Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. maí 1983 9 Stökkvandi lax við bryggju í Vogum Sl. mánudag varö íbúi í Vogum var við stökkvandi lax framan við bryggjuna og þegar betur var aö gáð sá hann 3 laxa í sjónum við bryggjuna. Er reiknað með að hér sé á feröinni fyrsti laxinn sem skilarsérafturtil laxeldisstöðvarinnar í Vog- um, en þeir áttu þó ekki von á fyrsta laxinum fyrr en í júlímánuði n.k. Starfsemi stöövarinnar hófst að nýju um sl. mán- aðamót og eru nú um 30 þúsund seiöi í stööinni og er verið aö venja þau við sjóinn auk þess sem á þau vaxa nú hreistur, en í næsta mánuði verður þeim sleppt. Er síðan von á þeim aftur til baka að ári. Má því á næstunni búast Sportvörur - Feröavörur Fatnaöur og skór ukum vöruval í viku hverri. PRÍMUSAR 1, 2 og 3 hellur Gasljós - Gaskútar Gashitarar - Neista- byssur Svefnpokar - Bakpokar Töskur - Göngutjöld Sólstólar og borö Sólbekkir Kælitöskur, sem halda einnig heitu. Hafnargötu 54 - Sími 1112 við að frekari lax sjáist hér í nágrenninu, en athygli skal vakin á því að laxveiði í sjó er bönnuð lögum sam- kvæmt. - epj. FYRSTU LEIKIRNIR . . . Framh. af 2. siöu Hvaöa lið veröa á toppn- um í sumar? „Ég á von á því aö deildin verði jöfn í sumar og að öll liðin eigi eftir aö reita stig frá hverju öðru. Þau lið sem ég hef séð og held að hafi mesta möguleika, eru Vík- ingur, (A og Breiðablik og býst fastlega viö aö þessi lið verði á toppnum. Við höfum að vísu unniö öll þessi lið nú í vor og spurningin er hvar Keflavíkurliðið kemur inn í hópinn, því það má segja að til að byrja með megi stíla inn á aö vera um miðja deild en þetta eru allt lið sem við eigum að geta unniö. Þetta verður bara að koma í Ijós." Hvaö meö stuðning á- horfenda? „Ég vona að áhangendur Keflavíkurliðsins sýni leik- mönnum einhvern áhuga og hvetji þá til árangurs, því komi þessi utanaðkomandi andi stuðningur má búast við skemmtilegri leik og betri árangri liðsins," sagði Guöni Kjartansson, þjálfari (BK í knattspyrnu, að lokum. - pket. 4 ÓHÖPP Framh. af 1. siöu meiðst illa á fæti. Mun bíll- inn hafa ekið í veg fyrir bif- hjólið sem var á leið suður Vesturbraut, en bíllinn var kominn út á Vesturbraut- ina en stansaði þar á miðri götu með þeim afleiðingum að mótorhjólið þurfti að fara hinum megin við bílinn og lenti við það út í garði við hornhúsið í götunni. Er mótorhjólið mikið skemmt, en bíllinn svo til óskemmd- ur. Virðist svo sem veðrið góða hafi farið eitthvað mis- jafnt í fólk hér í bæ, en að sögn lögreglunnar er það algengt á hverju ári að árekstrarséu i miklum mæli á vorin þegar góða veðrið kemur, sé nú ekki talað um þann harða vetursem hrjáöi okkur síðustu mánuði. Eru ökumenn því beðnir að fara varlega og slá létt á pinnann á meðan menn eru að venjast góða veðrinu. pket. Missti trollið og braut gálga Rétt fyrir síðustu helgi þegar Heimir KE 77 var að trollveiðum út af Eldey, festi hann trollið illa og tókst ekki aö losa það með nokkru móti. Að endingu fór þó svo að toggálgar skipsins hreinlega brotn- uöu niöur og varö skipiö því að halda til lands með brotna gálga og trolllaust. Helgi S. KE 7 sem er frá sömu útgerð, gat stuttu síöar slætt upp trolliö og kom meö þaö til Grinda- víkur. - epj. Blómasala Hin árlega blómasala KFUM og KFUK veröur að þessu sinni í kvöld, fimmtu- daginn 19. maí. Þá mun blómasölufólk ganga í hús í Keflavík og Njarðvík með fjölbreytta blómvendi, sem bæjarbúar geta prýtt með heimili sín um hvítasunn- una, um leið og þeir styðja gott málefni. Ágóöa af blómasölunni veröur sem áður variö til endurbyggingar húseignar félaganna að Hátúni 36, sem enn á langt í land aö vera fullbúin. Félögin vænta enn sem fyrr góðs samstarfs við bæjarbúa um leið og þau þakka veittan stuðning þeim til handa á liönum árum. Bílasala Brynleifs Vatnsnesveg 29a - Keflavik - Síml 1081 Verslunin RÚN GARÐI hefur fengið einkaumboð fyrir CAII5II3C buxur 4? blússur og safari jakka. Opið til kl. 21 öll kvöld, nema sunnudaga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.