Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sport Arnar Freyr vonast til að standast væntingarnar. 14 Menning Ballettinn Giselle er fjögurra stjörnu verk. 26 lÍfið Hildur Rut Ingimarsdóttir veit allt um avókadó. 22 plús 2 sérblöð l fólk l  lÍfið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 w w w.forlagid. i s á morgun hluti af ÞÚ ÞARFT á ferðinni stjórnMál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við  Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíð- ar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig þremur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósenta fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur lands- ins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Sam- fylkingin galt afhroð, fékk þrjá þing- menn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Fram- sóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Við- reisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosninga- baráttunni. Afdráttarlausar yfirlýs- ingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnar- myndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmynd- unarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldr- ei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til Alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta Íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund for- seta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhann- esson hafa báðir lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarum- boðið. – sa/snæ Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsam- starf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 32 er samanlagður þingmanna- fjöldi Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið/anton brink 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 D -5 A 8 0 1 B 1 D -5 9 4 4 1 B 1 D -5 8 0 8 1 B 1 D -5 6 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.