Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 14
✿ Eins og svart og hvítt hjá KR-ingum í Pepsi-deildinni sumarið 2016
Bjarni Guðjónsson
1. til 9. umferð
-3
8-11
+12
21-9
MARKATALA
48%
stiga
í 9 leikjum
4
töp
3 jafn tefli
2
sigrar
Willum Þór Þórsson
10. til 22. umferð
22 stig
Lúkas Kostic með
Grindavík 2009.
21 stig
Haraldur Haraldsson
með KR 1997.
21 stig
Steinar Guðgeirsson
með Fram 2003.
21 stig
Ólafur Örn Bjarnason
með Grindavík 2010.
20 stig
Kristján Guðmundsson
með Keflavík 2013.
19 stig
Þórir Sigfússon
með Keflavík 1995.
17 stig
Ríkharður Daðason
með Fram 2013.
Flest stig hjá þjálfurum sem hafa tekið við á miðju tímabili
Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984.
29 stig
Willum Þór Þórsson með
KR 2016 (tók við af Bjarna
Guðjónssyni). 74 prósent
stiga í húsi í 13 leikjum.
25 stig
Rúnar Kristinsson með KR
2010 (tók við af Loga Ólafs-
syni). 76 prósent stiga í húsi
í 11 leikjum.
23 stig
Pétur Pétursson með
Keflavík 1994 (tók við af Ian
Ross). 70 prósent stiga í húsi
í 11 leikjum.
23 stig
Guðmundur Benediktsson
með Breiðablik 2014 (tók
við af Ólafi Kristjánssyni).
48 prósent stiga í húsi í 16
leikjum.
Fótbolti KR-ingar kórónuðu
eina af flottari endurkomum
seinni ára um helgina þegar
liðið tryggði sér sæti í Evrópu-
keppninni með 3-0 sigri á Fylki í
lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir
9 umferðir með 9 stig og 8 mörk,
endar Íslandsmótið sem heitasta
lið Pepsi-deildarinnar.
Willum Þór Þórsson fékk það
verkefni að rífa KR-liðið upp úr
volæðinu í vor og setti á endanum
nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara
sem hefur tekið við á miðju tíma-
bili. Síðan þriggja stiga reglan var
tekin upp hefur enginn þjálfari náð
í fleiri stig á einu tímabili af þeim
þjálfurum sem hafa ekki byrjað
sumarið með viðkomandi liði.
Rúnar átti metið áður
Willum Þór bætti í sumar met Rún-
ars Kristinssonar frá 2010 en KR
fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók
við af Loga Ólafssyni um
miðjan júlí. KR-liðið
fékk 29 stig í þeim
13 leikjum sem
Willum Þór stýrði
í sumar.
Stigametið hafði þar
með staðið í sex ár eða
síðan KR-ingar skiptu síð-
ast um þjálfara á miðju
tímabili. Það hefur því
borgað sig að skipta um
þjálfara í Vesturbænum
þegar liðið hefur byrjað
mótið illa.
Söguleg stigasöfnun Willums
KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni með mögnuðum endaspretti en liðið vann fimm síðustu leikina. Will-
um Þór Þórsson tók við liðinu í tíunda sæti í júní og fór með það upp í bronssætið á þremur mánuðum.
Rúnar á það enn á Willum að
hafa náð í aðeins hærra hlutfall
stiga í boði (76 á móti 74) auk þess
að koma KR-liðinu alla leið í bikar-
úrslitaleikinn. Það var hins vegar
enginn bikar í boði fyrir Willum
enda hafði KR dottið út úr 32 liða
úrslitum bikarsins á móti 1. deildar
liði Selfoss.
Rúnar Kristinsson hafði á sínum
tíma slegið met Péturs Péturssonar
frá 1994 en Pétur tók þá við Kefla-
víkurliðinu í byrjun júlí og landaði
23 stigum í 11 leikjum.
Fjórfaldaði sigurleikina
KR var aðeins tveimur stigum frá
fallsæti þegar Willum Þór tók við
liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir
þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok
júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikj-
um sínum með Bjarna í brúnni en
sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að
Willum tók sæti hans.
Íslandsmeistarar FH voru á end-
anum aðeins fimm stigum á undan
KR en KR-ingar unnu báðar inn-
byrðisviðureignir liðanna í sumar.
Willum Þór gerði KR tvisvar
að Íslandsmeisturum í upphafi
21. aldar en liðið náði hvorugt árið
jafn miklum hluta af stigum í boði
og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga
í boði eftir að Willum Þór tók við
en hafði náð í 67 prósent (2002) og
61 prósent (2001) stiga í boði þegar
Willum gerði Vesturbæjarfélagið að
meistara.
Pólitíkin að trufla þjálfarann
Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögu-
legan árangur hjá Willum Þór í
sumar er ólíklegt að þingmaðurinn
geti haldið áfram með liðið. Fram
undan eru kosningar hjá Fram-
sóknarmanninum og KR-ingar vilja
örugglega ganga frá þjálfaramálum
sínum fyrir þær. Stóra spurningin er
hvort forráðamenn KR eru tilbúnir
að bíða eftir örlögum Willums Þórs
í pólitíkinni. ooj@frettabladid.is
Rúnar
Kristinsson.
74%
stiga
í 13 leikjum
2 töp
9 sigrar
2
jafn-
tefli
Í dag
20.00 Körf.kvöld: Upphitun Sport
ÓLÍKt HLutSKiPti SnæFELLS-
Liðanna Í SPánni áRLEGu
Hin árlega spá þjálfara, fyrir-
liða og forráðamanna liðanna í
Domino’s-deildunum í körfubolta
var opinberuð í gær. Samkvæmt
spánni verður Snæfell Íslands-
meistari í kvennaflokki fjórða
árið í röð en liðið fékk nokkuð
afgerandi kosningu í efsta sætið.
nýliðum Skallagríms er spáð
2. sæti og Grindavík því þriðja. Ef
marka má spána verður KR ekki
Íslandsmeistari fjórða árið í röð í
karlaflokki en Stjörnunni var spáð
titlinum. Garðbæingar fengu einu
stigi meira en KR í spánni. tinda-
stóli er spáð 3. sætinu. Ef spáin
rætist fara Skallagrímur og Snæfell
niður í 1. deild. Fjölni er spáð sigri í
1. deild karla
og Breiða-
bliki í
1. deild
kvenna.
StjÓRaSKiPti Hjá SWanSEa
Enska úrvalsdeild-
arliðið Swansea
City, sem Gylfi
Þór Sigurðs-
son leikur
með, skipti um
knattspyrnu-
stjóra í gær.
Ítalinn Francesco
Guid olin var látinn taka pokann
sinn á 61 árs afmælinu sínu og
við starfi hans tekur Bandaríkja-
maðurinn Bob Bradley. Eigendur
Swansea, sem keyptu félagið í
sumar, eru bandarískir og hafa nú
fengið landa sinn í stjórastólinn.
Bradley verður fyrsti bandaríski
stjórinn í sögu ensku úrvalsdeild-
arinnar. Bradley, sem er 58 ára
gamall, var síðast við stjórnvölinn
hjá Le Havre í Frakklandi. Þar áður
stýrði hann Stabæk í noregi en
hann er kannski þekktastur fyrir
að þjálfa bandaríska landsliðið
og það egypska. Swansea situr í
17. sæti úrvalsdeildarinnar eftir sjö
umferðir og hefur ekki unnið leik
síðan í 1. umferðinni.
Fringi hverfur á braut og
með það sama er Stjörnunni
spáð titlinum. Það er ekki að
spyrja að því. #dominos365
Friðrik Ingi Rúnarsson
@Fridrikingi
REFiRniR mEð FuLLt HúS
Füchse Berlin fer frábærlega af stað
í þýsku 1. deildinni í handbolta
en liðið hefur unnið alla sex leiki
sína. Í gær báru Berlínarrefirnir
sigurorð af Hannover-Burgdorf,
29-30, á útivelli. Bjarki már Elísson
skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum
skotum hjá Füchse Berlin en Rúnar
Kárason komst ekki á blað hjá
Hannover. Erlingur Richardsson
er á sínu öðru tímabili sem þjálfari
Füchse Berlin og liðið virðist hafa
bætt sig mikið frá því í fyrra. Læri-
sveinar Erlings eru á toppi þýsku
deildarinnar með 12 stig en Füchse
Berlin og Flensburg eru einu liðin
sem eru enn með 100% árangur.
Flensburg hefur leikið fimm leiki
en Füchse Berlin sex eins og áður
sagði.
4 . o K t ó b E R 2 0 1 6 Þ R i Ð J U D A G U R14 s P o R t ∙ F R É t t A b l A Ð i Ð
Sport
1
7
-1
0
-2
0
1
6
0
9
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
4
-E
B
0
8
1
A
F
4
-E
9
C
C
1
A
F
4
-E
8
9
0
1
A
F
4
-E
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K