Fréttablaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 46
Ný og endurbætt timburverslun breidd verslun BYKO á Granda er opin aftur eftir breytingar www.byko.is „Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutn- ingi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tón- skáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnars- son stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatón- leikana í Salnum. Listafólkið  sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða  byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við popp- músík hollenska dúósins Sommer- hus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvænt- um uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperu- dögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemend- um hans í Salnum, tekið þátt í kaba- rettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www. operudagar.is. gun@frettabladid.is Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham Fyrsta óperuganga á Íslandi, íslensk þjóðsaga með þekktum aríum, fótboltaópera og sambland af óperu- sýningu og poppi. Allt er þetta í boði á Óperudögum í Kópavogi frá 1. til 5. júní – og ýmislegt fleira. „Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi. Fréttablaðið/anton brinK TónlisT sinfóníutónleikar ★★★★★ Verk eftir Ravel, Tsjajkovskíj og Beethoven í flutningi sinfóníu- hljómsveitar Íslands á listahátíð í Reykjavík. stjórnandi: Valdimir Ashkenazy. Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet. Eldborg í Hörpu Miðvikudaginn 25. maí Segja má að aukalagið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudagskvöldið hafi verið aðalatriði tónleikanna. Einleikar- inn, Jean-Efflam Bavouzet var búinn að spila G-dúr konsertinn eftir Ravel með þvílíkum látum að það var eins og hann væri að keppa í spretthlaupi á Ólympíuleikunum. En það var ekki nóg. Eftir töluverð fagnaðarlæti og uppklapp settist hann aftur við flygilinn og byrjaði að spila. Hann gerði það án þess að kynna lagið á undan og ég verð að viðurkenna að ég kannaðist ekki við það. Leikur Bavouzet var flott- ur. Hann spilaði ógnarhröð tóna- hlaup upp og niður, og tók þvílík heljarstökk eftir hljómborðinu að maður saup hveljur. Á eftir spurði ég fullt af fólki hvaða lag þetta hefði verið. Eng- inn hafði hugmynd um það en voru forvitnir. Loks kom í ljós að þetta var Konsertetýða (Etude de concert) eftir Gabriel Pierne, sem var franskur og var uppi á árunum 1863 til 1937. Hann er ekki með þeim þekktari en þessi etýða hans var skemmtileg, lifandi og spont- ant. Hún var dásamleg í meðförum píanóleikarans. Talandi um árið 1937 þá er það einmitt fæðingarár Vladimirs Ashkenazy, sem var stjórnandinn á tónleikunum. Hann fylgdi einleik- aranum af öryggi og festu, en samt var leikur Bavouzet svo hraður að vandasamar tónahendingar og strófur alls konar blásturshljóðfæra voru stundum ónákvæmar. Það var lítið um kræsilega uppbyggingu í túlkuninni. Allt var lagt á borðið strax. Hugsanlega hefði mátt leika ögn hægar, það hefði gert flutning- inn meira spennandi á köflum. Það er ekkert voðalega djúsí þegar heill konsert er fátt annað en endalausir hápunktar og lokahnykkir. Þá verð- ur útkoman í rauninni fremur flöt. Engu að síður verður að segja að leikur Bavouzets var ótrúlega glæsi- legur. Tæknin var óaðfinnanleg, en túlkunin orkaði nokkuð tvímælis. Tvö önnur verk voru á dag- skránni, hinn svonefndi fant- asíuforleikur Rómeó og Júlía eftir Tsjajkovskíj og Sveitasinfónía Beethovens. Sá fyrrgreindi var frá- bær. Hann var í senn viðkvæmur og rómantískur, en líka þrunginn ákefð og ástríðu. Hljómsveitin spilaði afar vel, af svo mikilli fag- mennsku að það var unaðslegt áheyrnar. Allir bestu eiginleikar Ashkenazys komu hér berlega fram: Næm tilfinning fyrir atburða- rás í tónlistinni, fókuseruð fram- vinda og agi, sprengikraftur á akk- úrat réttu augnablikunum, hvergi dauður punktur. Þetta var snilld. Furðulegt nokk þá var Sveitasin- fónia Beethovens ekki líkt því eins sannfærandi. Að upplaginu til er hún einkar áhrifamikil hugleiðing um náttúruna, en hér var túlkunin ekkert sérstaklega djúp. Það var allt slétt og fellt á yfirborðinu, en undir aldan var víðsfjarri. Leikurinn var vissulega flottur, en framvindan var máttlaus, það gerðist ósköp lítið í tónlistinni. Sinfónían komst aldrei á flug og svo var hún bara allt í einu búin. Þetta voru vonbrigði. Jónas Sen niðuRsTaða: Ofsafengin túlkun á píanókonsert Ravels var einum of þótt hún væri glæsileg, Tsjajkovskíj var frábær en Beethoven síðri. Heljarstökk eftir hljómborðinu Jean-Efflam bavouzet sýndi mikla tæknilega færni á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands siðasta miðvikudagskvöld. 3 0 . m a Í 2 0 1 6 m Á n u D a G u R22 m E n n i n G ∙ F R É T T a B l a ð i ð menning 3 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 9 2 -9 9 7 4 1 9 9 2 -9 8 3 8 1 9 9 2 -9 6 F C 1 9 9 2 -9 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.