Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 9
Læknisfræðin á að heita að vera í sífelldri framför með nýjum rannsóknaraðferðum, lyfjum,
þræðingum, speglunum og skurð-
aðgerðum til að bæta eða lækna
sjúkdóma. Þær standast ekki allar
tímans tönn.
Læknar kalla yfir sig hetjuljóma
þegar eitthvað nýtt heppnast en
minna þegar illa fer eða þegar djarf-
legar ákvarðanir eru teknar um að
beita ekki nýjum aðferðum vegna
áhættu, vonlausra horfa, og viður-
kenna þarf að lofaðar nýjungar
hafa ekki reynst vel.
Forystumenn eru yfirleitt leið-
andi á sínu sviði, ráðgjafar stjórn-
valda, fulltrúar út á við og með-
mælendur ungra lækna til sérnáms
erlendis.
Sú „nýjung“ sem hvað mesta
athygli vakti og í hvers sviðljósi
læknar m.a. íslenskir böðuðu
sig í var plastbarkaígræðsla sem
reyndist einhver mestu afglöp svo-
kallaðra framfara. Aðgerðin var
gerð undir forystu ítalsks læknis á
Karólínska sjúkrahúsinu, einhverri
virtustu heilbrigðisstofnun Evrópu,
jafnvel heimsins, án nokkurra fyrri
dýratilrauna né formlegrar viður-
kenningar vísinda- og siðanefnda.
Grein um afrekið var birt í einu
áhrifamesta læknatímariti í heim-
inum og gagnrýnendur segja nú
fara með rangfærslur. Karólínska
stofnunin telur þetta vera mikla
hneisu og hafa skaðað álit sitt og
kappkostar að reyna að endurreisa
orðstír sinn.
Fjölmargir forystumenn í
sænskri læknisfræði svo sem for-
maður Nóbelsnefndarinnar og
rektor Karólínska hafa sagt af sér.
Lögreglan rannsakar starf ítalska
læknisins í nokkrum löndum.
Nokkrir íslenskir læknar í áhrifa-
stöðum hérlendis og erlendis voru
lykilmenn í þessu athæfi og hafa
sagt skilmerkilega frá sinni þátt-
töku og stjórnun. Hátíðarsam-
koma var haldin í Háskóla Íslands
þeim til heiðurs. Þeir sitja enn sem
fastast í sínum ráðgjafastöðum um
sjúkrahús- og heilbrigðismál og
láta ljós sitt skína.
Er þetta dæmigert fyrir ábyrgð og
siðferði í Háskóla Íslands, sjúkra-
húsi og heilbrigðiskerfinu.
Íslenskt siðferði – ein myndin enn
Birgir
Guðjónsson
sérfr. í lyflækning-
um og meltingar-
sjúkdómum.
MACP, FRCP, AGAF.
Fv. assistant
professor við
Yale School of
Medicine.
Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að und-anförnu. Af því tilefni langar
mig að ræða stöðu mála í menntun á
háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tón-
listardeildar Listaháskóla Íslands,
LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um
fjárskort og aðstöðuleysi en hér er
ætlunin að fjalla í nokkrum greinum
um þá uppbyggingu og framþróun
náms sem á sér stað innan LHÍ.
Á síðustu árum hefur LHÍ leikið
lykilhlutverk í þróun meistaranáms
í tónlist undir heitinu New Audien-
ces and Innovative Practice, NAIP, í
samvinnu við erlenda tónlistarhá-
skóla. Ég hef tekið þátt í þessari
námsþróun sem að mínu mati er
með því merkasta sem á sér stað í
tónlistarmenntun á háskólastigi á
Íslandi.
Í niðurstöðum nýlega útgefinnar
langtímarannsóknar frá Tónlistar-
háskólanum í Vínarborg (Uni-
versität für Musik und darstellende
Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-
meistaranámið gagnist nemendum
vel að námi loknu. Í niðurstöðum
er jafnframt bent á að þær áherslur
sem sé að finna í NAIP-meistara-
náminu séu æskilegar í öllu tón-
listarnámi á háskólastigi.
Kennarar LHÍ hafa unnið með
mörgum helstu sérfræðingum Evr-
ópu á sviði tónlistarmenntunar
á háskólastigi (e. Higher Music
Education) að þessari námsþróun
og hefur sú þekking og reynsla haft
áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.
Lofsamleg umsögn
Nýverið hlaut nýtt verkefni um
áframhaldandi þróun NAIP-meist-
aranámsins 270.090 evrur í styrk frá
ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir
króna. Styrkveitingunni fylgir lof-
samleg umsögn óháðra sérfræðinga
sem veittu umsókninni 91 stig af 100
mögulegum. Listaháskóli Íslands
stýrir verkefninu. Þátttakendur auk
tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru:
Guildhall School of Music & Drama
London, Stockholms konstnärliga
högskola, Universität für Musik und
Darstellende Kunst Wien, Konink-
lijk Conservatorium Den Haag, Prins
Claus Conservatory of Music & Aca-
demia Minerva Groningen og Yong
Siew Toh Conservatory of Music
Singapore. Einnig taka Íslenska
óperan og evrópsk samtök tónlistar-
skóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar
úr atvinnulífinu.
Markmið verkefnisins er að þróa
námsumhverfi lista á háskólastigi í
gegnum þverfaglega vinnu milli tón-
listar og sviðslista. Áhersla verður
lögð á að efla áræði og dug nemenda
til að gerast leiðtogar á sínu sviði,
nálgast nýja áheyrendur og þróa
nýjar aðferðir í sköpun og flutningi,
í gegnum einstaklingsmiðað nám
með áherslu á þverfagleg samstarfs-
verkefni.
Mikilvægt er að háskólastofnanir
tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ
vinnur í samstarfi við fjölda lista-
stofnana, tónlistarhátíða, skóla og
annarra stofnana. Til dæmis má nefna
Tectonics, Iceland Airways, Myrka
Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit
Íslands, Íslensku óperuna og List-
vinafélag Hallgrímskirkju en nem-
endur á öllum námsstigum skólans
hafa komið fram á tónleikum í sam-
starfi við þessar stofnanir. Einnig hafa
meistaranemar í NAIP og í listkennslu
unnið með fjölda skólabarna sem og
með fjölbreyttum hópum s.s. fólki
með fötlun, fólki án atvinnu og fólki
með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leit-
ast við að tengjast samfélaginu, starfa
í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk,
skóla og aðrar stofnanir, miðla og
hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan
hátt.
Styrkveiting ERASMUS+ er mikil-
væg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði
tónlistar og sviðslista.
Um háskólamenntun í tónlist – alþjóðleg samvinna
Þóra
Einarsdóttir
söngkona og
aðjúnkt við Tón-
listardeild LHÍ Á síðustu árum hefur LHÍ
leikið lykilhlutverk í þróun
meistaranáms í tónlist undir
heitinu New Audiences and
Innovative Practice, NAIP,
í samvinnu við erlenda
tónlistarháskóla.
Volkswagen GOLF GTE er tvíorkubíll sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan kemur þér allt að
50 kílómetra og með sparneytnu bensínvélinni er drægnin yfir 900 kílómetrar. Hann er umhverfisvænn og með
framúrskarandi aksturseiginleika. Komdu í rafmagnaðan reynsluakstur og leyfðu þér að falla fyrir honum!
4.290.000 kr.
Verð frá:
Golf GTE.
Jafnvígur á rafmagn
og bensín.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9Þ R i ð J u D A G u R 5 . J ú L í 2 0 1 6
0
5
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:5
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
A
-3
D
7
4
1
9
E
A
-3
C
3
8
1
9
E
A
-3
A
F
C
1
9
E
A
-3
9
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
4
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K