Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2016, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 22.10.2016, Qupperneq 68
Bjórsoðinn svínahnakki 500 g svínahnakki 4 flöskur af dökkum bjór eða rauðöl (má líka nota ljósan bjór) Ferskar jurtir eftir smekk Afskurður af grænmeti ef svoleiðis er til 2 laukar 4 hvítlauksgeirar Svínahnakkinn er settur í djúpt ílát með kryddi og grænmeti og bjórn- um hellt yfir. Sett í ofn yfir nótt á 80 gráðu hita. Um morguninn má lækka hitann í 65-70 gráður. Kjöt- ið má vera í ofninum fram að kvöld- mat. Þegar komið er að kvöldmat er hnakkinn rifinn niður og settur í pott og velt upp úr góðri bbq-sósu og salti og pipar. Pico De Gallo salsasósa ½ rauð paprika, smátt skorin 3 tómatar, án kjarnans og smátt skornir 1 stk. lítill rauðlaukur, smátt skorinn Jalapeño, magn eftir smekk, smátt skorið Kóríander, hálft búnt eða eftir smekk, saxað smátt Safi úr 1 lime Öllu blandað saman Hitið mjúka taco-skel. Smá salat sett ofan í, rifna kjötið næst og toppað með Pico De Gallo salsasósunni. BjórDeiGsPitsa Dugar í tvær minni pitsur 3 bollar hveiti 1 msk. lyftiduft ½ tsk. salt 400 ml bjór Þurrefnum blandað saman og bjór hellt saman við. Deigið hnoð- að þar til vel blandað. Hveiti dreift á borðplötu, deigið tekið úr skálinni, hveiti dreift á borðið og hnoðað. Látið deigið hefast í skál- inni í 1-2 klst. Deigið er svo flatt út, myndið brún og berið ólífuolíu á hana. sæt laukschilitómatsósa 1 stk. rauðlaukur, smátt skorinn 3 stk. rautt chili, smátt skorið 2 hvítlauksgeirar, marðir 50 g tómatpuré 4 tómatar, smátt skornir 2 msk. óreganó 3 msk. púðursykur Salt og pipar Látið lauk, chili og hvítlauk svitna á pönnu. Sykrinum bætt út í og loks tómatpuré og tómötum. Þessu er leyft að malla í nokkrar mínútur þar til allt hefur blandast vel saman. Pitsubotn er þakinn með sós- unni, mozzarella-osti og því hráefni sem hugurinn girnist. Ég mæli með að baka hana bara með sósu og osti og toppa hana svo þegar hún kemur úr ofninum með klettasalati, hráskinku og parmesanosti. Bakið pitsuna á 210 gráðu hita með blæstri í um 10-14 mínútur. mom (milk of maDaGascar) súkkulaði frá Omnom 150 ml rjómi Vanilluís (ég mæli með ís frá Valdísi) Saltaðar möndlur eða salthnetur Karamellupopp (t.d. frá Ástríki) Soðið er upp á 150 ml af rjóma. Þegar suðan er komin upp er pott- urinn tekinn af og súkkulaðinu bætt við í molum. Þessu er svo hrært saman út frá miðju með sleikju eða skeið. Salthnetur eða möndlur eru sett- ar í botn á skál, vanilluískúla ofan á og svo er toppað með sósunni. Karamellupopp sett ofan á. Fyrir mér þýðir haust- ið sveppir, rótargrænmeti, sýrt grænmeti og ýmiss konar villibráð. Einnig má nefna hægeldað kjöt og þyngri rétti. Margrét Ríkharðsdóttir Starri Freyr Jónsson starri@365.is Matreiðslumeistarinn Margrét Ríkharðsdóttir stendur vaktina um helgina. Fiskur er uppáhaldshráefni hennar, sérstaklega þorskur, karfi og steinbítur. MYND/EYÞÓR Bjórsoðinn svínahnakki í mjúkri taco-skel. Bjórdeigspitsa með sætri laukchili- tómatsósu. MOM (Milk of Madagascar) er frum- legur og góður eftirréttur. enGin afslöPPun um helGina Eins og flestir matreiðslumenn er Margrét Ríkharðsdóttir afar upptekin um helgina. Hún tók þó forskot á sæluna síðasta miðvikudag og eldaði ljúffenga bjórdeigspitsu. Hún deilir uppskriftinni hér með lesendum ásamt öðru góðgæti. Matreiðslumeistarinn Margrét Rík- harðsdóttir slakar lítið á um helg- ina frekar en flestar aðrar helgar ársins. Hún mun í staðinn standa vaktina á Bryggjunni Brugghúsi þar sem hún eldar góðan mat ofan í gesti staðarins ásamt samstarfs- fólki sínu. Helgin verður þó ekki ein- tóm vinna. Eftir vakt gærkvölds- ins smakkaði hún á nýjum bjór úr smiðju Bergs bruggara sem nefnist Hop Dylan i.p.a. „Á morgun, sunnu- dag, ætla ég að eyða kvöldinu á Bryggjunni en Valdimar mun leiða sunnu-djassinn og ég vil alls ekki missa af því. Annars tók ég smá forskot á helgina síðasta miðviku- dag en þá eldaði ég bjórdeigspitsu með sætlaukschili-tómatsósu, mozzarella, klettasalati, jamon de cebo ibérico og parmesanosti.“ Fyrsti vetrardagur er í dag og áherslur varðandi hráefni breyt- ast í eldhús Margrétar. „Fyrir mér þýðir haustið sveppir, rótargræn- meti, sýrt grænmeti og ýmiss konar villibráð. Einnig má nefna hægeldað kjöt og þyngri rétti.“ Annars er fiskurinn upp- áhaldshráefni Margrétar, þá sér- staklega þorskur, karfi og steinbít- ur. „Rækjurnr eru líka góðar en við reykjum þær mikið hér á Bryggj- unni. Á jólaseðli okkar ætlum við að vera aftur með bjórgrafinn lax sem við prófuðum að gera í fyrra. Í ár ætlum við að nota nýja bjór- tegund og ég er mjög spennt að sjá hvernig það kemur út.“ Margrét gefur lesendum Fréttablaðsins hér þrjár ljúffengar og einfaldar upp- skriftir. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 Fatnaður í Stærðum 14-28 Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 7 -6 B 5 4 1 B 0 7 -6 A 1 8 1 B 0 7 -6 8 D C 1 B 0 7 -6 7 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.