Fréttablaðið - 30.08.2016, Side 28

Fréttablaðið - 30.08.2016, Side 28
H in eina sanna Britney Spears steig á svið á MTV Video Music Awards hátíðinni sem fór fram á sunnudaginn í Madison Square Garden. Britney hefur ekki komið fram á hátíðinni síðan árið 2007 svo að það var mikil eftirvænting eftir atriðinu hennar. Eftir atriði hennar árið 2007 var einnig beðið með mikilli eftirvæntingu og það var mjög umtalað – Britney virkaði ekkert sérstaklega hress á sviðinu, hún var aug- ljóslega bara að hreyfa varirnar með laginu og var hálf þreytuleg. Í kjölfarið var uppi orðrómur um að hún hefði verið á einhverjum lyfjum, en söngkonan hefur verið inn og út af meðferðarstofn- unum í gegnum árin. Britney Spears vakti athygli á MTV Video Music Awards þar sem hún steig á svið í fyrsta skipti í níu ár. Það vakti samt kannski helst athygli meðal Euro- vision-aðdáenda að hluti atriðisins minnti verulega á atriði Gretu Salóme sem keppti fyrir Íslands hönd í vor.  atriði Úps, tók Britney Gretu? Stefán Þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is RÁÐSTEFNA UM HÓTELLAUSNIR Ráðstefnan er gjaldfrjáls. Takmarkað sætaframboð og tilkynna þarf þátttöku á vidburdir@oryggi.is. Guy Martin frá VingCard Assa Abloy Hospitality kynnir nýjustu lausnir í hótellyklakerfum, aðgangsstýringum og verðmætaskápum, en læsingar frá þessum heimsþekkta framleiðanda opna yfir fimm milljónir herbergja á hverjum degi út um allan heim. VingCard er mest selda hótellyklakerfi á Íslandi. Ómar Brynjólfsson sérfræðingur hjá Öryggismiðstöðinni kynnir lausnir í brunaviðvörunarkerfum sem koma eiga í veg fyrir falsboð og óþarfa rýmingar með tilheyrandi óþægindum fyrir gesti og kostnaði fyrir hóteleigendur. Fundarstjóri er Auður Lilja Davíðsdóttir, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni. Öryggismiðstöðin býður til spennandi kynningarráðstefnu um hótellausnir í húsnæði Öryggismiðstöðvarinnar, Askalind 1, föstudaginn 9. september kl. 10–12. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 63 95 9 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R24 L í f I Ð ∙ f R É t t A B L A Ð I Ð Lífið Greta Salóme „Mér finnst bara mjög skemmti- legt, fyndið og mikill heiður ef þau hafa fengið innblástur úr atriðinu okkar,“ segir Greta Salóme spurð út í atriði Britney á hátíðinni. „Það var búið að segja mér frá þessu og síminn minn stoppaði ekki. Ég ákvað að kíkja á þetta og svara öllu á snapptsjattinu mínu, gretasalome. Það kom skemmti- lega á óvart hversu líkt þetta var. Þegar ég vaknaði í gærmorgun sá ég strax að það var eitthvað í gangi þar sem síminn minn var stútfullur af alls konar skilaboð- um og tilkynningum, þannig að viðbrögðin hafa verið sterk,“ segir Greta og bætir við að henni hafi alltaf fundist Britney vera töffari. Aðspurð hvort ein- hver úr teymi Britney hafi haft samband við hana til þess að fá leyfi fyrir atriðinu svarar Greta neitandi og bætir við að þeim beri engin skylda til þess „Það er fátt nýtt undir sólinni þegar kemur að þessum hlutum. Margir hafa spurt mig hvort ég sé fúl yfir þessu en það er alls ekki þannig,“ segir Greta. Ólöf Erla „Ég vil alls ekki segja að ég sé höf- undur að grafíkinni ein. Við fjögur eigum þetta allt saman ég, Greta, Jonathan og Ásgeir,“ segir Ólöf Erla Einarsdóttir, ein af grafískum hönnuðum at- riðis Gretu í Stokk- hólmi í fyrravor. „Persónulega finnst mér þetta vera mjög svipað út- lit. Fyrir utan að okkar atriði voru skuggar sem við tókum upp og breyttum í grafík sem var varpað á tjald. Þeirra var gert í beinni útsendingu. Og ef einhver í teymi Britney fékk innblástur frá okkar verkefni, þá er það bara frábært. Þetta gladdi mig allavega mjög mikið og við „Team Awesome“ eins og við kölluðum okkur fjögur úti Stokkhólm í vor, erum alveg til í fleiri skemmtileg verkefni með henni og hennar teymi það er að segja ef hún vill,“ segir Ólöf Erla og hlær. 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 6 5 -1 9 5 4 1 A 6 5 -1 8 1 8 1 A 6 5 -1 6 D C 1 A 6 5 -1 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.