Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 18. ágúst 1983 11 Samstarf iðnfyrir- tækja á Suðurnesjum á iðnsýningunni í Laugardalshöll, 19. ágúst til 4. september 1983 Þessi glæsilega mynd sem hér fylgir, sýnir árang- ur af þróttmiklu samstarfi stærstu framleiöslufyrir- tækjanna á Suöurnesjum. Myndin sýnir sameiginlegt sýnlngarsvæði Suðurnesja- fyrirtækjanna á iðnsýning- unni, sem halda á í Laugar- dalshöll á tímabilinu 19. ágúst til 4. september n.k. SSS (Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum) átti frumhugmynd að þessu samstarfi og hefur skaffað húsnæði vegna vinnufunda Suóumesjabásinn á lónsýningunni '83 íslandsmót yngri flokka: 3. flokkur í úrslit 4. og 5. fl. vantaði aðeins 1 stig 3. flokkur ÍBK tryggði sér fyrir nokkru sæti í úrslita- keppni íslandsmótsins í knattspyrnu. Fer úrslita- keppnin fram á vegum knattspyrnuráðs ÍBK. Hefst hún í dag og stendur fram á sunnudag. Leikið verður á grasvöllunum í Keflavík og Njarðvík. Verður hér án efa um skemmtilega og fjör- uga leiki að ræða, um pað geta þeir sem horft hafa á yngri flokka fótboltans í sumar vitnað. Árangur 3. fl. er sá besti sem yngri fl. náði hjá Kefla- vík í sumar. Léku þeir piltar í A-riðli, sem eins og nafnið ber með sér er sterkasti rið- illinn af átta. Hafnaði flokk- urinn í 1 .-3. sæti og hlaut 14 stig. Urðu úrslit íeinstökum leikjum 3. fl. þannig: (BK-Víkingur ... 3:0 ÍBK-Þróttur..... 4:1 Fylkir-ÍBK ...... 0:1 UBK-ÍBK ....... 0:3 ÍBK-ÍR ......... 6:1 ÍBK-Fram ...... 1:3 Valur-ÍBK ...... 0:1 KR-ÍBK ........ 1:2 ÞÓR V.-ÍBK .... 4:2 Á þessu má sjá að árang- urinn er siður en svo lakur, sjö vinningsleikir gegn tveimur töpum og marka- hlutfallið 23:10. Eru hér án efa efnilegustu drengir á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim í úr- slitunum sem og í framtíð- inni. 4. og 5. flokkur ÍBK stóðu sig einnig með sóma á (s- landsmótinu, léku báöir flokkarnir ( A-riðli og höfn- urðu báðir í fjóröa sæti, en hringii* þrjú fyrstu liðin komast í úr- slit. Þegar 4. fl. átti eftir óleikna þrjá leiki höfðu þeir 9 stig. í tveim næstu leikjum geröu þeirsvojafntefligegn IA,4:4, oggegníK,1:1.Með því að tapa síðan gegn Vík- ingi í sínum síðasta leik, 4:1, misstu þeir af lestinni og úr- slitunum um leið. Sömu sögu er næstum hægt að segja af 5. fl. Þeir höfðu 8 stig að óloknum þremur leikjum og áttu því góöan möguleika á úrslita- sæti. Gerðu þeir þá jafn- tefli við ÍR, 1:1 og sigruðu KR svo 2:1. í sínum síðasta leik nægði þeim þájafntefli, en í stað þess töpuðu þeir stórt gegn Fram, 4:1. Af þessari upptalningu má sjá, að Keflvíkingar voru óheppnir að eiga ekki liö í úrslitum í öllum þessum flokkum. Víkur-fréttlr vilja svo loks skora á alla þá sem vettlingl geta valdlfi, að mæta á gras- völllnn og hvetja okkar verðandi melstaraflokks- menn tll slgurs. ÁFRAM, KEFLAVÍKI - gæl._______ Ósamþykkt í sveitar- stjórnum Misskilnings gætti nokk- urs í síðasta tbl., þegar rætt var um skiptingu á kostn- aði vegna reksturs Bruna- varna Suðurnesja. Var sagt að þessi furðulega tillaga Njarðvíkinga hefði hlotið af- greiðslu í flestum byggöar- lögunum. Svo er ekki, tillagan hefur fengið mótbyr á flestum stöðum, og t.d. í stjórn B.S. var aöeins fulltrúi Njarðvík- inga meðmæltur henni. epj. og starfsmann til að sam- ræma hugmyndir fyrirtækj- anna. Aö hálfu SSS hefur starfaö iönráðgjafi Suður- nesja, Jón Egill Unndórs- son verkfræöingur. Hönnuður að sýningar- svæöinu er Sævar Helga- son málarameistari, og blómaskreytingar annast Blómastofa Guðrúnar. Framkvæmdastjóri iðn- sýningarinnar, Bjarni Þór Jónsson lögfræðingur, hefur sýnt þessu samstarfi mikinn áhuga og hefur setið alla vinnufundi, sem haldn- ir hafa verið hór á Suöur- nesjum. Fyrirtækin sem um ræðir eru þrjú tréiðnaðarfyrir- tæki: Rammi hf., Njarðvík, með glugga, útlhuröir og svalahurðir. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar, Kefla vík, með innihurðir og við- arþiljur. Trésmiöja Kefla- víkur með eldhúsinnrétt- ingar. önnur fyrirtæki eru: Ofnasmlöja Suöumesja, með ofna f öllum stærðum og litum, Álnabær, með staðlaðar og sérsaumaðar gluggagardínur og gardínu kappa, Ragnarsbakarí, Keflavlk, með brauö og kökur, og Plastgerð Suður- nesja, með nýjan einangr- aðan klæðningarstein utan á útiveggi húsa (sér í lagi gamalla húsa). Á meðan á sýningunni stendur verður hægt að panta og kaupa framleiöslu- vörur umræddra fyrirtækja. Jón E. Unndórsson Frá Grunnskóla Njarðvíkur Staða skólaritara er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson í skólanum, fimmtudag og föstudag frá kl. 17-19. Skólastjóri Fjölbrautaskóli Suðurnesja Öldungadeild Lokaskráning á haustönn '83 fer fram á skrifstofu skólans fram til 25. ágúst. Til að kennsla í ákveðnum áföngum sé möguleg, verður að vera fyrir hendi ákveð- inn fjöldi nemenda. Nauðsynlegt er pví að væntanlegir nem- endur skrái sig sem fyrst svo að hægt sé að taka ákvörðun um hvaða áfangar verði í boði. Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðu- neytisins er gjaldið 1600 kr. ef borgað er við innritun, en 1700 kr. ef greitt er við upphaf kennslu. Aöstoðarskólameistari Þú getur haft þrefalt til fjórfalt fé íhöndum eftir umsaminn sparnad. Öllum er frjálst ad opna Plúslánsreikning, hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eöa ekki. Er ekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig. ÚTVEGSBANKINN HAFNARGÖTU 60 KEFLAVÍK SÍM11199

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.