Fréttablaðið - 16.06.2016, Page 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Við í Samfylkingunni viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heil-brigðisþjónustunnar. Við veljum leið samhjálpar,
umhyggju og jöfnuðar í stað samkeppni um sjúklinga.
Hrunið og kreppan sem henni fylgdi leiddi óhjá-
kvæmilega til niðurskurðar í heilbrigðismálum, en
hnignun heilbrigðiskerfisins hófst því miður löngu
fyrir hrun. Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir
við hvert sem litið er. Þótt sjúklingum hafi á sama tíma
fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, hefur upp-
bygging sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva ekki fylgt
þeirri þróun undanfarna áratugi. Aftur á móti hefur
hlutur sjúklinga í rekstri kerfisins vaxið jafnt og þétt.
En sjúklingar eiga ekki að þurfa að taka upp veskið
þegar þeir þurfa á læknishjálp að halda, og Íslendingar
munu seint sætta sig við lakari og dýrari þjónustu en
þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Þess vegna viljum
við í Samfylkingunni að heilbrigðisþjónustan verði í
framtíðinni gjaldfrjáls.
Svo að heilbrigðisþjónustan verði
betri viljum við jafnframt:
l Efla heilsugæsluna um
allt land
l Hefja byggingu nýs
Landspítala við Hring-
braut
l Eyða löngum biðlistum
eftir nauðsynlegum að-
gerðum hratt og örugg-
lega
l Uppbyggingu hjúkrunar-
heimila fyrir aldraða og
langveika þar sem búið
er vel að fólki með pers-
ónulegri þjónustu
l Betra aðgengi að geð- og
sálfræðiþjónustu með
áherslu á börn og ungt
fólk
l Og lögfesta notenda-
stýrða persónubundna
aðstoð
Markmiðið er skýrt því öll viljum við betri heilbrigðis-
þjónustu, en það skiptir máli hvernig verkefnið verður
leyst. Við vitum að með gildi og forgangsröðun Samfylk-
ingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands að leiðarljósi,
munum við gera það vel.
Leiðin að betri
heilbrigðisþjónustu
Skortur á
fjárfestingum
og rekstrarfé
blasir við
hvert sem
litið er.
Oddný
Harðardóttir
formaður Sam-
fylkingarinnar
Allt sem þú þar ...
Gallup, janúar–mars 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu
12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.*
59,5%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti
Laugardalsvallar tíu sinnum.
Innanríkisráðuneytið hyggst gera afar miklar breytingar á lögum um mannanöfn. Manna-nafnanefnd og mannanafnaskrá verða einnig lagðar niður samkvæmt drögum að frum-varpi sem ráðuneytið kynnti í gær. Mark-miðið með núgildandi mannanafnalögum
var meðal annars að vinna að „varðveislu íslenska
mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“.
Breytingarnar koma ekki á óvart. Allt frá því Blær
Bjarkardóttir vann dómsmál árið 2013 þar sem
henni var heimilað að heita nafni sínu hefur umræð-
an um lagaumhverfi mannanafna verið hávær, þó
umræðan sé að sjálfsögðu mun eldri. Héraðsdómur
sagði í máli Blævar að rétturinn til nafns félli undir
vernd stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs.
Þannig má aðeins takmarka réttinn til nafns með
sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Guðrún
Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, hafa
áhyggjur af því að sú venja að íslensk börn bæru
föður- eða móðurnöfn sín sem kenninöfn myndi
leggjast af. Nú þegar væri farið að örla á þessu, heilu
fjölskyldurnar tækju sér sama millinafnið og slepptu
föðurnafninu, þannig að millinafnið væri í raun
orðið eftirnafn.
Guðrún er einn ötulasti baráttumaður þjóðar-
innar fyrir vernd íslenskrar tungu. Og það er skiljan-
legt að breytingar þessar valdi henni og öðrum sem
hafa áhyggjur af íslenskunni áhyggjum. Mögulega
eru áhyggjurnar réttmætar og ef til vill munu þessar
breytingar á nöfnum hafa enn meiri áhrif á íslensk-
una en þessi.
En þau áhrif eru ásættanlegur fórnarkostnaður
vegna þeirrar mannréttindaverndar sem frum-
varpið veitir. Réttindum einstaklinga til að velja sér
og niðjum sínum nöfn er veittur skýr og afdráttar-
laus forgangur fram yfir hagsmuni annarra af því að
takmarka það frelsi. Flestar heimildir ríkisvaldsins
til afskipta af mannanöfnum eru felldar niður, til
samræmis við mannréttindaákvæðin.
Með breyttri samfélagsgerð hefur því sjónarmiði
vaxið ásmegin að réttur manns til að ráða sjálfur
nafni sínu og barna sinna vegi þyngra en hagsmunir
samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Nafn
hvers manns hefur verið talið einn mikilvægasti
þáttur sjálfsmyndar hans. Hingað koma útlendingar
sem verða hluti af íslensku samfélagi, eignast börn
og Íslendingar fæðast í útlöndum þar sem þeir mega
heita það sem þeir vilja.
Forsjárhyggja mannanafnalaganna er úrelt í því
nútímasamfélagi sem við höfum komið okkur upp.
Sé vilji fyrir því, sem líklegt má telja að sé, að varð-
veita hefðir íslenskunnar sem snúa að mannanöfn-
um munu Íslendingar gera það sjálfir, án hjálpar frá
sérfræðingum í nefndum á vegum hins opinbera.
Foreldrar íslenskra barna verða hin nýja manna-
nafnanefnd.
Hvað á barnið
að heita?
Forsjárhyggja
mannanafna-
laganna er
úrelt í því
nútímasam-
félagi sem við
höfum komið
okkur upp.
fagnaðarefni
Það hefur stundum verið
kvartað yfir því að lög og
reglugerðir séu of íþyngjandi
og eftirlitskerfið á Íslandi sé of
stórt. Í einhverjum tilfellum
á slík gagnrýni rétt á sér, en
í öðrum ekki. Flestum er þó
orðið löngu ljóst að lög um
mannanöfn og störf manna-
nafnanefndar eru barn síns
tíma. Þess vegna er fagnaðar-
efni að í innanríkisráðuneytinu
hafi verið samið frumvarp þar
sem helstu ákvæði manna-
nafnalaga eru lögð af. Og það er
enn mikilvægara að pólitískur
stuðningur virðist ríkja um
þessi lög.
límd við sjónvarpið
Yfir hásumarið leggst sam-
félagið í dvala og fréttirnar
verða minna spennandi, oft
með örfáum undantekningum.
Þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son tilkynnti í nýársávarpi að
hann gæfi ekki kost á sér aftur
í embætti forseta Íslands gerðu
einhverjir sér vonir um að nú
yrði breyting á. Í hönd færi
spennandi kosningabarátta
sem gaman yrði að fylgjast með.
En allt frá því að Guðni Th.
Jóhannesson gaf kost á sér hefur
enginn vafi leikið á því að hann
ætti kosningu í embættið vísa.
Og öll spenna virðist á bak og
burt. En guði sé lof fyrir knatt-
spyrnulandsliðið, sem heldur
okkur flestum límdum við sjón-
varpið. jonhakon@frettabladid.is
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
SKOÐUN
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
0
-D
5
E
0
1
9
C
0
-D
4
A
4
1
9
C
0
-D
3
6
8
1
9
C
0
-D
2
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K