Fréttablaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 17
fólk
kynningarblað 3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R
Nýlega kom út þriðja tölublað
hönnunartímaritsins HA, stút-
fullt af áhugaverðu efni eins og
fyrri tölublöð. Útgáfa tímaritsins
er mjög metnaðarfull en að henni
standa eigendur Hönnunarmið-
stöðvar Íslands.
Markmiðið með útgáfu tíma-
ritsins var að skapa vettvang til
að dýpka hönnunartengda umræðu
í þjóðfélaginu og lyfta henni á
hærra plan að sögn ritstjóra þess,
Arnars Fells Gunnarssonar. „Við
vildum efla þekkingu á hönnun og
arkitektúr og sýna áhrif og mikil-
vægi þeirra. Tímaritinu er einnig
ætlað að vera kynningarvettvang-
ur fyrir íslenska hönnun á erlendri
grundu og því var ákveðið að hafa
það tvítyngt, bæði á íslensku og
ensku. Því má segja að markið hafi
verið sett mjög hátt strax í
byrjun.“
Arnar er menntað-
ur grafískur hönnuður en
hefur að eigin sögn allt-
af haft sérstakan áhuga
á því að glíma við texta.
„Ég hafði áður starfað sem
blaðamaður og ljósmynd-
ari og hef alltaf haft áhuga
á útgáfu og bókagerð. Ég
var búsettur í Hollandi með
kærustunni minni þegar
vinkona mín benti mér
á að sækja um starf rit-
stjóra tímaritsins. Ég gat
ekki setið á mér og sótti um
starfið, enda þykir mér fátt
meira spennandi en að ráð-
ast í krefjandi verkefni og
byggja þau upp alveg frá
grunni.“
Þrotlaus vinna
Það er miki l
áskorun að gefa
út tímarit á borð
við HA á svo
litlum markaði.
„Að gefa út rit
sem fær hönn-
unar- og pappírs-
perra landsins
til að taka andköf
er ekki gert í einni svipan. Þetta
er þrotlaus vinna fámenns hóps
sem keyrir sig áfram af metnaði
og ástríðu. Það er þessum hópi að
þakka að tímaritið er að festa sig
í sessi og það án nokkurrar mála-
miðlunar í prentun eða gæðum. En
þetta hefði aldrei verið hægt nema
með aðkomu fagfélaganna níu því
þar fengum við um eitt þúsund
fagmenntaða hönnuði sem áskrif-
endur. Þar skapaðist grunnurinn
fyrir útgáfuna.“
Smám saman hefur áhugafólk
um íslenska hönnun bæst í hóp
áskrifenda en erlendir ferðamenn
kaupa mest af blaðinu í lausa-
sölu. „Annars hafa viðtökurnar
verið frábærar og við fáum reglu-
lega „aðdáendapóst“ frá fólki víða
að úr heiminum sem hefur fall-
ið fyrir ritinu. Þótt senan hér
sé lítil þá virðist vera af nógu
að taka. Við gefum út tvö blöð á
ári, vor og haust, og erum ekki í
neinum vandræðum með að fylla
hverja útgáfu. Á milli blaða er
umræðunni er svo haldið á lofti á
heimasíðu tímaritsins www.hade-
signmag.is, á facebook (HA) og á
Instagram (@hadesignmag). Við
fengum líka nýlega tilnefningu til
FÍT-verðlaunanna og sérstaka við-
kenningu á hönnunarverðlaunum
Grapevine.“
nýta Þarf meðbyrinn
Hann segir Íslendinga aldrei hafa
verið sérlega sterka í framleiðslu
eða útflutningi, að sjávarútvegi
frátöldum, en vissulega eigi ís-
lensk hönnun fullt erindi á erlend-
an markað. „Sérstaklega ef við
setjum hana í samhengi við þann
gríðarlega áhuga sem nú er fyrir
öllu því sem tengist landinu.
Nýta þarf meðbyrinn og áhug-
ann til fulls en eins leiðinlegt og
það hljómar þá snýst þetta bara
um pólitík. Ef við viljum búa til
raunverulegan samkeppnishæf-
an atvinnuveg úr íslenskri hönn-
un og hugviti þá þarf að fjárfesta
í innviðum og uppbyggingu, rétt
eins og nágrannaþjóðir okkar
hafa gert og við höfum sjálf gert
í landbúnaði, sjávarútvegi, orku-
geiranum og jafnvel ferðamanna-
iðnaðinum.“
Hann veltir fyrir sér hvort of
mikill fókus hafi verið á einsleita
og að sumu leiti úrelta stóriðju-
stefnu í stað þess að byggja upp
fjölbreytilegt og skapandi at-
vinnuumhverfi,
drifið áfram af
hönnun og hug-
viti. „Eins og ég
segi þá eru þetta
e ng i n ge i m -
vísindi, þetta
snýst bara um
stefnu og metn-
aðinn sem er sett-
ur í að halda henni.“
starri@365.is
markið sett hátt
Þriðja tölublað hönnunartímaritsins HA kom nýlega út. Efni blaðsins er
fjölbreytt en því er meðal annars ætlað að dýpka hönnunartengda
umræðu í þjóðfélaginu og lyfta henni á hærra plan.
„Þetta er þrotlaus vinna fámenns hóps sem keyrir sig áfram af metnaði og
ástríðu,“ segir Arnars Fells Gunnarsson, ritstjóri HA. MYNDIR/STEFÁN
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Rennihurðarbrautir í úrvali
Skv. Prentmiðlamæling Gallup, jan.-mar. 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,5% 59,5% lesa Fréttablaðið
28,6% lesa
Morgunblaðið
Allt sem þú þar ...
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
9
2
-8
A
A
4
1
9
9
2
-8
9
6
8
1
9
9
2
-8
8
2
C
1
9
9
2
-8
6
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K