Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. maí 1983 7 Smáauglýsingar Byggingarefni og lóða- standsetning Óska eftir að komast í sam- band viðaðilasemvilditaka að sér lóðarstandsetningu í skiptum fyrir byggingar- efni. Uppl. i síma 2734. Á sama stað er til sölu vinnu- skúr. Keflavfk-Njarðvik 3ja herb. íbúð óskast. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Sími 2354 eftir kl. 18. fbúð óskast Óska að taka á leigu íbúð í Keflavík-Njarðvík sem fyrst. Góðri umgengni heitið. Uppl. ísímum 1529og8176. Til leigu er 2-3ja herb. íbúð, laus 1. júní. Fyrirframgreiðslu ósk- að. Uppl. í síma 3258. VW ’71 til sölu, selst ódýrt, þarfn- ast viðgerðar. Uppl. á Bíla- sölu Brynleifs í síma 1081 og á kvöldin í síma 2677. Njarðvfk-Keflavík Vill einhver leigja móður með 4 ára strák 2-3ja herb. íbúð. Reglusemi heitið. Sími 1912 eftir kl. 19. Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi til leigu. Uppl. í síma 1849. Herbergi, Keflavfk-Njarðvik Vantar til leigu eitt herbergi í sumar í Keflavík eða Njarð- vík. Uppl. í síma 91-16536 eftir kl. 20. Bfll óskast Óska eftir Volkswagen bjöllu árg. 1970 eða yngri, útlit og ástand skipta ekki máli. Einnig frambretti á Toyota Corolla árg. 70-75. Uppl. í síma 3093. Snyrtisérfræðingur óskast til afleysinga á snyrtistofu í Keflavík í sumar (ca. 2 mán- uði). Umsækjendur leggi umsóknir sínar á afgreiðslu blaðsins, merkt: Víkurfréttir - Snyrtifræðingur. Til sölu brúnn Silver-Cross barna- vagn, stærri gerð. Uppl. í síma 3002. Tll sölu brúnn Silver-Cross barna- vagn. Verð kr. 3.500. Uppl. í síma 6033. Tll lelgu 2 herbergi og eldhús, í Garði. Uppl. í síma 3135 og 7175. Hjólhýsi Europa 455 árg. 74 til sölu. Uppl. í síma 2459 á kvöldin. Keflavfk - Hjálp! Alger neyð! Ég er 4ra ára og systir mín 10 ára. Okkur mömmu vantar svo 3-4ra herb. íbúð á leigu sem allrafyrst. Erum allar rólegar og göngum vel um. Er ekki til einhver sem getur hjálpað okkur? Uppl. í síma 3040 eða 3971. CARGO Þá er loksins komin út önnur plata andfætling- anna í hljómsveitinni Men At Work og ber hún nafnið Cargo. Það má með sanni segja loksins, því það er búið að vera von á plötunni frá þvi seint á árinu 1982, en vegna mikilla vinsælda fyrri plötunnar (Business As Usual) var platan ekki gefin út fyrren nú fyrirstuttu. Það er varla hægt að segja að vinnumennirnir séu af baki dottnir, því Cargo er mjög góð plata í alla staði og engan veginn síðri en fyrri platan. Að sjálfsögðu er gamli góði Men At Work- stíllinn yfir plötunni, en hljóðfæraleikurinn er allur vandaðri. Má þar nefna frá- bæran gítarleik hjá Ron Strykert og ekki siðri saxó- fónleik hjá Greg Ham. Einna bestu lögin á plöt- unni er ,,Dr. Heckyll & Mr. Jive“, „Overkill”, ,,No Sign of Yesterday" en ,,It’s a Mis- take“ er þó líklegast það lag sem lætur best í eyrum. Frekar létt er yfir plötunni eins og búast mátti við, en lagið ,,No Sign of Yester- day“, sem er rólegt og vel spilað, fer einkar vel í hendi meðlima Men At Work. Það er því óhætt að segja svona í lokin, að Cargo sé frábær popp-plata sem á heima hjá hverjum plötusafnara. Björgvin Gíslason: ÖRUGGLEGA Þriðja sólóplata Björgv- ins Gíslasonar nefnist að þessu sinni Örugglega. Banaslys um borð í Mumma Um helgina varð bana- slys um borð í m.b. Mumma frá Sandgerði, þegar bátur- inn var að veiöum undan suðurströndinni. Slóst vír í háls liölega fert- ugs skipverja, sem stóð við lunningu, og mun hann hafa látist samstundis, en skipið sigldi til Grindavíkur með líkið. Hinn látni hét Pétur Bert- elsen, til heimilis að Hring- braut 71, Keflavík. Sjópróf áttu að fara fram nú í vikunni. - epj. Hefur hún fengið góða dóma gagnrýnenda, enda er hún ekki í verri kantinum. Björgvin semur öll ellefu lög plötunnar en texta semja Bjartmar Guðlaugs- son og Sigurður Bjóla. Björgvin séreinnig um allan gítarleik á plötunni, en hann syngur einnig og spilar lítil- lega á hljómborðið. Honum til aðstoðar er Ásgeir Ósk- arsson (trommur) og Pétur Hjaltested (hljómborð). Auk þess syngur Björk Gu- mundsdóttir (úr Tappa tik- arrass) eitt lag. Fyrri hlið plötunnar hefur að geyma sex lög. Það fyrsta nefnist ,,L.M. Eric- son“, og er það gott og gríp- andi léttpoppað rokklag. Mjög gott gítarsóló er í lag- inu, en eins og fyrr sagði er akkur gítarleikur í höndum Björgvins. Því næst koma lögin ,,í takt við tímann", ,,Tjútt“ og ,,Lukkutröll”, en það síðastnefnda er að okkar dómi eitt besta ís- lenska dægurlagið í langan tíma. Þá kemur lagið „Hetjudraumar”, en hliðeitt endar svo á laginu ,,( minn- ingu ...” Hlið tvö hefst svo á lag- inu ,,Afi“, sem er mjög skemmtilega spilað, auk þess sem söngur Bjarkar er alveg frábær. „Xylophone" er svo annað lagiö á hlið- inni. Þau lög sem næst koma eru öll góð en rísa samt ekki eins hátt og tvö fyrstu lögin á hliöinni. Þegar á heildina er litið er óhætt að segja að platan sé mjög góð og enginn ætti að sjá eftir að kaupa hana. Kristján/Erlingur Krabbl glataður Krabbi fyrir bílkrana er legið hafði í hiröuleysi utan við SÚN- skemmurnar, var tekinn þar fyrir skömmu. Er þetta 250 lítra krani. Eru menn vinsamlegast beönir aö láta vita í síma 3966 hafi einhverjir orðið varir við kranann. Fundarlaun. Gott vöruval Y í' .... t . i- ,-t jfÍJt.%m 111T?Ml NONNI & BUBBI Hringbraut 92 GLÓÐIN“ býður þér upp á • Gómsaeta sjávarrétti • Girnilega kjötrétti • Ljúffengar kaffiveitingar • Glæsilegan salat-bar og síðast en ekki síst • Indælt starfsfólk og rómantískt umhverfi, sem ekki á sinn líkan. Opið frá kl. 9-21.30 alla virka daga. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.30-22.30. Hafnargötu 62 Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.