Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 4
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Bretland Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusam­ bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosninga­ baráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán pró­ sent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópu­ sambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórn­ mál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formanns­ framboði. Þá útilokaði eini þing­ maður UKIP, Douglas Carswell, for­ mannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamanna­ flokksins. thorgnyr@frettabladid.is Pólitískum metnaði fullnægt Skrautlegum ferli Nigels Farage er að ljúka. Segir pólitískum metnaði sínum fullnægt og að flokkur hans standi vel eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Eini þingmaður flokksins ætlar ekki í formannsframboð. Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFp Leadsom ætlar í formanninn Orkumálaráðherrann Angela Lead- som lýsti í gær yfir framboði sínu til formanns Íhaldsflokksins. Leadsom, sem barðist fyrir Brexit, sagði þjóð- aratkvæðagreiðsluna stórmerkilega stund í heimssögunni. „Mögulega sú stærsta síðan Berlínarmúrinn féll,“ sagði Leadsom. Hún lofaði því að ef hún næði kjöri myndi hún samstundis virkja fimmtugustu grein Lissabonsátt- málans og þar með hefja aðskiln- aðarferlið. Næsti formaður flokksins mun jafnframt taka við forsætisráð- herraembættinu af David Cameron. Þá sagðist hún ekki myndu vísa neinum með vegabréf frá löndum innan Evrópusambandsins úr landi. Þeir sem væru með atvinnu í Bret- landi mættu búa þar áfram. Innanríkisráðherrann Theresa May nýtur nú mests stuðnings innan þingflokks Íhaldsmanna. 110 þingmenn styðja hana. Þá styður 31 þingmaður dómsmálaráðherr- ann Michael Gove og þrjátíu styðja Leadsom. Stjórnmál Vigdís Hauksdóttir, for­ maður fjárlaganefndar Alþingis, ætlar að hætta á þingi eftir næstu kosning­ ar. Í tilkynningu segist hún hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við sína nánustu. Hún segist stolt af verkum sínum á Alþingi þar sem hún hafi lagt allt undir fyrir land og þjóð. „Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjör­ dæmi suður fyrir stuðninginn. Einn­ ig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvað­ anæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir,“ segir Vigdís. Hún segir að stuðningurinn sé ómetanlegur og hafi drifið hana áfram í baráttunni fyrir land og þjóð. - jhh Vigdís hættir á þingi í haust Vigdís hauksdóttir segist vera stolt af verkum sínum á Alþingi. reykjavík Verið er að merkja tólf rútustoppistöðvar í miðborginni og er það gert til að auðvelda ferða­ mönnum að komast í og úr hópferða­ bílum nú þegar takmarkanir hafa verið gerðar á akstri þeirra um íbúa­ byggð og þröngar götur. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þá segir að markmiðið með nýju stæðunum sé að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanir eru á akstri stórra bíla. – ngy Ný rútustæði í miðbænum Ellen segir dóminn fordæmisgefandi. dómSmál „Við upplifum það oft að mannréttindi náist ekki fram nema í gegn um dómstóla,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabanda­ lagsins, en nýlega féll dómur Hæsta­ réttar í máli sem Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) rak fyrir konu gegn Reykjavíkurborg en henni hafði verið neitað um sérstakar húsa­ leigubætur vegna þess að hún leigir húsnæði af hússjóði ÖBÍ en ekki hjá Félagsbústöðum eða á almennum markaði. Niðurstaðan var sú að borgin mætti ekki neita leigjendum Brynju – hússjóðs ÖBÍ um sérstakar húsa­ leigubætur. ÖBÍ skoðar nú að sækja frekari rétt til handa konunni fyrir dómstólum. „Svo vonum við auð­ vitað að það verði fordæmisgefandi fyrir fleiri í sömu stöðu,“ segir Ellen en í fyrra leigðu um 460 einstak­ lingar hjá hússjóði ÖBÍ. ÖBÍ hefur barist fyrir því í sjö ár að reglum borgarinnar um bæt­ urnar verði breytt. Innanríkisráðu­ neytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2010 að reglurnar væru til þess fallnar að mismuna fólki og beindi þeim tilmælum til Reykjavíkurborg­ ar að breyta reglunum. Ellen segir að Öryrkjabandalagið hafi reynt að ná samningi við Reykjavíkurborg en það ekki gengið. Ellen segir dóm Hæstaréttar for­ dæmisgefandi og að sveitarfélög verði að breyta reglum sínum í samræmi við hann. Akureyrarbær sé annað dæmi um sveitarfélag sem hafi neitað fólki um bæturnar á sama grundvelli. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú vinni starfshópur að því að skýra reglurnar og muni niður­ staða hans líklegast liggja fyrir í haust. Dómurinn muni hafa áhrif sem og ný lög um húsnæðisbætur. Þá segir Dagur ástæðu þess að ekki hafi náðst samkomulag við ÖBÍ á sínum tíma vera að borgar­ lögmaður hafi talið rétt að fá niður­ stöðu dómstóla varðandi málið. nadine@frettabladid.is Skoða að sækja bætur til Reykjavíkurborgar Á meðan kosninga- baráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka. Nigel Farage, formaður UKIP ÖBÍ hefur barist fyrir því í sjö ár að reglum borgarinn- ar um bætur verði breytt. 5 . j ú l í 2 0 1 6 Þ r I Ð j U d a G U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -3 D 7 4 1 9 E A -3 C 3 8 1 9 E A -3 A F C 1 9 E A -3 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.