Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 17

Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 17
Fimm karlar og fjórar konur bjóðast nú til að gegna emb­ætti forseta Íslands næstu fjögur ár. Frambjóðendurnir níu virðast hafa býsna ólíkar hugmynd­ ir um hlutverk forsetans. Misræmið virðist stafa m.a. af því að gildandi stjórnarskrá frá 1944 kveður ekki skýrt á um hlutverk og valdsvið forsetans heldur býður hún upp á mistúlkanir og er því meingölluð og mætti nefna marga fleiri galla til sögunnar. Málskotsrétturinn Ólíkar hugmyndir um valdsvið forsetans komu skýrt fram 2004 þegar forseti Íslands beitti mál­ skotsrétti sínum í fyrsta sinn með því að vísa umdeildum fjölmiðla­ lögum í þjóðaratkvæði. Þennan rétt vissu flestir að forsetinn hefur skv. 26. grein stjórnarskrárinnar þótt málskotsrétturinn lægi óvirkj­ aður fyrstu 60 ár lýðveldistímans. Lögfræðingar og aðrir stigu ýmsir fram 2004 líkt og varðhundar fyrir stjórnmálaflokkana á Alþingi til að vefengja málskotsrétt forsetans. Það var þó einmitt til höfuðs flokkunum á Alþingi að málskots­ rétturinn var að gefnu tilefni settur í stjórnarskrána 1944 að frumkvæði Sveins Björnssonar síðar forseta Íslands til að tryggja almannahag og til að skerpa valdmörk og efla mótvægi (e. checks and balances). Nú hefur málskotsréttinum verið beitt þrisvar. Nýja stjórnarskráin sem kjósendur samþykktu 2012 kveður skýrt á um málskotsrétt for­ setans og einnig til frekara öryggis um rétt 10% kjósenda til að skjóta lögum frá Alþingi í þjóðaratkvæði. Um málskotsréttinn er enginn ágreiningur meðal frambjóðend­ anna níu. Einn gegn átta Í ljósi þessarar sögu vekur það athygli að flestir forsetaframbjóð­ endurnir nú ef Sturla Jónsson vöru­ bílstjóri er undan skilinn virðast ekki líta svo á að forseti Íslands geti lagt fram frumvörp á Alþingi. Enginn frambjóðandi nema Sturla hefur fjallað um málið eða lýst áhuga á því. E.t.v. halda þau eins og varðhundarnir frá 2004 að forset­ inn hafi ekki slíka heimild og þess vegna hafi henni aldrei verið beitt. Sé svo fara þau villur vegar. Þetta er rétt hjá Sturlu. Hér eru rökin. Forsetinn getur lagt fram frumvörp Skoðum málið lið fyrir lið. Að sönnu eru smíðagallar á gömlu stjórnar­ skránni og valda því að stundum þarf að lesa saman greinar til að komast að kjarna máls. Einmitt þessi samlestrarþörf virtist rugla suma í ríminu 2004 og veitti um leið vatni á myllu þeirra sem tortryggðu málskotsréttinn. Greinar Reynis Axelssonar stærðfræðings í Morgun­ blaðinu 2004 tóku öðrum greinum fremur af tvímæli um málskots­ réttinn enda er ekki lengur um hann deilt. Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal tóku í sama streng og Reynir. Í 25. gr. stjórnarskrárinnar stendur: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.“ Þetta getur varla skýrara verið. Sumir segja: Já, en í 13. grein stendur: „Forsetinn lætur ráðherra fram­ kvæma vald sitt.“ Eðlilegt virðist þó í samræmi við rök Reynis Axelssonar varðandi málskotsréttinn að líta svo á að 13. greinin eigi ekki við hér þar eð rétturinn til að leggja frumvörp fyrir Alþingi felur ekki í sér vald. Eðlileg túlkun 13. greinar er að ráð­ herrar með ráðuneytisstarfsmenn á sínum snærum geti létt undir með forsetanum með því að sjá um fram­ kvæmdaratriði fyrir hann. Vilji menn túlka 13. greinina svo bókstaflega að forsetinn geti ekkert gert nema fyrir atbeina ráðherra þótt sú túlkun stangist á við grund­ vallaratriði stjórnskipunarinnar skv. stjórnarskránni með málskotsrétti auk annars, þá sér stjórnarskráin við því þar eð í 15. grein hennar segir: „Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn.“ Sumir virðast líta svo á að í stjórnskipun Íslands sé óskráð þingræðisregla, jafnsett skriflegri stjórnarskrá, og sú regla þrengi svigrúm forseta m.a. til að skipa ráðherra eftir eigin höfði þótt það standi skýrum stöfum í 15. greininni. Þessi óskráða regla, sé hún til staðar, er skálkaskjól þeirra sem hafna öllu aðhaldi að Alþingi og var m.a. til hennar vísað þegar menn þrættu fyrir málskotsréttinn 2004. Nýrri grein, nr. 38, var bætt í stjórnarskrána 1991 þegar deilda­ skipting Alþingis var afnumin en þar segir: „Rétt til að flytja frum­ vörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Þessi réttur nær augljóslega einnig til utanþingsráðherra. Þar sem 38. grein tryggir rétt ráðherra (og alþingismanna!) til að flytja frum­ vörp til laga, þá hlýtur 25. greinin að fjalla um eitthvað annað en 38. grein. Með öðrum orðum: 25. greinin getur ekki verið bundin við heimild til ráðherra að leggja fram frumvörp til laga fyrir hönd forseta. Þess vegna þarf að skilja og túlka 25. greinina eins og hún er orðuð, þ.e. sem heimild eða rétt forseta til að leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga. Já, forsetinn getur lagt fram frumvörp Í þessu ljósi sjáum við að forseti Íslands hefur heimild eða rétt skv. stjórnarskránni frá 1944 til að leggja frumvörp fyrir Alþingi á eigin spýtur. Kjósi forsetinn eigi að síður að leita eftir atbeina ráð­ herra og takist honum ekki að fá sitjandi ráðherra til að flytja fyrir sig frumvarp skv. 38. grein, þá getur hann einfaldlega skipað nýjan ráðherra skv. 15. grein til að flytja frumvarpið. Lýsi þingið svo sem lög leyfa (en ekki stjórnarskráin, ekki enn) vantrausti á nýskipaðan ráðherra við slíkar kringumstæður til að aftra honum frá að leggja fram frumvarp forsetans, brýtur þingið gegn stjórnarskránni, þ.e. þeirri grein hennar, 25. grein, sem veitir forsetanum heimild til að leggja frumvörp fyrir Alþingi. Forseta Íslands er því heimilt skv. gildandi stjórnarskrá að leggja m.a. nýju stjórnarskrána sem kjós­ endur samþykktu með tveim þriðju hlutum atkvæða í þjóðaratkvæða­ greiðslunni 2012 fyrir Alþingi, t.d. að loknum þingkosningum í haust verði Alþingi sjálft ekki fyrra til. Forsetinn og stjórnarskráin Um málskots- réttinn er enginn ágrein- ingur meðal frambjóðend- anna níu. Sundlaug Kópavogs er ein besta laug höfuðborgarsvæðisins. Hún er 50 metra löng, undir beru og frísku lofti, aðstaða til fyrirmyndar og starfsfólk greið­ vikið og viðmótsþýtt. Undanfarin ár hefur viðskiptavinum staðið til boða árskort á hagstæðu verði sem innifelur aðgang að lauginni og líkamsrækt í kjallara laugarinnar. Þá aðstöðu alla hef ég og hundruð annarra laugargesta nýtt til ánægju og heilsubótar þar til 31. maí. Samkvæmt tilkynningu í anddyri laugarinnar hefur samningi við Gym ehf., sem sá um líkamsræktarað­ stöðu Sundlaugar Kópavogs, verið rift og þeim gert að fjarlægja öll tæki og tól án tafar. Handhöfum árskorta Sundhallar Kópavogs er boðið að fara í svokallað Sporthús, annars staðar í Kópavogi, til líkamsræktar og þar ku ekki vera nein sundlaug. Í samræðum við starfsfólk kom fram að það sé einnig alls óvíst að korthafar geti áfram fengið aðgang að sundlauginni. Það sem eftir lifir gildistíma útgefinna korta er því í raun tapað fé korthafa. Það gerast kaup á eyrum landsins alla daga árið um kring og ekkert við það að athuga. Stundum þarf að endurnýja húsnæði og sinna við­ haldi og það er heldur ekkert við það að athuga. Það sem er athugavert við þessi eyrarviðskipti öll er að laugar­ gestir með gild árskort sitja eftir með skarðan hlut. Við erum rekin upp úr eins og eitthvað hafi fundist á floti í lauginni. Mitt árskort gildir til september­ loka 2016. Nú „býðst“ mér að fara í Sporthúsið í hinum enda Kópavogs til líkamsræktar og hef enga mögu­ leika á laugarferð. Ég set „býðst“ innan gæsalappa því í raun eru þetta afarkostir, taktu þennan kost eða tapaðu peningum þínum ella. Þetta er ekki hvorki Sundlaug Kópavogs né Gym ehf til sóma. Sem tryggur og ánægður viðskiptavinur Sundlaugar Kópavogs fram að þessu geri ég kröfu um að Sundlaug Kópa­ vogs bjóði korthöfum að velja einn eftirfarandi valkosta: l Að fá andvirði eftirstandandi gild­ istíma útgefinna árskorta endur­ greitt. l Að eftirstandandi gildistími árs­ korts gangi upp í nýtt árskort að laug og líkamsrækt þegar líkams­ ræktaraðstaðan opnar í haust (með nýjum rekstraraðila). l Að andvirði eftirstandandi gildis­ tíma árskorts gangi upp í árskort að lauginni. Að lokum skora ég á forstöðu­ menn Sundlaugar Kópavogs að falla ekki í þá gryfju að vísa allri ábyrgð á „undirverktaka“, ég keypti mitt árs kort af Sundlaug Kópavogs og stunda mína líkamsrækt í Sundlaug Kópavogs og mæti í Sundlaug Kópa­ vogs á morgnana. Því vil ég að Sund­ laug Kópavogs leysi þetta mál í sátt við trygga viðskiptavini sína. Og til marks um hvað mér er hlýtt til Sund­ laugar Kópavogs kemur heiti hennar alls 13 sinnum fyrir í þessari grein! Það kann að vera gott að búa í Kópavogi en að óbreyttu er vont að eiga viðskipti í Kópavogi, sérstak­ lega ef maður skiptir við Sundlaug Kópavogs. Er kúkur í Sundlaug Kópavogs? Lárus Jón Guðmundsson sundlaugargestur Það sem eftir lifir gildistíma útgefinna korta er því í raun tapað fé korthafa. Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Final_Wrangler_SS16_CLP_700x1000mm_10mmbleed.indd 1 10/03/16 15:03 Wrangler er kominn aftur í Kringluna s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 6 . j ú n Í 2 0 1 6 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 0 -E 4 B 0 1 9 C 0 -E 3 7 4 1 9 C 0 -E 2 3 8 1 9 C 0 -E 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.