Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 34
Nýsköpun Anita Hafdís Björns- dóttir, meðstofn- andi Happyworld. Fyrsta skráning ársins Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Á föstudag hófust viðskipti með hlutabréf Skeljungs hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skeljungur er annað félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq Iceland árið 2016, en það fyrsta á aðalmarkaði. Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, og Hendrik Egholm, forstjóri Magn í Færeyjum, hringdu inn fyrstu viðskipti. Skeljungur er með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum og rekur félagið samtals 76 bensínstöðvar og sex birgðastöðvar. FréttABlAðið/GVA Samband neytenda og framleið- enda er að breytast. Internetið, samfélagsmiðlar, hópfjármögnun og fleiri þættir hafa gjörbreytt frumkvöðlastarfi og markaðssetn- ingu vöru. Samskipti framleiðenda og neytenda fer ekki lengur fram eingöngu með umbúðum, slag- orðum og stuttum auglýsingum. Í dag er að mótast náið samband neytenda, frumkvöðla og fram- leiðenda sem leiðir af sér fjölmörg ný tækifæri. Verð og verðvitund breytist, áherslan færist á gagnsæi, heiðarleika, uppruna. Neytandinn er upplýstari og vill vita meira, treysta betur, prófa nýtt og upplifa. Þessi þróun hefur verið að stig- magnast undanfarin ár, áhrifin má sjá til dæmis á góðu gengi fjölda frumkvöðla í matvælafram- leiðslu svo sem Saltverk, Omnom, Eimverk, Arna, Wasabi Iceland og fleiri eru að ná árangri bæði á markaði innanlands og í útflutn- ingi. Tölur erlendis frá benda til að þessi þróun sé hvergi nærri á enda- stöð, til að mynda hefur hlutdeild smærri bjórframleiðenda vaxið úr nærri einingu í um 25 prósent af bjórmarkaði í Bandaríkjunum. Tækifærin liggja í staðbundnum vörum með sterka vísun í uppruna, í einstökum vörum sem skera sig frá fjöldanum, umhverfisvænum og sjálfbærum framleiðsluaðferðum og ekki síst í vörum sem þróast í sátt og samstarfi við neytanda í nýjum heimi samskipta og upp- lýsinga. Fyrir Ísland er þessi þróun sér- lega áhugaverð, nú er smæðin ekki lengur dragbítur, við erum samkeppnishæf og áhugaverð ein- mitt vegna smæðarinnar og sér- stöðunnar. Skrítin þjóð á eyju úti í hafi getur gefið heiminum margt. Næstu ár og áratugir eru spenn- andi tímar fyrir frumkvöðla og neytendur. Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helm- ing verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaup- mátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kost- inum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverð- bólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs fram- boðsskells og sífellt hertari pen- ingamálastefna veldur því að hag- vöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verð- gildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hag- kerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarð- aði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hag- kerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmið- ilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi. Egyptar fleyta pundinu Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peninga- hömlur á heildareftirspurn- ina. Hin hliðin Sigrún Jenný Barða- dóttir, COO og með- eigandi, Eimverk Distillery Tækifærin liggja í staðbundnum vörum, með sterka vísun í uppruna, í einstökum vörum sem skera sig frá fjöldanum. Fyrirtækið Happyworld var stofnað árið 2014 með megin-áherslu á að gera vaxandi hópi ferðamanna sem áhuga hafa á sportflugi kleift að kynnast sportinu hér á landi. Stofnendur félagsins, þau Anita Hafdís Björnsdóttir og Róbert Bragason, hafa um árabil verið virk í kennslu og ástundun svifvængja- flugs og urðu í gegnum það vör við vaxandi hóp ferðamanna sem höfðu áhuga á að upplifa íslenska náttúru á nýjan og frumlegan hátt, en þau hafa sjálf ferðast mikið til ann- arra landa til að stunda sportið og kynntust því þar hvað þessi afþrey- ing var aðgengileg. ,,Það að vera valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Tour- ism í byrjun árs 2016 var ákveðinn vendipunktur fyrir okkur,“ segir Anita. ,,Hvorugt okkar hafði reynslu af rekstri afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn og því þótti okkur mikið tækifæri felast í því að sækja um að fá að vera með. Þær tíu vikur sem hraðallinn stóð yfir kynntumst við fjöldanum öllum af aðilum úr greininni, ekki síst í gegnum men- torafundi sem voru skipulagðir í tengslum við hraðalinn sem okkur þótti ómetanlegt.“ Happyworld hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun en auk þess að bjóða upp á sportflug hóf félagið að bjóða upp á skipulagðar norður- ljósaferðir með stjörnuskoðun fyrir litla hópa á veturna. ,,Það var nú kannski að miklu leyti vegna þess að sportflug er ekki mikið vetrarsport sem við fundum að við þurftum að leita leiða til að bjóða þjónustu sem hentaði fyrir þennan árstíma. Stjörnuskoðun í gegnum öflugan stjörnusjónauka var eitthvað sem á þessum tíma var ekki boðið upp á í svona ferðum. Við sáum því ákveð- ið tækifæri þar en þjónustunni var strax vel tekið,“ segir Anita. ,,Við viljum bjóða upp á þétta upplifun í öllu sem við gerum og merkjum á okkar viðskiptavinum að það er það sem þeir sækjast eftir.“ Allt útlit er fyrir mikla áfram- haldandi fjölgun ferðamanna sem hingað koma. Rannsóknir benda til að sá hópur ferðamanna sem vaxi hlutfallslega hvað hraðast séu ferðamenn sem sækja í svokall- aðar ævintýraferðir. Happyworld hyggst beina sjónum sínum að einmitt þessum hópi ferðamanna fyrst og fremst. Félagið er með fleiri nýjungar á teikniborðinu sem vonir standa til að komi á markað innan skamms. Áhugasamir geta fylgst með á vefsíðu fyrirtækisins, www. happyworld.is. Happyworld hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun en auk þess að bjóða upp á sportflug hóf félagið að bjóða upp á skipulagðar norðurljósa- ferðir með stjörnskoðun fyrir litla hópa á veturna. Hraðflug 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U d A G U r6 MarkaðuriNN 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 9 -4 B C 4 1 B A 9 -4 A 8 8 1 B A 9 -4 9 4 C 1 B A 9 -4 8 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.