Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 11
 Isavia boðar til morgunfundar um áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Á fundinum verður kynnt ný skýrsla þar sem skoðaðar eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. október á Hilton Nordica Reykjavík kl. 8:30–10:00. Húsið opnar kl. 8:00 og boðið verður uppá kaffi og létta morgunhressingu. Dagskrá: 8:30 — Björn Óli Haukson forstjóri Isavia opnar fundinn 8:35 — Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia Áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli – Horft til framtíðar 9:20 — Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjafi hjá Aton Ísland sem flugþjóð? – tækifæri og áskoranir Opið verður fyrir umræður að fundi loknum. Skráning fer fram www.isavia.is/morgunfundur S T Ó R I Ð J A Í S T Ö Ð U G U M V E X T I H V A Ð A Þ Ý Ð I N G U H E F U R U P P B Y G G I N G K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R T I L F R A M T Í Ð A R ? STA Ð S E T N I N G : HÓTEL HILTON REYKJAVÍK stjórnmál Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosn- inganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórn- málaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfara- flokkurinn, Píratar, Alþýðufylking- in, Samfylkingin, Dögun og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofn- fund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tím- inn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvars- maður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðnings- manna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda. – þh Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Viðskipti Forsvarsmenn lággjalda- flugfélagsins Easyet segja hagnað félagsins munu dragast saman um meira en 25 prósent fyrir árið. Sam- drátturinn er rakinn til ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB. Forsvarsmenn Easyjet segja mikla lækkun á gengi pundsins munu hafa neikvæð áhrif á reksturinn næstu tólf mánuði. Áætlað er að kostnað- urinn verði jafnvirði 26 milljarða króna, næstu tvö árin. Gengi hlutabréfa í Easyjet lækk- aði um yfir fimm prósent í kjölfar þessara fregna. – sg Easyjet tapar 26 milljörðum á útgöngu Breta Viðskipti Snap Inc., eigandi sam- félagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, við skráningu. Forsvarsmenn Snapchat segja að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara í ár. EMarketer telur að tekjur fyrir- tækisins verði milljarður dollara 2017. Þá yrði markaðsvirði þess 25-faldar tekjur á ársgrundvelli. – sg Snapchat á leið á markað kosningar 2016 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Fréttablaðið/SteFán bílar Bílaumboðið Askja, þjónustu- aðili Mercedes-Benz á Íslandi, hefur selt metfjölda af Mercedes-Benz það sem af er árinu. „Á þessu ári þá höfum við selt 330 Mercedes-Benz bifreiðar sem er mesta sala frá upphafi. Samt eigum við þrjá mánuði eftir af árinu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Öskju og formaður Bílgreina- sambandsins. Lúxusbílasala sé að aukast jafnt og þétt. – ngy Met í sölu á Benz-bílum Þota easyjet á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Pjetur Samkvæmt frétt WSj er Snapchat metið á 25 milljarða dollara. Mynd/blooMberg 330 Mercedes-Benz bílar hafa verið seldir á Íslandi í ár. f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 11m á n U D a G U r 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D C -7 1 5 8 1 A D C -7 0 1 C 1 A D C -6 E E 0 1 A D C -6 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.