Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 31.10.2016, Qupperneq 8
Á netinu, snertilaust og um allan heim Nýtt debetkort Landsbankans gerir alla verslun og þjónustu þægilegri og öruggari. Nú getur þú verslað á netinu með debetkortinu, greitt snertilaust og notað kortið á fjölmörgum stöðum um allan heim. Kynntu þér nýtt debetkort á landsbankinn.is/nyttdebetkort 50 40 30 20 10 0 50 40 30 20 10 0 n Björt Framtíð n Framsókn- arfl. n Viðreisn n Sjálfstæðisfl. n Píratar n Samfylkingin n Vinstri græn ✿ Fylgi flokkanna skv. skoðanakönnunum 365 og Gallup ©Kristinn Ingvarsson Baldur Þórhallsson *** Local Caption *** Þetta er promo mynd frá honum. Má nota à allt. Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöð- ugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfis- breytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjós- endum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild. Grétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálf- stæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa  kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breyt- ingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“ Baldur Þórhallsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséð- ar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbún- aðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjór- flokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlut- fall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálf- stæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnar- myndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórn- arkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur. svavar@frettabladid.is Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand Hógværar kerfisbreytingar og varkár efnahagsstjórn virðast vera skilaboð kjósenda eftir kosningarnar á laugardag. Stjórnmálaskýr- endur segja að óbreytt ástand komi ekki til greina frekar en kollsteypur. Lykilstaða Viðreisnar í stjórnarmyndun blasir við. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki. Grétar Þór Eysteinsson, prófessor við HA ...í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira. Baldur Þórhallsson, prófessor við HÍ. 1999 2003 2007 2009 2013 2016 ✿ Fylgi flokkanna í alþingiskosningum frá 1999 7,2% 11,5% 10,5% 29,0% 14,5% 5,7% 15,9% 5,1% 11,2% 25,1% 20,3% 6,0% 16,4% 10,8% 9 mars 5 apr 30 apr 27 maí 1 jún 6 sept 26 sept 5 okt 12 okt 29. sept 19 okt 28 okt 26 okt 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 D -8 2 0 0 1 B 1 D -8 0 C 4 1 B 1 D -7 F 8 8 1 B 1 D -7 E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.