Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 9. júní 1983 Verkfræðistofa Njarðvíkur opnar 1. maí var opnuð ný verk- fræðistofa hér á Suðurnesj- um, sem ber nafnið Verk- fræðistofa Njarðvíkur og er eins og nafnið bendir til staðsett i Njarðvík, nánar tiltekið að Brekkustíg 36. Verkfræðistofa þessi var formlega opnuð um síðustu helgi og af því tilefni höfð- um við samband við eig- anda hennar, Magnús R. Guömannsson. Sagöi hann aðstofa þessi væri einkafyrirtæki sitt, sem veitti þjónustu bæði til sveit arfélaga, fyrirtækja og ein- staklinga og annaðist þá öll almenn verkfræðistörf vegna húsbygginga og annarra þátta. Varðandi þjónustu fyrir einstaklinga benti hann sér- staklega á gerö burðarþols- og járnateikninga fyrst og fremst, teikningar og eftirlit með gerö t.d. bílastæða og ýmis sameiginlegs utan- húss og þá tilboðsgerö s.s. fyrir verktaka og verkeftirlit fyrir opinbera aðila. Magnús hefur starfað sem verkfræðingur og byggingafulltrúi Njarðvik- Magnús fí. Guðmannsson skipti. Enda held ég að þetta væri ógerlegt öðru- vísi, þar sem útreikningar eru nú orðnir mjög flóknir eins og t.d. verðbótaþáttur vaxta og annað í þeim dúr." FÓLK FÆR LÁN TIL AÐ BORGA LÁN Er meira um það i dag að fólk komi og biðji um lán, en á árum áður? „Það hefur nú ekki orðið svo mikil breyting á því, ég tek við svona 10-25 manns á morgni, en talsverð breyt- ing hefur þó orðið þar á. Fólk kemur orðið í ríkara mæli til að fá skuldbreyt- ingar, þ.e. framlengingu á víxlum t.d. með 38% vöxt- um eða skuldabréfum með 47% vöxtum og þarf því að fá lán til lengri tíma, sem eru þá bundin lánskjaravísitölu. Og ef fólk ræður ekki við vixla- eða skuldabréfavexti, hvernig fer það þá með vísi- tölutryggð lán á meðan verðbólgan er eins og hún er í dag?" Fer allt eftlr þvi hvað úr sjónum kemur ,,Það er greinilegt að fólk hefur minna á milli hand- anna en áður, enda ekki nema von þegar vertíðin fer svona illa. Við verðum bara að kyngja því, að þaö veltur allt á því hvað kemur úr sjónum. Nú í veturvarfjöld- inn allur af bátunum með þetta 200-300 tonn, en fyrir 10-15 árum sfðan var al- gengt að þeir væru meö 600-800 tonn og topparnir meö 1000-1200 tonn." Hverjar eru helstu ástæð- ur fyrir þessarl slæmu út- komu sjávarútvegslns? „Þaö eru náttúrlega marg ar ástæður fyrir því, en fyrst ber þó að minnast þess, að loðnan hvarf hjá okkur, sild- in varð fyrir bí, þó er byrjað að veiða hana aftur, en hún er svo dýr að það er erf itt að selja hana og keppa viö þjóðir sem jafnvel greiða hana niður. Skreiðin, mikið til af henni frá síöasta ári, er ófarin enn og hún er ekki greidd fyrr en 8-10 mánuð- um frá sendingu. Þarna liggja miklir peningar, sem fyrirtækin og bankamir eiga. Nú, saltfiskurinn, reiö- arslagið með orminn í hon- um og annaö til; afskipan- irnar. Þær dreifast nú yfir miklu lengri tímaenáðurog það þýðir ekkert annaö en dráttur á greiöslum. Nóg er til af karfa, en við erum þegar búnir að framleiða helming þess magns sem við seljum Rússum fyrir næsta ár." Togararnir búnir að drepa allan þorsklnn „Orsakirnar fyrir þessari slæmu vertið, er þorskur- inn búinn? Bátasjómenn- irnir vilja kenna togurunum um þetta og segja að þeir séu búnir að drepa allan þorskinn, „moka honum öllum ígegnum lensportið", eins og þeir segja, og það hafa heyrst hrikalegartölur um það." Hvað vlltu seg|a um fram- tíðina i þessum málum? „Verðum viö ekki bara aö vera bjartsýnir og vona þaö besta?" sagði Jón ísleifs- son að lokum. - pket. urbæjar undanfarin 10 ár og starfar þar áfram í hluta- starfi. Afgreiðslutími er fyrir há- degi og er síminn 3176. epj. Fyrsta fólks- lyftan á Suðurnesjum Undanfariö hafa staöiö yfir framkvæmdir við gerð lyftuhúss að Hafnargötu 32 í Keflavík (Stapafellshús- inu). í sjálfu sér eru þetta ekki merkar framkvæmdir, en þó ber að hafa þaö í huga, að hér er verið að útbúa fyrstu lyftuna fyrir almenning í rtúsi á Suðurnesjum. Fyrir eru að vísu lyftur s.s. vöru- lyftur viða, og lyftan á sjúkrahúsinu, sem ætluð er til nota fyrir sjúkraflutn- inga. - epj. j&t Dagskrá 17. júní 1983 Kl. 13.00: Kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju, sr. Ólafur Oddur Jónsson. Skrúðganga. í SKRÚÐGARÐINUM: Hátíðarsetning Fánahylling Ávarp Fjallkonunnar Ræða dagsins Magnús Þór Sigmundsson Leikfélag Keflavíkur Karlakór Keflavíkur Tískusýning Áhöfnin á Halastjörnunni Kl. 15.30: Kl. 17.00: - TÍVOLÍ - í Barnaskólanum: Þjóðhátíðarkaffi Á íþróttavellinum: Knattspyrna (3. fl. ÍBK - 5. fl. ÍBK) Júdó-sýning Karamelludreifing Ki. 20.30: Pokahlaup - Reiptog (mfl. ÍBK í knattsp. og mfl. ÍBK í körfub.) í barnaskólaporti: Skemmtiatriði, s.s. tónlist, eftirhermur og dans. - Hljómsveitm CODA.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.