjald- þrotaskipta 13. apríl 2011. Upp í kröfu bankans vegna lánsins feng- ust um það bil 1,5 milljónir króna. Hreiðari er gefið að sök í ákærunni að hafa á þessum tíma búið yfir inn- herjaupplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna stórfelldrar markaðs- misnotkunar með hlutabréf í bankanum frá nóvember árið 2007 sem Hreiðar tók sjálfur þátt í. Guðný Arna er ákærð fyrir hlut- deild í meintum u m b o ð s sv i ku m Hreiðars. Hún er sökuð um að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrir- mælum og samskiptum við lægra setta starfs- menn um uppgjör og frágang vegna verð- bréfaviðskipta og fyrir lánveitingar til félags Hreiðars. Hún hafi vitað eða ekki getað dulist að tryggingar fyrir lánveitingu væru ófullnægjandi og að lánveitingin til einkahlutafélagsins væri óheimil og til þess fallin að valda bankanum verulegri fjártjónshættu. – þh Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Dómar sem Hreiðar Már hefur hlotið 12. febrúar 2015 Al-Thani-málið 5 og hálfs árs fang- elsi Umboðssvik (Hæstiréttur) 1. júlí 2015 Markaðsmis- notkunarmálið Engin refsing Umboðssvik (Héraðsdómur) 9. október 2015 Marple-málið 6 mánaða fangelsi Fjárdráttur og umboðssvik (Héraðsdómur) stjórnsýsla Handverks- og hús- stjórnarskólinn á Hallormsstað og sumarhúsið Ísólfsskáli á Stokkseyri hafa verið friðlýst að tillögu Minja- stofnunar Íslands. Húsin eru friðuð með ákvörðun Sigurðar Inga Jóhanns- sonar forsætisráðherra með vísan til laga um menningarminjar. Friðlýsing Handverks- og hús- stjórnarskólans nær til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll, sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múr- klæðning á útveggjum. Friðlýsing Ísólfsskála, sem byggður var fyrir Pál Ísólfsson dómorganista, tekur til hússins í heild ásamt stein- hlöðnum görðum á lóðamörkum. – shá Tvö hús friðlýst ÍtalÍa Gærdagurinn var einn anna- samasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. Strand- gæslan segir, samkvæmt frásögn Dan- marks Radio, að hún hafi komið að björgun 5.600 hælisleitenda og flótta- manna. Þar af er stór hluti börn. Þar á meðal voru 700 manns sem ferðuðust saman á fiskibát. Samkvæmt tölum frá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa 130 þúsund manns flúið í ár yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til Ítalíu. Að auki hafa margir komið frá Sýrlandi, Afganistan og Írak. – jhh Á sjötta þúsund bjargað í gær Skólahúsið er byggt á árunum 1929-30. FréTTAblAðið/VAlli Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð j U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 4 -F 4 E 8 1 A F 4 -F 3 A C 1 A F 4 -F 2 7 0 1 A F 4 -F 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.