Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 44

Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 44
20th Century Fox borgaði 1,3 milljónir dollara til þess að sýna kynningarefni úr myndinni á Super Bowl árið 1996? Independence Day hlaut Óskars- verðlaunin fyrir bestu tæknibrell- urnar árið 1997? handritið að myndinni var skrifað á aðeins fjórum vikum og tökurnar stóðu yfir í 72 daga sem þykir afar stuttur tími fyrir svo stóra kvik- mynd? Vissir þú að …Í ár eru komin tuttugu ár síðan kvikmyndin stórvinsæla Inde­ pendence Day kom út, en hún var frumsýnd 24. júní 1996. Myndin sló rækilega í gegn en með aðal­ hlutverk fóru meðal annars Will Smith, Bill Pullman, Jeff Goldblum og Vivica A. Fox. Nú á að frumsýna framhald myndarinnar sem tók alls tuttugu ár að framleiða. Leikstjóri og höfundur beggja myndanna er Roland Emmerich. Nýja myndin, Independence Day: Resurgence, verður frumsýnd þann 24. júní eins og sú fyrri. Framhaldsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur myndin verið lengi í bígerð. Roland segir þó að hann hafi aðeins verið að bíða eftir réttu tækninni en hugmyndir hans fyrir myndina hafi verið of stórtækar fyrir tæknina sem var til staðar á tíunda áratugnum og byrjun 21. aldarinnar. Í nýju myndinni, sem frumsýnd verður næstu viku, reynir leikstjór­ inn að vekja gömlu persónurnar aftur til lífs svo að myndin tengist sem mest þeirri fyrri. Leikararnir Bill Pullman, Jeff Goldblum, Brent Spiner og Vivica A. Fox snúa aftur í framhaldinu en Will Smith, sem var aðalleikari fyrstu myndarinnar, verður þó ekki með. Ný andlit birt­ ast einnig og fer Liam Hemsworth með eitt aðalhlutverkanna. Það verður spennandi að sjá hvort framhaldið nær að heilla aðdáendur Independence Day enn á ný en kvikmyndin var og er ein af tekjuhæstu myndum sem gerðar hafa verið. Myndin fjallar um geim­ verur, forseta Bandaríkjanna og hugrakkar hetjur en það er ómiss­ andi í góðri spennumynd. Í Inde­ pendence Day: Resurgence verður sama þema nema meira verður um geimverutækni sem mannfólkið hefur tileinkað sér. gunnhildur@frettabladid.is Independence Day fagnar nú 20 ára afmæli með framhaldi án Will Smith Ein þekktasta kvikmynd tíunda áratugarins fær loksins framhald í næstu viku. að­ dáendur hafa beðið í ofvæni eftir nýju myndinni. Hún mun eflaust kveikja nostalgíu. Will Smith ásamt konu sinni Jada Pinkett Smith á frumsýningu Independence Day árið 1996. Hún átti að leika kærustu Will í myndinni en hafnaði því vegna anna. Stikla úr gömlu myndinni. Aðdáendur eru eflaust spenntir að sjá hvernig Ronald tekst til við gerð framhaldsins. Gömlu leikararnir saman komnir á blaðamannafundi fyrir nýju myndina. Liam Hemsworth fer með stórt hlutverk í nýju myndinni. Frumsýningar ME BEforE You indEpEndEncE daY: rEsurgEncE Teiknimynd Aðalhlutverk: Ellen DeGeneres, Albert Brooks og Idris Elba. Frumsýnd 16. júní IMDb 9,1 finding dorY Ævintýri og skáldskapur Aðalhlutverk: Maika Monroe, Joey King og Jeff Goldblum. Frumsýnd 22. júní Drama og rómantík Aðalhlutverk: Emilia Clarke, Sam Claflin og Janet McTeer. Frumsýnd 22. júní. IMDb 7,9 Sportið um helgina Fáðu þér áskrift á 365.is *Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is. | Fimmtudag kl. 19:30 - Bein útsending Pepsídeild karla - Valur tekur á móti FH Hörkuleikur í deildinni á Hlíðarenda | Fim. og fös. kl. 01:30 Copa America, 8 liða úrslit - Bein útsending Fimmtudag, kl. 01:30 Bandaríkin - Ekvador Föstudag, kl. 00:00 Peru - Kólumbía | Formúla 1 - Bein útsending Lau. og Sun.: GRAND PRIX OF EUROPE Margir af fremstu ökumönnum heims á einum stað | Sumarmessan - EM og Copa Amercia Öll kvöld klukkan 22:00 Íþróttafréttamenn og fótboltasérfræðingar 365 fara yfir allt það helsta á EM og Copa America. 1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R32 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð bíó 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 0 -D F C 0 1 9 C 0 -D E 8 4 1 9 C 0 -D D 4 8 1 9 C 0 -D C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.