Fréttablaðið - 14.12.2016, Page 1

Fréttablaðið - 14.12.2016, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 5 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 4 . d e s e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKoðun Sverrir Ólafsson skrifar um vanhæfi dómara. 17 sport Gunnhildur valin Körfu- knattleikskona ársins 2016. 20 Menning Ég er vanur að fá smá klapp í lokin, segir Friðgeir Einarsson. 26 plús 2 sérblöð l FólK l  MarKaðurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 FrÍtt D A G A R TIL JÓLA 10 O P I Ð T I L 2 2 Í K V Ö L D Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjöf sem lifnar við! Gjafakort Borgarleikhússins Glæsilegar jólagjafir michelsen.is ViðsKipti Sendingum hingað til lands frá erlendum verslunum til einstakl- inga fjölgaði um 55 prósent á milli ára í nóvember 2015 og nóvember 2016. Á sama tíma fjölgaði innlendum pakkasendingum um 35 prósent á tímabilinu. Íslendingar virðast kaupa jólagjafirnar í mun meiri mæli í gegn um tölvuna í stað þess að kaupa þær í íslenskum verslunum á staðnum. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um pakkasendingar frá útlöndum fyrir jólin í samanburði við í fyrra. Engar magntölur bárust en fjölgunin í erlendum pökkum er sem áður segir 55 prósent á milli ára. Reikna má með að mikill meirihluti sé úr erlendum netverslunum. Í október dróst innlend fataverslun saman miðað við síðasta ár, þótt verð á fötum hafi lækkað um 5,9 prósent milli ára. Um síðustu áramót voru tollar af fatnaði og skóm felldir niður. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það ekkert nýtt að íslensk verslun eigi í harðri samkeppni við erlenda verslun. „Bæði er netverslun að aukast en það er líka viss freisting, þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni, að kaupa varning að utan. Þannig að það að gengi krónunnar er svona sterkt og hagstætt, innan gæsalappa, ýtir enn frekar undir að netverslun færist úr landi,“ segir Andrés. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðu- maður markaðs- og upplýsingamála Íslandspósts, segir að margir versli jafnvel einvörðungu á netinu og ekk- ert í verslunum. „Það hefur verið mikil aukning undanfarin ár en síðustu mánuðir hafa verið mjög stórir hjá okkur. Þeir sem eru vanir að versla vita að þetta tekur meiri tíma á þessum árstíma. Þeir byrjuðu fyrr og hafa fengið jóla- gjafirnar í nóvember.“ Brynjar segir aukninguna fela í sér mikið álag á pósthúsum og öðrum afhendingarleiðum póstsins. – snæ Jólasendingar að utan 55 prósent fleiri en 2015 Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyrra. lögregluMál „Ávörðunin og rök- stuðningurinn lýsir gríðarlegri van- þekkingu saksóknara á mansali,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttar gæslukona tveggja kvenna frá Srí Lanka, sem talið var að væru fórnar lömb í mansalsmáli í Vík í Mýr- dal. Héraðssaksóknari telur svo ekki vera og gefur ekki út ákæru. Greiðslur til annarrar konunnar runnu til aðila erlendis. „Það er með ólíkindum að það teljist í lagi að konurnar hafi ekki fengið greidd laun sjálfar nema í formi húsnæðis og frís fæðis,“ segir Kristrún Elsa. – kbg / sjá síðu 10 Segir saksóknara skorta þekkingu Hátíð í bæ „Jólasveinninn kom allt í einu inn um gluggann og færði börnunum gjafir. Það var rosalega gaman,“ segir Zoe Roberts, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, sem í gærkvöld hélt vetrarhátíð í samstarfi við Landsvirkjun fyrir börn hælisleitenda. Zoe segir að það hafi bæði verið fjölskyldur og fylgdarlaus börn frá Palestínu, Sómalíu, Albaníu, Írak, Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum, samtals um áttatíu manns sem sóttu jólagleðskapinn. Fréttablaðið/Vilhelm Þeir sem geta mega endilega koma fyrir hádegi á pósthúsin til að dreifa álaginu. Brynjar Smári Rúnarsson 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 9 -0 1 B 4 1 B A 9 -0 0 7 8 1 B A 8 -F F 3 C 1 B A 8 -F E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.