Fréttablaðið - 30.08.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 30.08.2016, Síða 4
LANGTÍMALEIGA Núna er rétta tækifærið til að gera langtímaleigusamning hjá Átak bílaleigu. Þeir sem gera langtímasamning til 24 mánaða eða lengur fyrir 10. september fá 30% afslátt af fyrsta mánuðinum og 10.000 kr. eldsneytisinneign hjá Olís. Bifreiðagjöld • tryggingar • sumardekk • vetrardekk • þjónustuskoðanir dekkjaskipti • olíuskipti • hefðbundið viðhald • 2.000 km á mánuði. 30% 30% afsláttur af fyrsta mánuðinum 10.000 kr. inneign á eldsneyti hjá Olís 10Þús. kr.INNIFALIÐ Í ÞJÓNUSTUNNI Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 554 6040 • atak@atak.is • www.atak.is Þú færð alþrif á bílnum einu sinni í mánuði NÚNA ER RÉTTA TÆKIFÆRIÐ Orkumál  Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, telur að athugasemdum Landsvirkjunar við tillögur verkefnisstjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki verið svarað. Hörður segist ekki skilja af hverju tillögurnar hafi verið unnar í tíma- þröng. Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar skilaði á föstudag umhverfis- og auðlindaráðherra til- lögum sínum að flokkun virkjunar- kosta. Um er að ræða fyrsta skiptið sem lögð er fram tillaga unnin í samræmi við lög um rammaáætlun sem tóku gildi að fullu árið 2013. „Í þessu ferli erum við að taka sem þjóð mjög mikilvægar ákvarðanir um nýtingu og vernd auðlindanna. Verkefnisstjórn hefur þurft að vinna vinnu sína í tímaþröng sem hefur haft veruleg áhrif á vinnu þeirra og ekki hefur náðst að skoða mjög mikilvæg atriði sem snúa að sam- félagi og efnahag,“ segir Hörður. „Einnig kemur það sterkt fram hjá faghópi fjögur að þetta sé ekki í samræmi við hvernig aðrar þjóðir vinni að svona ákvörðunum,“ bætir Hörður við Stefán Gíslason, formaður verk- efnisstjórnar, viðurkenndi í sam- tali við RÚV að rammaáætlun hefði verið unnin í tímaþröng. Hörður segist ekki skilja af hverju liggi á að taka svona umfangsmiklar ákvarðanir um flokkunina, það sé ljóst að þrýst- ingurinn komi ekki frá Lands- virkjun. „Við teljum að það vanti inn í þessar tillögur. Vissulega var ágætt að flokka einhverja kosti en við þessar aðstæður hefði verið skynsamlegra að fjölga kostum í biðflokki og gefa aðilum færi á að vinna greiningar sem snúa að áhrif- um á samfélag og efnahag áður en svona umfangsmiklar ákvarðanir eru teknar,“ segir forstjóri Lands- virkjunar. – sg Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir tímaþröng við rammaáætlun DANmÖrk Tap Dana vegna þátttöku í fjárhættuspilum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum hefur vaxið um 20 pró- sent á fimm árum. Tapið nemur nú um 9 milljörðum danskra króna á ári, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danskar getraunir reyna nú að ná til þeirra sem tapa mest og hringja í þá en alls nam tap Dana vegna spila hjá dönskum getraunum 4,7 millj- örðum danskra króna í fyrra. – ibs Hringja í tapara Danir tapa og tapa í spilum. Ekki hefur náðst að skoða mjög mikil- væg atriði sem snúa að samfélagi og efnahag. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar FjÖlmiðlAr Hafliði Helgason hefur verið ráðinn ritstjóri efnahags- og viðskiptafrétta hjá Fréttastofu 365. Hann mun annast ritstjórn Mark- aðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, ásamt fleiru. Hafliði var í hópi fyrstu blaða- manna Fréttablaðsins við stofnun þess árið 2001 og starfaði þar óslitið til ársins 2007. Hann var ritstjóri Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðs- ins um viðskipti frá stofnun blaðsins árið 2005. Frá 2007 hefur Hafliði unnið að ýmsum verkefnum tengdum fjár- festingum, nú síðast sem sérfræð- ingur hjá Framtakssjóði Íslands frá árinu 2012. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og á að baki nám í blaðamennsku í Svíþjóð og heimspeki við Háskóla Íslands. Hafliði snýr aftur til 365 VelFerðArmál Nær allir leikskóla- stjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leik- skólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leik- skóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig full- sadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leik- skólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskóla- stjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skila- boðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár. „Það er mikil samstaða og sam- hugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sól- veig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að álykt- un muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjár- magn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leik- skólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörk- um,“ segir Guðrún Sólveig. erlabjorg@frettabladid.is Rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. FRéttabLaðið/EyþóR Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið. Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls Hafliði Helgason, nýráðinn ritstjóri Markaðarins 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i ð j u D A g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 5 -1 9 5 4 1 A 6 5 -1 8 1 8 1 A 6 5 -1 6 D C 1 A 6 5 -1 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.