Fréttablaðið - 05.07.2016, Page 18

Fréttablaðið - 05.07.2016, Page 18
Hyundai-bíll í Rússlandi. AvtoVAZ bílasmiðurinn rússneski sem framleiðir Lada-bíla hefur löngum verið söluhæsti bílafram- leiðandi í Rússlandi. Nú er þó svo komið að suðurkóreski bílafram- leiðandinn Hyundai, sem einnig á stóran hlut í Kia, hefur tekið fram úr AvtoVAZ sem sá söluhæsti. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur Hyundai og Kia selt samtals 109.319 bíla en AvtoVAZ 102.124. Sala bíla er reyndar mjög dræm í Rússlandi og hefur minnkað um helming frá árinu 2012. Á fyrstu fimm mánuðunum hefur bílasala fallið um 15 prósent frá fyrra ári. Kia er söluhærra en Hyundai í Rússlandi nú og seldi Kia 56.986 bíla á þessum fimm mánuðum, en Hyundai 52.333. Í fyrra minnkaði bílasala í Rússlandi um 36 prósent en sala Hyundai og Kia minnkaði aðeins um tíu og 16 prósent. Tvöfaldað markaðshlutdeild frá árinu 2012 Markaðshlutdeild þeirra hefur tvöfaldast frá árinu 2012 og er nú um 20 prósent í Rúss- landi. Renault á stóran hlut í AvtoVAZ og fjárfesti fyrir 125 milljarða í fyrirtækinu árið 2008 og ætlaði með því að gera það sama með AvtoVAZ og því hefur lukkast svo vel með Dacia-merkið í Rúmeníu. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og hefur Renault niður- skrifað þessa fjárfestingu sína um 70 prósent. Hyundai og Kia ætla að halda áfram að kynna nýja bíla í Rússlandi og auka markaðshlutdeild sína meira þar og í leiðinni að undirbúa jarðveginn ef ske kynni að bílasala þar í landi færi að braggast aftur. Nýta sér niðursveiflu Þetta yrði ekki fyrsta skipti sem Hyundai og Kia hafi nýtt sér að auka markaðshlutdeild sína á mörkuðum sem eru í niður- sveiflu en það gerðu fyrirtækin einmitt þegar bílasala í Banda- ríkjunum var í mikilli lægð eftir efnahagshrunið árið 2008 og á næstu árum jókst mjög mark- aðshlutdeild þeirra vestra. Hyundai og Kia hefur tekist að halda verði á bílum sínum lágu í Rússlandi og hefur starfað með innlendum framleiðendum við framleiðslu íhluta á bílum þar. Á meðan hefur Volkswagen flutt inn dýrari íhluti frá heimamark- aði og því neyðst til að hækka verð á bílum sínum meira en Hyundai og Kia og það hefur komið niður á sölu Volkswagen, líkt og annarra framleiðenda. Hyundai/Kia fram úr Lada í söLu bíLa í rússLandi fyrsta sinni Kia selst betur en Hyundai, en samanlögð sala systurmerkjanna er meiri en hjá hinu rússneska Lada. Citroen C3 svipar nú mikið til stærra bróðursins, Citroën C4 Cactus. Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cact- us og er kominn með sams konar hnjaskbólur á hliðarnar. Bíllinn er einnig með annan lit á þak- inu og vindkljúf að aftan. Bíll- inn er 399 mm langur og nú með stærra 300 lítra skott. Ein af nýj- ungunum sem kynntar eru í þess- um bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreina- skiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensín- vélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla. Nýr Citroën C3 með Cactus-útliti  BMW-bíll settur saman í Kína. Því hefur verið hreyft í Kína að hömlum á meirihlutaeignarhaldi erlendra bílaframleiðenda í bíla- verksmiðjum í Kína verði aflétt. Það er nú takmarkað við minna en 50% eignarhald þeirra. Með því mættu erlendir bílaframleið- endur eiga meirihluta eða að fullu bílaverksmiðjur í Kína. Þessi breyting er af mörgum talin auka heilbrigða samkeppni á bílamark- aði í Kína og það myndi gagnast kaupendum bíla þar. Á hinn bóg- inn óttast forsvarsmenn China Association of Automobile Manu- facturers að þessi breyting gæti leitt til hruns innlendra bílafram- leiðenda og að þeir erlendu, sem eru enn stærri bílaframleiðend- ur, gætu stefnt framtíð þeirra innlendu í hættu. Kína er stærsti bílamarkaður í heimi og sá mikil- vægasti fyrir langflesta bíla- framleiðendur. Margir framleið- endanna hafa stofnað til sam- eiginlegrar eigu kínverskra bílaverksmiðja og þar eru gjarn- an framleiddir einstaka gerðir þeirra til sölu í Kína. Þær yrðu vafalaust fleiri ef erlendum bíla- framleiðendum myndi leyfast að eiga verksmiðjur sínar einir. Kína gæti leyft ráðandi eignarhald bílaframleiðenda Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawa- saki Ninja H2R er ekkert venju- legt mótorhjól og kostar svo mikið sem 50.000 dollara, eða eitthvað á sjöundu milljón króna. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum og er sá stutti tími einn og sér hreint með ólík- indum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay-brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfir- borð og heppileg til hraðakst- urs. Brúnni var lokað á meðan á þessum magnaða akstri Sofu- oglu stóð, en hann var skipulagð- ur af Kawasaki-fyrirtækinu. Með afl á við sportbíl Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á al- mennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hins vegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í end- ann og er það 200 hestöfl og ætti það afl að duga flestum. Kawa- saki hafði veitt Kenan Sofuoglu þær upplýsingar að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með upp- gefinn hámarkshraða upp á 380 km/klst. en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrir- tækinu að hægt væri að koma því í 400 km hraða. Það sann- aði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótor- hjóli. Náði 400 km hraða á mótorhjóli Sala á nýjum fólksbílum frá 1. jan- ú ar til 30. júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síð- astliðnu ári, en nýskráðir fólksbíl- ar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tíma- bil 2015 eða aukning um 3.341 bíl. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endur- nýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum, óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið minnk- ar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti, eða nánast helm- ingur, nýskráðra bíla fer til bíla- leiga enda kallar mikil fjölg- un ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan mark- að eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Sala nýrra bíla 38% meiri en í fyrra 12.125 bílar hafa selst á fyrri hluta ársins, en um 14.500 bílar allt árið í fyrra. bíLar Fréttablaðið 4 5. júlí 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -5 6 2 4 1 9 E A -5 4 E 8 1 9 E A -5 3 A C 1 9 E A -5 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.