Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 42
Ég stofnaði hátíðina Reykja-vík Midsummer Music árið 2012, svo hún er að fara fram í
fimmta sinn – ótrúlegt hvað tíminn
líður,“ segir Víkingur Heiðar Ólafs-
son píanóleikari brosandi. „Nú er
fólk líka farið að reikna með hátíð-
inni og spyrja um hana, svo hún er
búin að festa sig í sessi. Hugmyndin
er rosalega einföld. Hún er sú að fá
íslenska og erlenda topp listamenn
og leiða þá saman í einu besta tón-
listarhúsi Evrópu á bjartasta árstíma.
Svo er ég alltaf að leika mér með
þema, í ár er hugmyndin „wande-
rer“ eða ferðalangur og allt hverfist
um hann. Við förum út í náttúruna,
út í heim og út í geim.“
Sumir flytjendurnir sem komnir
eru til landsins eiga líka óvenju-
legar ferðasögur úr fortíðinni eins
og Víkingur Heiðar lýsir. „Rússneski
fiðluleikarinn Viktoria Mullova
flúði Sovétríkin 1983, skömmu eftir
að hafa unnið stærstu fiðlukeppni
heims. Hún skildi Stradivari-fiðlu
eftir á hótelherbergi í Finnlandi,
flúði til Svíþjóðar, kallaði sig Miss
Smith og fékk hæli í Bandaríkjunum
þar sem henni var í raun boðið beint
í partí í Hvíta húsið til Ronalds Reag-
an. Svo varð hún bara einn frægasti
tónlistarmaður heims og tákn fyrir
sigur vestursins gegn austrinu.
Mullova kom til Íslands fyrir 30
árum og það er gaman að geta sýnt
henni Hörpu og hvernig allt hefur
breyst hér. Hún kemur fram á hátíð-
artónleikum í Eldborgarsalnum 17.
júní, sem bera yfirskriftina Söngvar
förusveins, ásamt fleiri snillingum.“
Einn þeirra sem syngja í Eldborg-
inni að kvöldi þjóðhátíðardagsins
er hinn góðkunni Kristinn Sig-
mundsson sem flytur meðal annars
verk eftir Schubert og Mahler.
„Kristinn hefur aldrei komið fram
á hátíðinni minni áður þó það sé
kært með okkur bæði í músíkinni og
persónulega,“ segir Víkingur Heiðar
glaðlega.
Vissulega er mikil vinna að koma
svona hátíð á koppinn, það viður-
kennir tónlistarmaðurinn. „Þetta
er rosalegt batterí, miðað við hvað
undirbúningsteymið er fámennt,
en það er ekkert einsdæmi á Íslandi.
Ég er með aðra hátíð úti í Svíþjóð og
kringum hana er her manns en hér
eru örfáar manneskjur að gera allt
af lífi og sál, þar á meðal er konan
mín, Halla Oddný Magnúsdóttir. Ég
er sjálfur að stafla stólum milli þess
sem ég æfi og reyni að gæta þess að
allt gangi upp. Venjulega er ég auð-
vitað hinum megin við borðið, lista-
maður sem mætir þar sem búið er
að bóka allt og þarf bara að hugsa
um músíkina,“ segir hann og bætir
við: „En það er alveg element í mér
sem nýtur þessa brjálæðis þó ég
gæti ekki hugsað mér að standa í
því nema einu sinni á ári.“
Ýmsir þeirra sem koma að utan á
hátíðina eru vinir Víkings Heiðars
sem hann hefur unnið með úti. „Það
eru allir svo uppnumdir yfir Íslandi
og Hörpu og öllu hér svo það gefur
mér líka orku. Ég er ekki að ýkja
þegar ég segi að ég sef svona fjóra
og hálfan tíma á nóttu um þessar
mundir og þarf alltaf minni og
minni svefn, músíkin er svo geggjuð
og spenningur listafólksins eykst
eftir því sem á líður vikuna. Birtan
er líka svo mögnuð. Ég held hátíðina
á þessum árstíma til að tryggja að ég
sé alltaf á Íslandi um sumarsólstöð-
ur og í Hörpu með músíköntunum
– það verður ekki betra.“
Dagskrá hátíðarinnar má skoða
á rmm.is.
Hinn frjálsi förusveinn er í forgrunni hátíðarinnar
Reykjavík Midsummer Music, tónlistarhátíðin hans Víkings Heiðars Ólafssonar, hefst í dag og stendur
til sunnudags. Þemað er ferðalangur og efnisskráin fer með okkur um heillandi lendur tónlistarinnar.
„Halla Oddný er bæði eiginkona mín og aðstoðarkona við undirbúning hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. Hér stilla þau hjónakornin sér upp í gluggum Hörpu. Fréttablaðið/antOn brink
Þeir voru að æfa, meistararnir, Víkingur Heiðar og kristinn Sigmunds.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R30 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð
menning
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
0
-D
0
F
0
1
9
C
0
-C
F
B
4
1
9
C
0
-C
E
7
8
1
9
C
0
-C
D
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K