Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 25. ágúst 1983 VÍKUR-fréttir Stórmót hjá G.S. um helgina - Glæsileg verðlaun - Opiö mót verður haldið hjá Golfklúbbi Suöurnesja á Hólmsvelli í Leiru dagana 27.-28. ágúst. Spilaðar veröa 36 holur með og án forgjafar og hefst mótiö kl. 8 á laugardagsmorgun. Verðlaun veröa hin glæsi- Islandsmeistarinn, Gylfi Kristinsson, skoOar hin glæsilegu verO- laun sem i boOi eru. legustu sem sést hafa í langan tíma, en verslunin Hagkaup gefur þau til keppninnar. Fyrstu verð- laun m/án eru Dunlop golf- sett, Maxfly, 4 trékylfur og 10 járn. önnur verölaun m/án eru hægindastóll frá IKEA. Þriðju verðlaun m/án eru standlampi frá IKEA. Auk þess er fjöldi aukavinn- inga. Verömæti vinninga eru um níutíu þúsund. Látið skrá ykkur tíman- lega, því gera má ráð fyrir fjölmenni. - pket. Guðfinnumótið 1983: „Karlaveldið" í Leirunni rofið Tólf föngulegar konur mættu til sinnar fyrstu byrj- endakeppni f Leirunni sl. fimmtudag. Var það jafn- framt fyrsta byrjenda- keppni kvenna sem haldin er i 19 ára sögu G.S. Meö frábærum dugnaði hefur Guðfinna Sigurþórs- dóttir þjálfað þessar konur frá því ívor, enda hlaut þetta fyrsta mót kvennanna heit- ið „Guðfinnumótið". Guð- finna gaf fallegan farand- grip og Elínrós Eyjólfsdótt- ir handmálaði og gaf öll önnur verðlaun. ÚTSÖLUNNI LÝKUR ÁLAUGARDAG 30 - 50% AFSLÁTTUR Sumarjakkar afsl. ... 30% Stuttermabolir ... ... 30% Æfingagallar ... 50% Æfingaskór 30-50% Fótboltaskór ... 50% Tjöld ... 30% Margt fleira á einstöku verði. afsl. Gasgrill .............. 30% Gaskútar .............. 30% Gasljós ............... 30% Svefnpokar ............ 30% Sólstólar og borð .. 30% Grill og kol .......... 30% Hringbraut 96 - Keflavík - Sími 1112 Til skólans Skólatöskur, mikið úrval Ritföng Pennaveski, margar gerðir Nýjar vöru daglega. Bóka- og ritfangaverslunin RITVAL Hafnargötu 54 - Keflavfk - Slml 3066 Konurnar léku 9 holur og urðu úrslit þessi: högg Gerður Halldórsdóttir 62 Jóna Gunnarsdóttir .. 68 Elínrós Eyjólfsdóttir .. 69 Venný Siguröardóttir . 69 Venný og Elínrós fóru í braðabana á púttvellinum og sigraði Venný. Konurnar færðu Guð- finnu í mótslok gjöf sem þakklætisvott fyrir aðstoö- ina og vinsemdina í sumar. Golfklúbbur Suðurnesja má vera stoltur af tilkomu þessara nýju kylfinga. Trú- lega verður einhver eigin- maöurinn aö hlaða á sig aukastörfum, svo sem elda- mennsku og barnapössun, en hvaðgerirhannekkifyrir elskuna sína? K.S. Þ-mót nr. 8: Hver fer til írlands? Þ-mót nr. 8 var haldiö i síðustu viku og var spila- mennska manna yfir höfuð ekki góö og vildu menn af- saka sig á góða veðrinu. Veðrið? Já, veðriö. Það var svo gott, milt og stillt, að það eina sem menn gerðu var aö dásama veörið í stað þess aö einbeita sér aö golf- inu. En snúum okkur að úrslit- unum: Meö forgjöf: högg nettó Georg Hannah ........... 69 Elías Kristjánsson .... 70 Friðbert Sanders ....... 70 Án forgjafar: högg Hilmar Björgvinsson . 75 Þorbjörn Kjærbo ........ 77 Gylfi Kristinsson ...... 78 Jóhann Benediktsson bættist í hóp þeirra fjölda golfara sem unnið hafa til kaffiverðlauna. Hann hirti Grandos-skammtinn fyrir að vera 3 m frá Bergvíkur- holu. Nú eraöeins ólokið tveim mótum af tíu, en staöa efstu manna er svo til óbreytt frá síöasta móti. Magnús er með forystu með 33 stig, Hilmar fylgir fast á hæla hans með 30 stig og síöan kemur Þórarinn Ólason meö 26.5 stig. Þessir þrír eru lang efstir, en þó erekki hægtað útilokaaðeinhverj- ir fleiri komi inn í myndina ( þeim tveim mótum sem ólokiö er, þó óneitanlega séu þessir þrír sigustrang- legastir. - pket. Þorbjörn Kjærbo sigr- aði með yfirburðum í Grandos öldungamótinu Gamla kempan Þorbjörn Kjærbo sigraöi örugglega í eldri flokki í öldungamótinu sem haldiö var í Leirunni um sl. helgi. Gerði hann sér lítið fyrir og lék 18 holurnar á einu höggi undir pari og jafnaði þar með vallarmetiö sem sett var fyrr í sumar af Magnúsi Jónssyni. Sannar þetta máltækið aö „lengi lifi í gömlum glæðum" og þaö á sannarlega við um Þor- björn, sem nú er orðinn 55 ára og enn meö betri spil- urum. Úrslit uröu annars þessi: Eldri fl. án forgj. högg nettó Þorbjörn Kjærbo ...... 71 Svein Snorrason ....... 85 Ólafur Ág. Ólafsson .. 85 Eldrl fl. m. forgj. Sig. Steindórsson .... 72 Gunnar Stefánss. NK . 74 Ólafur Jónsson GK .. 74 Yngrf fl. án forgj.: högg Knútur Björnsson GK 81 Jóhann Ben......... 82 Sig. Guömundss. NK . 84 Yngrl fl. m. forgj.: hSgg nettó Ástþór Valgeirss. GS . 74 Albert K. Sanders GS 77 Jón Árnason NK .... 79 öll verðlaun í keppnina gaf umboðsaðili Grandos á Suðurnesjum. - pket. Blakdeild UMFK Fimmtudaginn 25, ágúst (í dag) er fyrirhugað að stofna „blakdeild" innan UMFK. Stofnfundurinn verður í Iðnsveinahúsinu við Tjarnargötu kl. 20.30 og eru eru áhugamenn um blak hvattir til aö mæta á þennan fund. - GJ/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.