Fréttablaðið - 30.05.2016, Side 46
Ný og endurbætt
timburverslun breidd
verslun BYKO á Granda er
opin aftur eftir breytingar
www.byko.is
„Óperudagar í Kópavogi er glæný
hátíð sem verður haldin fyrstu
fimm dagana í júní og þá verður
allt á suðupunkti í bænum,“ segir
Guja Sandholt, listrænn stjórnandi
Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum
við á laugardaginn með frumflutn-
ingi Fótboltaóperunnar sem við
fengum Helga Rafn Ingólfsson, tón-
skáld í London, til að skrifa. Það er
örstutt verk sem Tryggvi Gunnars-
son stjórnar, samið bæði í tilefni af
Óperudögunum og EM og í henni
taka þátt sex einsöngvarar, auk
barnakórs Kársness, sem Þórunn
Björnsdóttir þjálfar.“
Guja segir Fótboltaóperuna verða
flutta öðru hverju á hátíðinni og
hvetur áhugasama til að skella sér
í krakkagönguna eða á lokatón-
leikana í Salnum.
Listafólkið sem kemur fram á
Óperudögum er ýmist að ljúka
námi eða byrjað að starfa við sitt
fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal
annars Aron Cortes, litla bróður
Garðars Thors. Hann verður í nýrri
sýningu sem heitir Selshamurinn.
Árni Kristjánsson skrifaði handritið
sem byggir á samnefndri þjóðsögu
og Matthildur Anna Gísladóttir
tónlistarstjóri valdi óperutónlist
við. Selshamurinn verður fluttur í
Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og
líka sýningin Poppea Remixed með
óperutónlist úr Krýningu Poppeu
eftir Monteverdi í bland við popp-
músík hollenska dúósins Sommer-
hus.
Guja vekur sérstaka athygli á
óperugöngum. Þær hefjast utan við
garðskálann í Gerðarsafni, liggja
um hjarta Kópavogs og kíkt verður
á staði þar sem búast má við óvænt-
um uppákomum. „Ég veit ekki til að
boðið hafi verið upp á slíkar göngur
hér á landi áður,“ segir hún.
„Tugir fólks koma fram á Óperu-
dögum í Kópavogi, lífga upp á
bæinn og langflestir viðburðirnir
eru ókeypis. Fólk getur fylgst með
Kristni Sigmundssyni og nemend-
um hans í Salnum, tekið þátt í kaba-
rettkvöldi í garðskála Gerðarsafns
eða stungið sér inn á stofutónleika í
heimahúsum,“ segir Guja og bendir
á heimasíðu hátíðarinnar: www.
operudagar.is. gun@frettabladid.is
Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham
Fyrsta óperuganga á Íslandi, íslensk þjóðsaga með þekktum aríum, fótboltaópera og sambland af óperu-
sýningu og poppi. Allt er þetta í boði á Óperudögum í Kópavogi frá 1. til 5. júní – og ýmislegt fleira.
„Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi.
Fréttablaðið/anton brinK
TónlisT
sinfóníutónleikar
★★★★★
Verk eftir Ravel, Tsjajkovskíj og
Beethoven í flutningi sinfóníu-
hljómsveitar Íslands á listahátíð í
Reykjavík.
stjórnandi: Valdimir Ashkenazy.
Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet.
Eldborg í Hörpu
Miðvikudaginn 25. maí
Segja má að aukalagið á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
miðvikudagskvöldið hafi verið
aðalatriði tónleikanna. Einleikar-
inn, Jean-Efflam Bavouzet var
búinn að spila G-dúr konsertinn
eftir Ravel með þvílíkum látum að
það var eins og hann væri að keppa
í spretthlaupi á Ólympíuleikunum.
En það var ekki nóg. Eftir töluverð
fagnaðarlæti og uppklapp settist
hann aftur við flygilinn og byrjaði
að spila. Hann gerði það án þess að
kynna lagið á undan og ég verð að
viðurkenna að ég kannaðist ekki
við það. Leikur Bavouzet var flott-
ur. Hann spilaði ógnarhröð tóna-
hlaup upp og niður, og tók þvílík
heljarstökk eftir hljómborðinu að
maður saup hveljur.
Á eftir spurði ég fullt af fólki
hvaða lag þetta hefði verið. Eng-
inn hafði hugmynd um það en
voru forvitnir. Loks kom í ljós að
þetta var Konsertetýða (Etude de
concert) eftir Gabriel Pierne, sem
var franskur og var uppi á árunum
1863 til 1937. Hann er ekki með
þeim þekktari en þessi etýða hans
var skemmtileg, lifandi og spont-
ant. Hún var dásamleg í meðförum
píanóleikarans.
Talandi um árið 1937 þá er það
einmitt fæðingarár Vladimirs
Ashkenazy, sem var stjórnandinn á
tónleikunum. Hann fylgdi einleik-
aranum af öryggi og festu, en samt
var leikur Bavouzet svo hraður að
vandasamar tónahendingar og
strófur alls konar blásturshljóðfæra
voru stundum ónákvæmar. Það var
lítið um kræsilega uppbyggingu í
túlkuninni. Allt var lagt á borðið
strax. Hugsanlega hefði mátt leika
ögn hægar, það hefði gert flutning-
inn meira spennandi á köflum. Það
er ekkert voðalega djúsí þegar heill
konsert er fátt annað en endalausir
hápunktar og lokahnykkir. Þá verð-
ur útkoman í rauninni fremur flöt.
Engu að síður verður að segja að
leikur Bavouzets var ótrúlega glæsi-
legur. Tæknin var óaðfinnanleg, en
túlkunin orkaði nokkuð tvímælis.
Tvö önnur verk voru á dag-
skránni, hinn svonefndi fant-
asíuforleikur Rómeó og Júlía eftir
Tsjajkovskíj og Sveitasinfónía
Beethovens. Sá fyrrgreindi var frá-
bær. Hann var í senn viðkvæmur
og rómantískur, en líka þrunginn
ákefð og ástríðu. Hljómsveitin
spilaði afar vel, af svo mikilli fag-
mennsku að það var unaðslegt
áheyrnar. Allir bestu eiginleikar
Ashkenazys komu hér berlega
fram: Næm tilfinning fyrir atburða-
rás í tónlistinni, fókuseruð fram-
vinda og agi, sprengikraftur á akk-
úrat réttu augnablikunum, hvergi
dauður punktur. Þetta var snilld.
Furðulegt nokk þá var Sveitasin-
fónia Beethovens ekki líkt því eins
sannfærandi. Að upplaginu til er
hún einkar áhrifamikil hugleiðing
um náttúruna, en hér var túlkunin
ekkert sérstaklega djúp. Það var
allt slétt og fellt á yfirborðinu, en
undir aldan var víðsfjarri. Leikurinn
var vissulega flottur, en framvindan
var máttlaus, það gerðist ósköp
lítið í tónlistinni. Sinfónían komst
aldrei á flug og svo var hún bara allt
í einu búin. Þetta voru vonbrigði.
Jónas Sen
niðuRsTaða: Ofsafengin túlkun
á píanókonsert Ravels var einum of
þótt hún væri glæsileg, Tsjajkovskíj
var frábær en Beethoven síðri.
Heljarstökk eftir hljómborðinu
Jean-Efflam bavouzet sýndi mikla tæknilega færni á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands siðasta miðvikudagskvöld.
3 0 . m a Í 2 0 1 6 m Á n u D a G u R22 m E n n i n G ∙ F R É T T a B l a ð i ð
menning
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
9
2
-9
9
7
4
1
9
9
2
-9
8
3
8
1
9
9
2
-9
6
F
C
1
9
9
2
-9
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K