Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir „Besta liö sem við höfum haft í 10 ár“ 6 knattspyrnuáhugamenn spá um úrslit í 1. deild knattspyrnunnar íslandsmótið í knatt- spyrnu hófst í gær og í kvöld leika Keflvíkingar sinn fyrsta leik og verða Valsmenn mótherjar þeirra. Liðin hafa nú æft af kappi og flest þeirra tekið þátt í einhverjum minni mótum og eru því vel undirbúin fyrir mótið. Af þessu tilefni fóru Víkur-fréttir á stúfana og náði í 6 áhugamenn um knattspyrnu og létu þá spá um úrslit deildarinnar. Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur: „Eftir vorleikjunum að dæma þá er ekki hægt ann- að en að vera bjartsýnn og vona bara að Keflvíkingum gangi vel. Þeim hefur áður gengið vel undir leiðsögn Guðna Kjartanssonar sem þjálfara og er von að svo verði áfram. Ég spái okkar mönnum öðru sæti og hef trú á að þeir geti náð því með þeim fyrirvara aðengin alvarleg meiðsli komi upp í hópnum, en þess vegna er oft erfitt að spá um úrslit í stórum mótum, því meiðsli kalla ekki á undan sér hjá liðunum. Spá Tómasar: 1. Víkingur 6. Þróttur 2. Keflavík 7. KR 3. Valur 8. UBK 4. ÍA 9. Þór 5. (BV 10. ÍBÍ Vegna hvítasunn- unnar kemur næsta blað út föstudaginn 27. maí. Slgurður Steindórsson: „Af því sem ég hef séð af Keflavíkurliðinu er gott og er þess vegna mjög bjart- sýnn á sumarið og hef því trú á aö liöið veröi í einu af þremur efstu sætunum. Liöiö fær tvo fyrstu leikina á heimavelli og getur það haft mikiö að segja. Mótið á eftir að verða jafnt að mínu áliti og jafnframt skemmtilegt." Spá Sigurðar: 1. Keflavik 6. Valur 2. Víkingur 7. UBK 3. KR 8. Þór 4. ÍA 9. Þróttur 5. ÍBV 10 (Bí Elfas Jóhannsson: „Keflavik hefur á mjög góðu liði að skipa, því besta í 10 ár eða síðan liðið varð íslandsmeistari síöast. Ég hef trú á aö titillinn lendi í Keflavík í ár og ef ekki þá vinna þeir bikarinn." Spá Elíasar: 1. Keflavík 4-6. (BV 2. Víkingur 7-8. UBK 3. Valur 7-8. Þróttur 4-6. Akranes 9. Þór 4-6. KR 10 (Bí Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs óskar eftir að taka á leigu tvær 4ra herb. íbúðir frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefa: Framkvæmdastjóri í síma 1664. Hjúkrunarforstjóri í síma 1400. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Steinþór Júlfusson, bæjarstjórl: „Er hæfilega bjartsýnn, en vongóður." Spá Steinþórs: 1. Keflavík 6. ÍBÍ 2. (A 7. UBK 3. (BV 8. Þróttur 4. Víkingur 9. Þór 5. Valur 10. KR Guðný Guðjónsdóttir (Didda I íþróttavallarhúsinu verndarenglll leikmanna): „Mér líst bara Ijómandi vel á liðið, alla vega ef hægt er að taka mark á þessum vorleikjum, þá er ekki hægt annaö en að vera bjartsýnn á framhaldið. Það er mikill hugur í strákunum og andinn er mjög góður og það hefur mikið að segja." Spá Diddu: 1. Víkingur 6. KR 2. Keflavík 7. Þór 3. ÍBV 8. UBK 4. Valur 9. ÍBÍ 5. ÍA 10. Þróttur Ragnar Frlðriksson: „Það sem ég hef séð af liðinu er ég ánægður með. Maður vonar bara að þeir standi sig og þeir verði lausir við fallbaráttudraug- inn sem herjaði á þá allt mótið í fyrra." Spá Ragnars: 1. Víkingur 6. (BV 2. (A 7. UBK 3. (BK 8. Þróttur 4. Valur 9. ÍBÍ 5. KR 10. Þór Fimmtudagur 19. maí 1983 13 BILAVERKSTÆÐI PREBENS Allar almennar viðgerðir. Réttingar - Málun Bremsuborðaálímingar. Bílaverkstæði Prebens Dvergasteini, Bergi, Keflavík, sími 1458 Óskum eftir 2 smiðum til að vinna í mælingaflokk. Upplýsingará skrifstofu Húsaness, Hafnargötu 71 á milli kl. 10 og 12. ‘ f/ Meistarafélag bygginga- manna á Suðurnesjum ORLOFSHÚS Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsi félagsins, á skrifstofunni að Tjarnargötu 7, Keflavík, mánudagaog mið- vikudaga frá kl. 17-19. Stjórnin Húsones Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða skrifstofumann, verslunar- skóla- eða sambærileg menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Suðurnesjabyggða. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, eigi síðar en 25. maí 1983. Bann við losun á rusli og jarðefnum Hér með er vakin athygli á, að stranglega er bannað að henda rusli og jarðefnum eða öðrum úrgangi á opin svæði í fjörur eða úti á víðavangi í Njarðvík. Á næstunni verður fylgst vandlega með slíkri losun og þeir sem brjóta þetta bann, mega búast við því að þurfa að hreinsa upp eftir sig að nýju eða greiða kostnað við hreinsun. Bæjarverkstjóri pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.