Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 11
 Isavia boðar til morgunfundar um áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Á fundinum verður kynnt ný skýrsla þar sem skoðaðar eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. október á Hilton Nordica Reykjavík kl. 8:30–10:00. Húsið opnar kl. 8:00 og boðið verður uppá kaffi og létta morgunhressingu. Dagskrá: 8:30 — Björn Óli Haukson forstjóri Isavia opnar fundinn 8:35 — Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia Áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli – Horft til framtíðar 9:20 — Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjafi hjá Aton Ísland sem flugþjóð? – tækifæri og áskoranir Opið verður fyrir umræður að fundi loknum. Skráning fer fram www.isavia.is/morgunfundur S T Ó R I Ð J A Í S T Ö Ð U G U M V E X T I H V A Ð A Þ Ý Ð I N G U H E F U R U P P B Y G G I N G K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R T I L F R A M T Í Ð A R ? STA Ð S E T N I N G : HÓTEL HILTON REYKJAVÍK stjórnmál Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosn- inganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórn- málaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfara- flokkurinn, Píratar, Alþýðufylking- in, Samfylkingin, Dögun og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofn- fund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tím- inn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvars- maður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðnings- manna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda. – þh Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Viðskipti Forsvarsmenn lággjalda- flugfélagsins Easyet segja hagnað félagsins munu dragast saman um meira en 25 prósent fyrir árið. Sam- drátturinn er rakinn til ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB. Forsvarsmenn Easyjet segja mikla lækkun á gengi pundsins munu hafa neikvæð áhrif á reksturinn næstu tólf mánuði. Áætlað er að kostnað- urinn verði jafnvirði 26 milljarða króna, næstu tvö árin. Gengi hlutabréfa í Easyjet lækk- aði um yfir fimm prósent í kjölfar þessara fregna. – sg Easyjet tapar 26 milljörðum á útgöngu Breta Viðskipti Snap Inc., eigandi sam- félagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, við skráningu. Forsvarsmenn Snapchat segja að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara í ár. EMarketer telur að tekjur fyrir- tækisins verði milljarður dollara 2017. Þá yrði markaðsvirði þess 25-faldar tekjur á ársgrundvelli. – sg Snapchat á leið á markað kosningar 2016 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Fréttablaðið/SteFán bílar Bílaumboðið Askja, þjónustu- aðili Mercedes-Benz á Íslandi, hefur selt metfjölda af Mercedes-Benz það sem af er árinu. „Á þessu ári þá höfum við selt 330 Mercedes-Benz bifreiðar sem er mesta sala frá upphafi. Samt eigum við þrjá mánuði eftir af árinu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Öskju og formaður Bílgreina- sambandsins. Lúxusbílasala sé að aukast jafnt og þétt. – ngy Met í sölu á Benz-bílum Þota easyjet á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Pjetur Samkvæmt frétt WSj er Snapchat metið á 25 milljarða dollara. Mynd/blooMberg 330 Mercedes-Benz bílar hafa verið seldir á Íslandi í ár. f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 11m á n U D a G U r 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D C -7 1 5 8 1 A D C -7 0 1 C 1 A D C -6 E E 0 1 A D C -6 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.