Fréttablaðið - 16.06.2016, Síða 4
ALICANTE
Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og
tösku.Flugsæti
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.Frá kr.
9.900
Aðra leið m/sköttum
og tösku
LögregLumáL Ábending til lögreglu
um hvarf Guðmundar Einarssonar
barst á allra síðustu árum en kom
ekki til skoðunar fyrr en endurupp-
tökunefnd fékk ábendinguna í hend-
ur fyrir skömmu. Tveir menn voru
handteknir á mánudagsmorgun og
yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins
en Guðmundur Einarsson hvarf þann
26. janúar 1974. Þeir hafa báðir komið
við sögu lögreglu áður og hlotið refsi-
dóma.
Mönnunum var sleppt að lokinni
yfirheyrslu. Morgunblaðið greindi
fyrst frá málinu.
„Þetta mál lýtur að ábendingu sem
barst upphaflega til lögreglu, þaðan
til setts ríkissaksóknara sem kemur
henni svo á framfæri við endurupp-
tökunefnd. Við í nefndinni óskuðum
í kjölfarið eftir því við settan ríkissak-
sóknara að hann myndi hlutast til um
rannsókn á þessari ábendingu. Síðan
er það lögreglan að sjálfsögðu sem
afgreiðir það hvernig þeir standa að
rannsókninni,“ segir Björn L. Bergs-
son, formaður endurupptökunefndar
vegna Guðmundar- og Geirfinns-
málsins.
Guðmundur Einarsson var átján
ára gamall þegar hann fór með tveim-
ur félögum sínum á ball í Alþýðuhús-
inu í Hafnarfirði laugardagskvöldið
26. janúar 1974. Hann varð viðskila
við vini sína í lok dansleiksins en
sjónarvottur segist hafa séð Guð-
mund gangandi skammt frá. Síðan
hefur ekkert til hans spurst.
Björgunarsveitir og lögregla leituðu
Guðmundar um nokkra hríð þar til
ákveðið var að hætta leit. Næstum
tveimur árum síðar, upp úr miðjum
desember 1975, voru Erla Bolladóttir
og Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi
hjá lögreglunni vegna póstsvikamáls.
Í langri yfirheyrslu 20. desember það
sama ár er Erla spurð hvort eitthvað
sé hæft í þeim sögusögnum sem lög-
reglu hafi borist til eyrna, að Sævar
hafi verið viðriðinn hvarfið á Guð-
mundi. Vitnisburður Erlu leiðir til
handtöku Kristjáns Viðars Viðars-
sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar.
Sævar og Tryggvi Rúnar játuðu
fljótlega aðild sína að dauða Guð-
mundar. Þeir drógu játningarnar
til baka í byrjun 1977 en voru samt
dæmdir ábyrgir fyrir dauða Guð-
mundar. Um áratugaskeið hafa
mennirnir og fjölskyldur þeirra barist
fyrir því að nafn þeirra verði hreinsað.
Endurupptökunefnd hefur málið til
skoðunar en starfshópur um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálin komst
að þeirri niðurstöðu að framburður
sakborninganna sex hefði ýmist verið
óáreiðanlegur eða falskur, meðal ann-
ars vegna ómannúðlegar meðferðar
og langrar einangrunarvistar.
Dóttir Tryggva Rúnars, Kristín
Anna Tryggvadóttir, hafði ekki fengið
nýjar upplýsingar um málið þegar
frétt Morgunblaðsins var birt í gær-
morgun. Hún segir málið mjakast
hægt en mjakast þó. „Í raun og veru
er það sjúklega leiðinlegt að einhver
hafi þurft að burðast með þetta í öll
þessi ár. Það er einhver þarna úti sem
veit betur eða veit meira en við. Það
getur ekki verið auðvelt fyrir heilvita
manneskju að burðast með svona
upplýsingar, hvort sem hún veit eitt-
hvað í málinu eða er gerandi í málinu.
Það hlýtur að vera mannskemm-
andi.“ snaeros@frettabladid.is
Ábending í Guðmundar- og
Geirfinnsmáli ekki glæný
Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku
tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í
málinu, segir það hljóta að vera mannskemmandi að burðast með svo stórt leyndarmál um áratugaskeið.
Þessi mynd birtist á forsíðu Vísis 14. janúar 1980. Mynd/Bragi guðMundsson
Í raun og veru er það
sjúklega leiðinlegt
að einhver hafi þurft að
burðast með þetta í öll þessi
ár.
Kristín Anna Tryggva-
dóttir, dóttir Tryggva
Rúnars Leifssonar
Þetta mál lýtur að
ábendingu sem
barst upphaflega til lögreglu,
þaðan til setts ríkissaksókn-
ara.
Björn L. Bergsson,
formaður endurupp-
tökunefndar vegna
Guðmundar- og
Geirfinnsmálsins
StjórnSýSLa „Eflaust hefðum við
getað gert betur og við munum
skoða það. Að þessar upplýsingar
hafi borist til viðkomandi túlks
er ekki heppilegt en við verðum
að bregðast við ábendingum sem
okkur berast,“ segir Anna Kristins-
dóttir, mannréttindastjóri Reykja-
víkurborgar, um það að starfsmaður
borgarinnar hafi greint Alþjóðasetri
frá ásökunum á hendur túlknum
Ómari Samir.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að Ómar hefði verið sakaður um
alvarlega glæpi í starfi sínu sem
túlkur en hann hefur starfað fyrir
Reykjavíkurborg sem kennari í tugi
ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir
ýmsa aðila hér á landi í 27 ár.
Í lok mars síðastliðins var Ómar
boðaður á fund hjá Alþjóðasetri.
Þar var honum sagt frá því að borgin
hefði sett sig í samband við Alþjóða-
setur með alvarlegar ásakanir á
hendur honum.
Ásakanirnar voru meðal annars
þær að hann hefði ekki túlkað rétt,
hótað skjólstæðingum og þegið
peninga beint frá þeim fyrir túlka-
þjónustu sína.
Ómar segir ásakanirnar rangar
og að þetta hafi haft mikil áhrif á
sig andlega og efnahagslega. Borgin
hafi ekki lagt fram neinar sannanir
né útskýringar á málinu, hvorki til
Alþjóðaseturs né til hans sjálfs, þrátt
fyrir ítrekaðar beðnir.
Anna segir að ekki séu til verk-
lagsreglur í málum sem snerta
túlkaþjónustu og að nú sé unnið að
því að móta þær.
„Þessi þjónusta hefur hingað til
ekki verið mjög fastmótuð en nú
er aukin þörf fyrir notkun túlka og
viljum við gera þetta vel og faglega.
Það er auðvitað mjög mikilvægt að
það sé trúnaður.“
Hún segir að borgin sé ekki í
stöðu til að meta það hvort ásakanir
sem þessar eigi við rök að styðjast.
Þá sé borgin heldur hvorki í stöðu til
að gefa Alþjóðasetri né Ómari upp-
lýsingar um það hver það er sem
ásakar hann.
„Kannski hefði verið réttast að
segja að við vildum ekki að hann
túlkaði fyrir okkur og ekkert meira,“
segir Anna og bætir við að Alþjóða-
setur hefði þó líklegast beðið um
skýringar. – ngy
Reykjavíkurborg mótar reglurnar um túlkaþjónustuna
Þessi þjónusta hefur
hingað til ekki verið
mjög fastmótuð en nú er
aukin þörf fyrir notkun
túlka og viljum við gera
þetta vel og faglega.
Anna Kristinsdóttir,
mannréttindastjóri
Reykjavíkur
KjaramáL „Okkur er farið að leið-
ast þófið og hefðum viljað sjá skil-
virkari vinnubrögð. Við vorum
að vonast eftir því að með þeirri
ákvörðun að vísa viðræðum til
ríkissáttasemjara kæmi meiri skil-
virkni í hlutina,“ segir Sigrún Gren-
dal Jóhannesdóttir, formaður Félags
kennara og stjórnenda í tónlistar-
skólum(FT). Félagsmenn hafa nú
verið samningslausir í rúmt hálft
ár og engin lausn virðist í sjónmáli í
kjaradeilu FT við Samband íslenskra
sveitarfélaga.
Sigrún segir yfirstandandi kjara-
samninga mikilvæga þegar litið er
til þess sem er í umræðunni núna,
að taka í notkun nýtt samningalíkan
á vinnumarkaði að norrænni fyrir-
mynd í næstu kjarasamningslotu.
„Þegar þú ferð inn í slíkt kerfi sýnir
reynsla kollega okkar frá Norður-
löndum að launastaða hópa í slíku
kerfi tekur ekki breytingum eftir að
kerfin hafa verið tekin í notkun, hér
skiptir upphafsstaðan öllu máli, þú
ert fastur á þeim stað sem þú varst
á í launastiganum þegar af stað er
farið,“ segir Sigrún og bætir við: „Þar
sem við misstum úr eina umferð í
kjarasamningum árið 2008 og hefur
ekki enn tekist að ná okkar fyrri
stöðu leggjum við ofuráherslu á að
okkar hlutur verði leiðréttur núna
og störfin ekki gjaldfelld.“
Hún segir bilið á milli þeirra
launa sem félagsmenn FT vilja og
þeirra sem SÍS býður ekki svo langt
að það sé ekki brúanlegt en þó sé
nokkurt bil á milli.
„Þó svo við myndum ákveða að
nýta eina úrræðið sem við höfum
samkvæmt lögum, vinnustöðvun,
í þessum aðstæðum, þá tel ég slíkt
úrræði í reynd ekki raunhæfan kost
lengur fyrir hópa eins og okkur. Í
verkfallinu sem við beittum síðast
varð ávinningurinn minni en við
höfðum vonast til. Við höfðum
ekki mikið um það að segja hvernig
lyktir urðu svo ekki sé meira um það
sagt.“ – þea
Leiðast seinlegar samningaviðræður
Þó svo við myndum
ákveða að nýta eina
úrræðið sem við höfum
samkvæmt lögum, vinnu-
stöðvun, í þessum aðstæð-
um, þá tel ég slíkt úrræði í
reynd ekki raunhæfan kost
lengur fyrir hópa eins og
okkur.
Sigrún Grendal
Jóhannesdóttir,
formaður FT
Félag kennara og stjórn-
enda í tónlistarskólum er
eina stéttarfélag kennara sem
enn hefur ekki verið samið
við.
umhverfiSmáL Fiskistofa bar til baka
í gær að staðfest hefði verið að regn-
bogasilungur hefði sloppið úr sjókví
fyrirtækisins ÍS 47 í Önundarfirði.
„Í tilefni frétta um það að stað-
fest sé að regnbogasilungur hafi
sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS-47
í Önundarfirði vill Fiskistofa koma
eftirfarandi á framfæri. Í samskipt-
um Fiskistofu við Matvælastofnun
í gær kom fram að fiskur hefði
sloppið úr kví fyrirtækisins.
Taldi Fiskistofa að það væri stað-
fest, en svo er ekki. Í samskiptum
Fiskistofu við aðila hjá ÍS-47 kom
fram að ekkert hafi komið fram í
starfsemi fyrirtækisins sem gefi til-
efni til að ætla að fiskur hafi sloppið.
Ábending barst Fiskistofu um það
að regnbogasilung væri að finna
í sjó í Önundarfirði en það hefur
ekki fengist staðfest. Fiskistofu þykir
miður að rangar upplýsingar hafi
farið í fréttir.“ – shá
Óstaðfest
slysaslepping
þróunarmáL Ríkisstjórnin hefur
ákveðið, að tillögu forsætis-, sjávarút-
vegs- og landbúnaðar- og utanríkis-
ráðherra, að veita 10 milljónir króna
af ráðstöfunarfé stjórnarinnar til Sjáv-
arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna sem varið verði til verkefna
í tengslum við lítil eyþróunarríki.
Þess er vænst að verkefni Sjávarút-
vegsskólans, sem tengist þessu vilyrði,
geti hafist í júlí. – shá
Veita styrk upp
á tíu milljónir
Við Íslendingar
höfum stutt þetta
framtak enda ljóst að fáar
þjóðir eiga eins
mikið undir
lífríki hafsins.
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
forsætisráðherra
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
0
-D
F
C
0
1
9
C
0
-D
E
8
4
1
9
C
0
-D
D
4
8
1
9
C
0
-D
C
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K