Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2016, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 31.10.2016, Qupperneq 13
fólk kynningarblað 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r Hópurinn í Dubai (f.v.), Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, Þórunn Hannesdóttir hjá North Limited, Sigríður Hjaltdal hjá North Limited, Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Stefánsson hjá 1+1+1 og Gústav Jóhannsson og Ágústa Magnúsdóttir hjá AGUSTAV. MYND/HÁLFDÁN PEDERSEN Þrjú íslensk hönnunarteymi sýndu á Dubai Design Week í síðustu viku en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir hönnuðir taka þátt á þess- ari stærstu sölusýningu hönnunar í Miðausturlöndum. Á hverju ári bjóða skipuleggj- endur Dubai Design Week og sölu- sýningarinnar Downtown De- sign þremur til fimm hönnunar- vikum að sýna á hátíðinni. Í ár var HönnunarMars frá Reykja- vík valin, auk hönnunarvikna frá Barcelona, Addis Ababa, Beirut og Taipei en hátíðin fór fram dagana 25.-28. október. Það voru fyrirtækin Agus- tav, 1+1+1 og North Limited sem kynntu hönnun sína en þetta var mikið tækifæri fyrir fyrirtæk- in þrjú og um leið fyrir Hönnun- arMars að sögn Söru Jónsdóttur, verkefnastjóra HönnunarMars, sem fór út til Dubai með íslenska hópnum. „Stjórnendur í Dubai voru ráðleggjandi varðandi val á fyrirtækjunum héðan og ljóst er að þeir hafa áhuga á að kynna nor- ræna hönnun og verkefni sem eru mun nær grasrót hönnunar en al- mennt sést í Dubai.“ Dubai Design Week er stór hátíð með fjölda viðburða um alla borg að sögn Söru. „Downtown Dubai er sölusýning í risastóru tjaldi þar sem fyrirtæki leigja sýning- arbása. Þar voru alls kyns fyrir- tæki, frá Swarovski yfir í norsku Jotun málninguna, eða Hermann Miller yfir í Gaggenau. Innan um stóru fyrirtækin voru svo hönnun- arhátíðirnar með minni fyrirtæki frá sínum löndum. Þar gafst fyr- irtækjum okkar mjög gott tæki- færi til að hitta kaupendur, fram- leiðendur og mynda tengslanet. Ef allt gengur að óskum verða til viðskiptasambönd sem geta orðið verulega verðmæt í framtíðinni.“ Básinn vakti athygli Sara segir hönnuðina að baki Ag- ustav, 1+1+1 og North Limited hafa sjálfbærni að leiðarljósi við hönnun á hágæða vörum sem bera með sér sterkan keim norrænn- SérStök og öðruvíSi Íslenskir hönnuðir tóku þátt í stærstu sölusýningu hönnunar í Miðausturlöndum í síðustu viku undir merkjum HönnunarMars. Básinn vakti mikla athygli sýningargesta og nálgun íslensku hönnuðanna þótti sérstök og öðruvísi. Það voru fyrirtækin Agustav, 1+1+1 og North Limited sem kynntu hönnun sína. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900- www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög ————————— Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða- opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 Starri Freyr Jónsson starri@365.is 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 D -6 4 6 0 1 B 1 D -6 3 2 4 1 B 1 D -6 1 E 8 1 B 1 D -6 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.