Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 10
Pólland Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúm- lega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmæl- endunum, þar á meðal í Berlín, Brus- sel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frum- varp um allsherjarbann við fóstur- eyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins sam- þykkti í september að senda frum- varpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir fram- kvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Pól- landi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þing- kosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum. gudsteinn@frettabladid.is Pólskar konur mótmæltu Áformum pólsku ríkisstjórnarinnar um að banna fóstureyðingar var harðlega mótmælt í gær með kvennaverkfalli og fjöldafundum víða í Evrópu. Konur í Varsjá mótmæla áformum stjórnarinnar um allsherjarbann við fóstur- eyðingum. Fréttablaðið/EPa Verði frumvarpið að lögum geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að missa fóstur. Læknar ættu sömuleiðis á hættu málsókn fyrir aðgerðir til bjargar lífi móðurinnar ef fósturlát verður. umhverfismál Náttúruverndar- samtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Að mati samtakanna væru slík lög brot á rétti umhverfisverndarsam- taka til að bera ákvarðanir stjórn- valda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðar- aðila. Svo segir í tilkynningu frá Landvernd. Framkvæmdaleyfi fyrir Bakka- línum, þar með talið umhverfis- mat frá 2010, eru nú í skoðun hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála í fjórum kærumálum samtakanna. Nefndin stefnir að því að úrskurða í málunum innan tíu daga. Lagasetningin miðar annars vegar að því að afturkalla fram- kvæmdaleyfi sveitarfélaganna sem kærð voru og koma þannig í veg fyrir að úrskurðað verði í málinu og hins vegar að gefa út nýtt fram- kvæmdaleyfi fyrir línunum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir í tilkynningunni að samtökin séu einnig að kanna möguleikann á því að kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins og að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu verði frumvarpið samþykkt. – shá Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Að mati Landverndar væru slík lög brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera stjórnvaldsákvarð- anir undir dómstóla. 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 4 -E F F 8 1 A F 4 -E E B C 1 A F 4 -E D 8 0 1 A F 4 -E C 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.