Fréttablaðið - 30.05.2016, Side 42

Fréttablaðið - 30.05.2016, Side 42
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik Jónsson Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á LSH Fossvogi 21. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.00. Halldóra Friðriksdóttir Sveinn Sturlaugsson Jón Stefán Friðriksson Ágústína Halldórsdóttir Friðrik Friðriksson Snæbjörg Sigurgeirsdóttir Haraldur Friðriksson Lilja Björk Högnadóttir Ólafur Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um Alyson J. K. Bailes aðjúnkt við stjórnmálafræðideild, fer fram í Háskóla Íslands, Litla-torgi, þriðjudaginn 31. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarsamtök. Fyrir hönd samstarfsfólks í Háskóla Íslands, Baldur Þórhallsson, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, Einar Laxness sagnfræðingur, Stóragerði 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 2. júní kl. 15.00. Elsa Jóna Theódórsdóttir Sigríður Einarsdóttir Laxness Paolo Turchi Halldór E. Laxness Kristin McKirdy Margrét E. Laxness Þórmundur Bergsson Einar E. Laxness Steinunn Agnarsdóttir Hjalti Garðar Lúðvíksson Ólafia Jóna Eiríksdóttir Theódór Lúðvíksson Elísabet Jóhannsdóttir og fjölskyldur. Merkisatburðir 1593 Breska leikskáldið Christopher Marlow er drepinn á krá vegna deilna um borgun á reikningi. 1829 Jónas Hallgrímsson flytur prófræðu sína í Bessastaða- kirkju. 1851 Jón Sigurðs- son er kosinn forseti Kaupmannahafnar- deildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. Um skeið var hann einnig forseti Alþingis. 1940 Róstur verða eftir knatt- spyrnuleik milli Fram og Víkings í Reykjavík. Þrjátíu manns eru handteknir. 1977 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóð- rautt sólarlag, er frum- sýnd og veldur deilum. 1980 Breski fótbolta- maðurinn Steven Gerrard fæddist. 1981 Forseti Bangla- dess, Zia Rahman, er ráðinn af dögum. 1984 Alþingismönnum er fjölgað úr 60 í 63 og kosninga- aldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár. 1998 Allt að 5.000 manns láta lífið í jarðskjálfta í Afganistan. Steven Gerrard Jón Sigurðsson Jónas Hallgrímsson Jóhanna af Örk, eða Mærin frá Orléans, sem er þjóðþekkt hetja í Frakklandi og kaþólskur dýrlingur lést á þessum degi árið 1431 í Rúðuborg í Frakklandi. Jóhanna var frönsk almúgastúlka fædd í austurhluta Frakklands 1412. Ung sagðist hún sjá sýnir sem voru frá guði komnar. Hann skipaði henni að ná Frakklandi undan yfirráðum Englendinga í Hundrað ára stríðinu. Hinn ókrýndi Karl sjöundi sendi hana til Orléans, sem Eng- lendingar höfðu á valdi sínu. Hún fór fyrir franska herliðinu og varð fræg fyrir að hrekja Englendingana á brott. Á aðeins níu dögum náði hún að vinna fleiri sigra og leiddi það til þess að Karl var krýndur í Reims. Segja má að sigrar hennar og hersins franska hafi gefið frönsku þjóðinni aukið sjálfstraust. Eng- lendingar náðu hins vegar að handsama Jóhönnu nærri Compiègne. Þar dæmdi enski landstjórinn hana fyrir villutrú og lét svo brenna hana á báli. Kallixtus 3. páfi veitti henni uppreisn æru tuttugu og fjórum árum síðar. Bene- dikt 15. páfi tók hana í dýrlingatölu í maí árið 1920. Þ etta g e r ð i st : 3 0 . m a í á r i ð 1 4 3 1 Jóhanna af Örk er brennd á báli  Jóhanna af Örk var brennd á báli þennan dag árið 1431. „Þetta er rannsóknarverkefni til þriggja ára sem ég er að fara af stað með. Fyrir rúmu ári var samið við læknafélagið og það komu hæstu launahækkanir sem hefur nokkurn tímann verið samið um, en endurkoma læknanna hefur ekki átt sér stað. Þá þarf að skoða aðra þætti. ef launin skipta ekki höfuðmáli, hvað gerir það?“ segir Kjartan Páll sveinsson, nýdoktor við félagsfræðideild Háskóla íslands. Hann mun rannsaka brottflutn- ing  íslenskra lækna eftir hrun, hvað valdi því að þeir verði úti og hvað dragi þá heim.   „eitt af því sem þarf að skoða sér- staklega er umgjörðin, heilbrigðiskerf- ið, starfsumhverfið sjálft og strúktúrinn. Flestir læknar bæta upp léleg kjör með því að vinna á eigin stofu  og ég held að það sé ekkert mjög spennandi fyrir lækna. Þeir vilja heildstætt gott kerfi þar sem allir vinna saman, þeir eru með gott teymi á bak við sig og aðgang að fínum tækjum og öðru. Læknir sem þarf góðan strúktúr í kringum sig vill kannski ekki endilega koma heim. Þetta er eitt af því sem ég kem til með að skoða og eitt af því sem landlæknir er farinn að segja núna,“ segir Kjartan.  „Það er líka  spennandi að vita hvað lokkar læknana heim. ef launin eru ekki í lagi og starfsumhverfið er grautsúrt eins og núna, þá er hitt sem lokkar fjölskyldu- líf og annað,“ segir Kjartan. „Við erum svo lítil þjóð sem reiðir sig á að læknar komi heim. Við erum mjög berskjölduð fyrir sviptingum í mannafla.“ Kjartan áætlar að hann verði búinn að safna gögnum í lok árs, hann mun svo vinna úr þeim og kynna niðurstöður ári síðar. „Ég ætla að passa upp á það að kynna þessa niðurstöðu líka, það kemur örugglega eitthvað krassandi út úr þessu,“ segir Kjartan. saeunn@frettabladid.is Rannsakar brottflutning íslenskra lækna eftir hrun Brottflutningur íslenskra lækna hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár. Félags- fræðingur ætlar að rannsaka hvað valdi þessu og hvað lokkar læknana heim. Hann segir Ísland berskjaldað fyrir sviptingum í mannafla og býst við að fá krassandi niðurstöðu. Kjartan Páll Sveinsson segir brottflutning lækna vegna sérnáms vera af hinu góða, en þeir verði að koma til baka. Mynd/Kristinn Ingvarsson 3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R18 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót 3 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 9 2 -7 6 E 4 1 9 9 2 -7 5 A 8 1 9 9 2 -7 4 6 C 1 9 9 2 -7 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.